Vogar

Fréttamynd

Fengu draum sinn uppfylltan: „Ég hef beðið eftir hjólabrettarampi í tvö ár“

Krakkarnir í grunnskólanum í Vogum fengu draum sinn uppfylltan á dögunum þegar hjólabrettarampi var komið fyrir á skólalóðinni. Nemendur höfðu beitt bæjarstjórann miklum þrýstingi í tvö ár en hann segist ekki hafa geta annað en að láta undan. Krakkarnir segja að þau séu nánast hætt að vera í tölvunni og tekur aðstoðarskólastjórinn undir.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnsleysi í Reykjanesbæ

Rafmagn fór af í Innri-Njarðvík, Vogum og á Fitjum laust fyrir klukkan fimm í dag. Ekki er vitað hvað olli rafmagnsleysinu en starfsmenn HS Veitna eru á staðnum að leita að bilun.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast eignarnáms á landsréttindum á Reykjanesi

Landsnet leitaði í dag eftir heimild atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra til að taka tiltekin landsréttindi á Reykjanesskaga eignarnámi til að geta hafið framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2, háspennulínu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram að samningar hafa tekist við fjóra af hverjum fimm landeigendum um 62% lands á leið væntanlegrar línu en ítrekaðar samningsumleitanir við aðra landeigendur reyndust árangurslausar.

Innlent