Garðabær

Fréttamynd

Stal bíl og ók undir á­hrifum með lögguna á hælunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitarinnar í umfangsmiklum aðgerðum í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði þar sem ökumanni Land Cruiser jeppa var veitt eftirför. Um stolinn bíl var að ræða en engan sakaði þrátt fyrir að lögreglubíll hafi hafnað utan vegar við eftirförina.

Innlent
Fréttamynd

Lýtalæknir selur glæsihöll á Arnarnesi

Lýtalæknirinn Ágúst Birgisson hefur sett glæsihöll sína við Haukanes 15 í Garðabæ til sölu. Um er að ræða tæplega 280 fermetra einbýlishús byggt árið 1973 staðsett á stærðarinnar hornlóð með sjávarútsýni.

Lífið
Fréttamynd

„Hér verður ekki flugvöllur og hér verða ekki blokkir“

Bessastaðanes var formlega friðlýst í morgun eftir að forsetaembættið og bæjarstjórn Garðabæjar óskuðu eftir því. Forseti Íslands fagnar því að sjónarmið náttúruverndar og útivistar hafi ráðið för við ákvörðunartökuna. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir friðlýsinguna þýðingarmikla fyrir líffræðilegan fjölbreytileika. 

Innlent
Fréttamynd

For­setinn býður heim á sunnu­daginn

Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi milli klukkan 13 og 16 á sunnudaginn. Guðni Th. Jóhannesson forseti mun þar taka á móti gestum og gefst þeim færi á að skoða Bessastaði. 

Innlent
Fréttamynd

Ein­kunna­gjöfinni fylgi nú meira streita

Foreldrar barna sem eru að ljúka grunnskóla reyna í auknum mæli að hafa áhrif á einkunnagjöf barna sinna. Skólastjóri segir um nýjan streituvald að ræða. Í kvöld rennur út frestur til að sækja um í framhaldsskóla. 

Innlent
Fréttamynd

Rostungurinn er farinn

Rostungurinn sem legið hefur í fjörunni í Álftanesi í dag hefur synt aftur út á haf út samkvæmt sjónarvottum. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn.

Innlent
Fréttamynd

Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi

Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 

Innlent
Fréttamynd

Mikið um slags­mál og ölvunar­akstur í nótt

Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu en ellefu gista nú fangageymslur vegna ýmissa brota, þar á meðal slagsmála og vörslu á fíkniefnum. Mikil ölvun var í miðborginni og var lögreglan kölluð í mörg samkvæmi vegna kvartana undan hávaða.

Innlent
Fréttamynd

Dúxaði í FG eins og mamma og pabbi

Agnes Ómarsdóttir útskrifaðist af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ um helgina og varð dúx með ágætiseinkunnina 9,8. Henni kippir greinilega í kynið enda dúxuðu báðir foreldrar hennar við sama skóla á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

„Versta niður­staða sem hægt er að hugsa sér“

Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér.

Innlent
Fréttamynd

Bál­farir eru alltaf að verða vin­sælli og vin­sælli

Bálfarir færast mjög í vöxt en um 60 prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu er bálför. Tveir gamlir brennsluofnar eru í landinu en þar eru oftast átta lík brennd á dag en það tekur um eina og hálfa klukkustund að brenna hverja manneskju.

Innlent
Fréttamynd

Verkfallsaðgerðir BSRB hafnar

Verkföll hjá BSRB fólki sem starfar hjá flestum stærstu sveitarfélögum landsins að Reykjavík undanskilinni hófust á miðnætti og í dag.

Innlent
Fréttamynd

Gervigreind greinir stærð og tegund fiska sem koma í troll

Hátæknifyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur í samstarfi við Hafrannsóknastofnun þróað tæki sem nýtir gervigreind til að sjá hvaða fisktegundir koma í troll fiskiskipa sem og stærð fiskanna. Tæknin er sögð stórt stökk í hafrannsóknum en einnig geta aukið hagkvæmni veiða og bætt umgengni skipstjórnarmanna við fiskistofna.

Viðskipti innlent