Hafnarfjörður

Fréttamynd

Drengurinn fannst sofandi í strætó

Allt tiltækt lið björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld í leit að sjö ára dreng í Hafnarfirði. Allt fór vel að lokum þegar drengurinn fannst sofandi um borð í strætó.

Innlent
Fréttamynd

Viðbúnaður vegna potts á hellu í Hafnarfirði

Nokkur viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í Hafnarfirði i morgun eftir að tilkynning barst um mögulegan eld í fjölbýlishúsi. Slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum voru sendir af stað eftir að tilkynning barst.

Innlent
Fréttamynd

Hafnarfjörður og skólamál barna á flótta

Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna 22. gr. 1. skulu aðildarríkin veita flóttamönnum sömu aðstöðu og veitt er ríkisborgurum, að því er tekur til barnafræðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila

Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við.

Innlent
Fréttamynd

Telur ein­eltis­mál ekki van­rækt af kerfinu

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir sér hafa verið brugðið þegar tólf ára stúlka steig fram og lýsti hrottalegu einelti í gær. Hann telur þrátt fyrir þetta ekki að eineltismál séu vanrækt af kerfinu. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“

Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 

Innlent
Fréttamynd

Vís­bendingar um að ein­elti hafi aukist eftir Co­vid

Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid.

Innlent
Fréttamynd

Hætta með nætur­strætó

Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 

Innlent
Fréttamynd

Davíð Þór: Þetta eru vonbrigði

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, talaði við leikmenn liðsins fyrir æfingu í dag enda mikið gengið á. Eiður Smári Guðjohnsen steig til hliðar sem þjálfari seinnipartinn vegna persónulegra vandamála og óljóst hvort eða hvenær hann snúi til baka.

Fótbolti
Fréttamynd

Ákærður vegna skotárásarinnar við Miðvang

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar við Miðvang í Hafnarfirði í lok júní. Tveir brotaþolar í málinu krefjast átta milljóna króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Lá á dyra­bjöllunum í vit­lausu húsi

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kölluð út vegna tveggja manna á hóteli í miðborg Reykjavíkur sem neitaðu að yfirgefa hótelið. Lögreglan fylgdi þeim út eftir að hún mætti á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Hundur beit skokkara í lærið

Klukkan rétt rúmlega fimm í gær barst lögreglu tilkynningu um hund sem hafði stokkið á mann sem var úti að hlaupa í Laugardalnum og bitið hann í lærið. Maðurinn hlaut minniháttar áverka og verður atvikið tilkynnt til MAST.

Innlent
Fréttamynd

100 ára píanósnillingur á Hrafnistu

Ásdís Ríkharðsdóttir, 100 ára íbúi á Hrafnistu í Hafnarfirði lætur ekki deigan síga þrátt fyrir háan aldur, því hún spilar á píanó alla daga inn í herbergi hjá sér. Vinkona hennar kíkir í heimsókn í hverri viku en þá syngur hún og Ásdís spilar undir hjá henni.

Innlent
Fréttamynd

„Hafnfirskar stelpur rokka“

Hafnfirskar stelpur rokka! er tónlistar vinnusmiðja sem unnin er í tengslum við Appolo listahátíð í Hafnarfirði. Ungar sís og trans stelpur, trans strákar, kynsegin og intersex ungmenni á aldrinum 13-25 ára eru öll velkomin og á vinnusmiðjan sér stað yfir tvær helgar í október.

Tónlist