Innlent

Seltún í Krýsuvík verður lokað í maí

Apríl Auður Helgudóttir skrifar
Krýsuvík er af mörgum talin ein fegursta náttúruperla Íslands og fjölbreytt litadýrð náttúrunnar á hverasvæðinu við Seltún heillar marga.
Krýsuvík er af mörgum talin ein fegursta náttúruperla Íslands og fjölbreytt litadýrð náttúrunnar á hverasvæðinu við Seltún heillar marga.

Seltún í Krýsuvík verður lokað í maí vegna framkvæmda. Verið er að skipta um göngupall sem sé eina örugga aðkoman að leirhverunum á svæðinu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. 

Krýsuvík er virkt sprengigíga- og borholusvæði og því þurfi stöðugt að laga gönguleiðir. Verið er að skipta um göngupall úr timbri. Um er að ræða einu öruggu leiðin að leirhverunum og því verður svæðið alfarið lokað meðan á framkvæmdunum stendur. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir frá frá 2. maí til 6. júní. 

Viðhald og uppbygging gönguleiða í Krýsuvík er forgangsatriði Hafnarfjarðarbæjar samkvæmt nýútgefinni áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins. Áframhaldandi uppbygging á svæðinu sé talin mikilvæg vegna öryggis- og náttúruverndarsjónarmiða.

Verkefnið er unnið með styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til áframhaldandi uppbyggingar á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×