Reykjavík

Fréttamynd

Þrír í haldi í fíkniefnamáli

Þrír voru í dag úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur, grunaðir um aðild að fíkniefnamáli sem lögregla hefur til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Keyrt á tvo unga drengi

Keyrt var á tvo unga drengi í dag, í tveimur mismunandi tilfellum, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Leita tveggja vegna banaslyssins á Sæ­braut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja ökumanna vegna banaslyssins á Sæbraut um síðustu helgi. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að nauðsynlega þurfi að ná tali af þeim vegna rannsóknarinnar á slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Risaþota flaug í lág­flugi yfir Reykja­vík

Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli

Bíl var ekið á ungan dreng á leið í skólann rétt fyrir klukkan átta í morgun. Hann var fluttur á slysadeild í sjúkrabíl. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Hann var á hlaupahjóli.

Innlent
Fréttamynd

Bif­reið í ljósum logum við Stuðlaháls

Eldur kom upp í fólksbíl við Stuðlaháls í Árbænum í Reykjavík um klukkan 21:45 í kvöld. Engan sakaði í eldsvoðanum en ökumaður var í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp.

Innlent
Fréttamynd

Ó­venju­legt ættar­mót við Snorra­braut

Blóðgjafi sem nýverið fagnaði sjötugsafmæli gaf í morgun blóð í hinsta sinn vegna aldurs, þrátt fyrir að vera við hestaheilsu. Hann skilur við Blóðbankann með trega en vonar að börn hans, sem öll voru einnig mætt í blóðgjöf föður sínum til stuðnings, taki við keflinu. Sár vöntun er á blóðgjöfum um þessar mundir.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólkið slegið eftir brunann

Viðbúið er að tannlæknastofan Krýna geti þurft að hafa lokað í einhverja daga eða vikur eftir eldsvoða sem kom upp í húsnæðinu á öðrum tímanum í nótt. Einn eigenda stofunnar segir starfsfólk slegið og unnið sé að því að fresta tannlæknatímum og ná utan um skipulagið.

Innlent
Fréttamynd

Allt í banönum á Brút

Bananar og hetjur hafa tekið yfir veggi vinsæla veitingastaðarins Brút en þar opnaði einstök listasýning um síðustu helgi í samstarfi við Gallery Port og David Molesky. Margt var um manninn og fólk gæddi sér meðal annars á banönum meðan það skoðaði bananalistina gaumgæfilega.

Menning
Fréttamynd

Segir gagn­rýnina ó­svífna og ó­sann­gjarna

„Mér finnst þetta bara vera mjög ósvífin og ósanngjörn gagnrýni. Ég skil ekki hvernig það er hægt að saka einhvern um tvískinnung í svona máli sem hefur allan tímann óskað eftir meiri úrbótum fyrir óvarða vegfarendur og vildi ganga lengra en gengið var.  Við höfum ekkert skipt um skoðun í þessu máli og gerðum það aldrei.“

Innlent
Fréttamynd

Mælirinn fullur vegna van­virðingar á slysstað

Rannsókn lögreglu á banaslysi við Sæbraut á aðfaranótt sunnudags gengur vel. Varðstjóri hjá lögreglunni segir það vera síalgengara að almenningur reyni að komast inn fyrir lokanir á slysstöðum. Eftir helgina sé mælirinn fullur.

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar „tví­skinnungur“ hjá borgar­full­trúa eftir bana­slys

Borgarfulltrúa Pírata blöskrar að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ eftir að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg. Kona á fertugsaldri lést á gatnamótunum seint á laugardagskvöld þegar hún varð fyrir bíl.

Innlent
Fréttamynd

Fimmti hver öku­maður með ó­eðli­leg af­skipti við slysstað

Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þeim tilfellum fjölga þar sem almenningur hefur afskipti af störfum lögreglu við götulokanir við slysstað. Hann segir ríkar ástæður fyrir götulokun og alltaf reynt að búa til hjáleiðir. Rannsókn vegna alvarlegra slysa geti tekið tíma og þrifin sem fylgja. Framkoma fólks við slysstað á Sæbraut um helgina hafi verið dapurleg. 

Innlent