Hafnarfjörður

Fréttamynd

Segir forgangsmál að koma í veg fyrir frekari slys

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að bæjaryfirvöldum hafi verið mjög brugðið við slysið í Áslandshverfi og úrbætur séu þegar hafnar. Mildi sé að ekki hafi farið verr. Engar athugasemdir hafi fundist hjá bænum frá íbúum vegna slysahættu.

Innlent
Fréttamynd

Farinn að hreyfa sig og sparka í bolta eftir hrikalegt slys

Faðir tveggja ára drengs sem slasaðist, þegar bíll rann á fleygiferð niður brekku og skall af þunga á rólu sem hann lék sér í, segir kraftaverk að ekki hafi farið verr. Hann biðlar til almennings að dreifa ekki myndbandi af slysinu á samfélagsmiðlum. Það væri hræðilegt ef börnin sín sæu það. Nóg sé áfallið fyrir fjölskylduna og bílstjórann sem átti bílinn. 

Innlent
Fréttamynd

Barnið útskrifað af gjörgæslu og braggast vel

Drengur á þriðja ári, sem varð fyrir mannlausum bíl í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sunnudag, er útskrifaður af gjörgæsludeild og líðan hans góð eftir atvikum, samkvæmt upplýsingum frá foreldrum hans.

Innlent
Fréttamynd

„Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“

Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Barði bíla í miðbænum með hamri

Karlmaður var í handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í nótt þar sem hann barði í bifreiðar með hamri. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og með fíkniefni meðferðis. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Braut rúðu í lög­reglu­bíl

Maður braut rúðu í lögreglubíl í Hafnarfirði í gærkvöldi eftir að lögregla hafði stöðvað hann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Kortleggja minjar sem gætu farið undir hraun

Friðaðar og friðlýstar minjar, þar á meðal bæjarstæði, hús og kirkjur, gætu farið undir hraun ef gos hæfist á Reykjanesi. Minjastofnun hefur kortlagt hvaða menningarminjar sem hún hefur á skrá séu í hættu út frá nýjasta spálíkani eldfjallafræði- og náttúruváhóps Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Líklegast að hraun renni til suðurs

Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Telur kviku á sjö kílómetra dýpi vera að þrýsta sér upp

Jarðskjálfti upp á 5,1 stig með upptök við Keili varð um hálffimmleytið nú síðdegis. Hann er sá öflugasti í dag í hinni miklu hrinu sem nú skekur suðvesturhorn Íslands og ekkert lát virðist á. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir hrinuna núna skýrustu vísbendingu á síðari árum um að við séum að nálgast nýtt eldgosatímabil á Reykjanesskaga.

Innlent
Fréttamynd

Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð

Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu.

Innlent
Fréttamynd

Töluvert af stútum á ferðinni

Lögregluþjónar stöðvuðu fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt, sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Um 150 manns mættu á opið hús

140 til 150 manns mættu til að skoða einbýlishús í Hafnarfirði nýlega á opnu húsi. Húsið seldist síðan á 8% yfir ásettu verði. Davíð Ólafsson, löggiltur fasteignasali hjá fasteignasölunni Borg sem sá um söluna á húsinu, segir þetta til marks um skort á íbúðarhúsnæði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsvirkjun og Rio Tinto ná samkomulagi

Landsvirkjun og Rio Tinto á íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010, sem ætlað er að auka samkeppnishæfni álversins og er sagður styrkja rekstrargrundvöll álversins á næstu árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lögregla beitti piparúða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beitt skömmu fyrir klukkan tvö í nótt piparúða til þess að ná stjórn á vettvangi í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Skóla­stjórinn í Ás­lands­skóla í ó­tíma­bundið leyfi

Skólastjóri í Áslandsskóla er kominn í ótímabundið veikindaleyfi eftir að frá því var greint að honum hefði verið vikið frá störfum við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilaboðasendingar til leikmanns í kvennaflokki. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að verið sé að skoða heildarmynd málsins en bærinn hafi fengið viðbrögð frá starfsfólki og foreldrum í skólanum undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Látum verkin tala

Nú hefur verið brotið í blað í sögu Hafnarfjarðar. Í bænum hefur verið stöðug fjölgun íbúa allt frá árinu 1939 - þar til núna.

Skoðun