Grindavík

Fréttamynd

„Maður er ekki í pólitík fyrir sjálfa sig heldur fyrir aðra“

Formaður Samfylkingarinnar hefur síðustu daga fundað með fólki á Suðurnesjunum og rætt um heilbrigðismál. Um er að ræða fyrstu fundina í fundaröð fer út um allt land. Formaðurinn segir að mikilvægt sé að heyra hvað fólkinu í landinu finnst um stærstu málaflokkana í pólitíkinni.

Innlent
Fréttamynd

Gest­ir Bláa lóns­ins verð­a færr­i en fram­legð mun auk­ast um liðlega fjórðung

Ferðaþjónusta þarf breytast frá því að einblína á magn í framlegð, rétt eins og sjávarútvegur gerði í kringum 1980, sagði seðlabankastjóri. Forstjóri Bláa lónsins sagði að horft sé til þess í hans rekstri að í ár verði gestir 20-30 prósent færri en framlegðin aukist um 20-30 prósent. „Við erum á þessari vegferð sem stjórnvöld kalla eftir,“ sagði hann.

Innherji
Fréttamynd

„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“

„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur? Hvers vegna Grindavík“ segir Hilmar Steinar Sigurðsson þegar hann rifjar upp þá ákvörðun hans og þriggja félaga um að kaupa þúsund fermetra netagerðarhús við höfnina í Grindavík árið 2018. Í húsinu hafði líka verið rekið lítið kaffihús við góðan orðstír, Bryggjan.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“

Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. 

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi

Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19.

Innlent
Fréttamynd

Segir að sam­ráð hefði mátt vera meira en flótta­mennirnir verði á­fram í Grinda­vík

Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 

Innlent
Fréttamynd

Pólverjar um þriðjungur útskriftarnema frá Fisktækniskólanum

Tæplega þriðjungur nemenda sem útskrifuðust úr Fisktækniskóla Íslands í vikunni sem leið eru Pólverjar. Rekstrarstjóri fiskvinnslu í Grindavík segir fiskvinnsluna ekki geta verið án erlends vinnuafls. Pólverjarnir eru hæstánægðir með námið sem að hluta var kennt á pólsku.

Innlent
Fréttamynd

Tólf hundruð veður­tepptum ferða­löngum bjargað af Grinda­víkur­vegi í nótt

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík vann mikið þrekvirki í nótt þegar hún kom rúmlega þúsund manns, sem höfðu setið fastir á Grindavíkurvegi vegna veðurs í hálfan sólarhring, til byggða. Björgunarsveitir biðla til fólks að huga vel að veðurspám en gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir mánudag og þriðjudag.

Innlent