Lífeyrissjóðir Þurfa að gæta sín mjög vel þegar eignarhald þverast yfir samkeppnismarkaði Umræða um kaupréttarkerfi skráðra félaga er „óþroskuð“ hjá fjárfestum og stjórnum, meðal annars vegna skorts á upplýsingum og rökræðu, segir framkvæmdastjóri eins af stærri lífeyrissjóðum landsins í ítarlegu viðtali við Innherja, og gagnrýnir jafnframt þau vinnubrögð þegar breytingartillögur eru gerðar með skömmum fyrirvara á hlutahafafundum. Hann geldur varhug við að lífeyrissjóðum sé beitt sem „hreyfiafli“ þegar ekki liggja fyrir neinar meginreglur um hvernig slíku samstarfi ætti að vera háttað og telur þess í stað mikilvægt að sjóðirnir fari gætilega þegar eignarhald þeirra í fyrirtækjum þverast yfir samkeppnismarkaði. Innherji 13.9.2024 06:30 Látið sjóði verkafólks vera Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar koma fram áform um að fella brott framlag til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða: lækka það um 4,7 milljarða strax á næsta ári og afnema til fulls árið þar á eftir. Skoðun 11.9.2024 20:33 Afkoma Eyris rétti út kútnum eftir að yfirtökutilboð barst í Marel Eftir að hafa tapað samtals nærri hundrað milljörðum samhliða miklu verðfalli á hlutabréfaverði Marels á árunum 2022 og 2023 varð viðsnúningur í afkomu Eyris Invest á fyrri árshelmingi sem skilaði sér í lítilsháttar hagnaði þrátt fyrir að vaxtakostnaður hafi aukist nokkuð milli ára. Virði eignarhlutar Eyris í fjölmörgum fjárfestingafélögum í nýsköpun hélst nánast óbreytt en áður hafði það verið fært niður um marga milljarða. Innherji 10.9.2024 06:32 Telur ólíklegt að lífeyrissjóðir fjárfesti evrum sem fáist fyrir Marel á Íslandi Ólíklegt er að lífeyrissjóðir sem kjósa að fá hluta af kaupverði Marel greitt í evrum noti það til fjárfestinga á Íslandi, að mati framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs. Innherji 6.9.2024 12:55 Stærsti hluthafinn studdi Gildi og lagðist gegn kaupréttarkerfi Heima Þótt stjórn Heima hafi gert verulegar breytingar á upphaflegum tillögum sínum að kaupréttaáætlun til handa lykilstjórnendum eftir að hafa mætt andstöðu frá Gildi þá lagðist stærsti hluthafi fasteignafélagsins, Brú lífeyrissjóður, gegn innleiðingu á slíkum kaupréttum en laut í lægra haldi fyrir meirihluta hluthafa. Lífeyrissjóðurinn fylkti sér jafnframt að baki Gildi í andstöðu við tillögu stjórnar Haga að kaupréttarkerfi sem var samþykkt með nokkuð naumum meirihluta á hluthafafundi í liðinni viku. Innherji 4.9.2024 15:51 Gagnrýnir umbun stjórnenda ef ávöxtun „nær að skríða“ yfir áhættulausa vexti Stærsti hluthafi Haga var gagnrýninn á „umfang og útfærslu“ nýs kaupréttarkerfis smásölurisans og beindi þeirri spurningu til stjórnar félagsins á nýafstöðnum hluthafafundi af hverju hún teldi rétt að umbuna lykilstjórnendum með kaupréttum ef þeir næðu að skila ávöxtun sem væri vel undir ávöxtunarkröfu ríkisbréfa. Tillaga stjórnar Haga, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, að kaupréttarkerfi var samþykkt með nokkuð naumum meirihluta. Innherji 31.8.2024 15:42 Lýsir ófremdarástandi í skilum ársreikninga Ríkisendurskoðun lítur mjög alvarlegum augum að tæplega fjórðungur sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá hafa skilað ársreikningi. Frestur til skila var þann 30. júní síðastliðinn. Viðskipti innlent 28.8.2024 10:22 Festa kaup á tuttugu prósenta hlut í norska líftæknifyrirtækinu Regenics Sérhæfður fjárfestingarsjóðir í haftengdri starfsemi og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, ásamt hópi fleiri innlendra fjárfesta, hefur klárað samning við Regenics AS um að leggja norska líftæknifyrirtækinu til nýtt hlutafé og eignast um leið tuttugu prósenta hlut í félaginu. Fjárfestingin í fyrirtækinu, sem vinnur að þróun á sárameðhöndlunarvörum úr laxahrognum, gæti numið yfir 50 milljónum norskra króna. Innherji 22.8.2024 12:08 „Allt að því galið“ að taka ekki þátt í séreignarsparnaði Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir allt að því galið að fólk taki ekki þátt í séreignarsparnaði. Hann vill að fólk skráist sjálfkrafa í slíkan sparnað. Kerfið sé of flókið í dag og færri nýti sér kerfið en geti vegna þess. Viðskipti innlent 14.8.2024 09:10 Reyna að nýju að koma á kaupréttarkerfi eftir andstöðu frá Gildi Eftir að hafa mætt andstöðu frá sumum lífeyrissjóðum, einkum Gildi, við kaupréttarkerfi til handa lykilstjórnendum fyrr á árinu freista stjórnir smásölurisans Haga og fasteignafélagsins Heima þess núna að nýju að koma á slíku kerfi með breytingum frá upprunalegum tillögum, meðal annars eru vextir til leiðréttingar á nýtingaverði kaupréttanna hækkaðir nokkuð. Þá mun hámarks úthlutun kauprétta til forstjóra Haga vera helmingi minni en upphaflega var áformað. Innherji 10.8.2024 12:36 Kvenfrelsi og umönnunarhagkerfið Árið 1979 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var ekki í boði að fá leikskólapláss þar sem ég var gift kona, nema ef eiginmaðurinn færi í nám og ég yrði fyrirvinna heimilisins. Skoðun 8.8.2024 15:02 Varar Seðlabankann við því að endurtaka fyrri mistök með hávaxtastefnu sinni Forstjóri eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins fer hörðum orðum um vaxtastefnu Seðlabankans, sem er „alltof upptekinn“ við að rýna í baksýnisspegilinn nú þegar verðbólgan sé ekki lengur keyrð áfram af þenslu, og varar við því að mistökin í aðdraganda fjármálahrunsins verði endurtekin þegar hátt vaxtastig viðhélt óraunhæfu gengi krónunnar samtímis því að heimili og fyrirtæki neyddust til að fjármagna sig í verðtryggðum krónum eða erlendum myntum. Hann telur að það „styttist í viðspyrnu“ á hlutabréfmarkaði eftir að hafa verið í skötulíki um langt skeið, meðal annars vegna skorts á fjölda virkra þátttakenda og einsleitni fjárfesta, en segir lífeyrissjóði sýna hugmyndum til að auka skilvirkni markaðarins lítinn áhuga. Innherji 8.8.2024 12:19 Auka enn stöðu sína í Festi þegar stærstu einkafjárfestarnir voru keyptir út Lífeyrissjóðir keyptu umtalsverðan hluta bréfa af tveimur stærstu einkafjárfestunum í Festi þegar þeir losuðu um allan sinn eignarhlut sinn í smásölurisanum fyrir samtals tæplega þrjá milljarða fyrr í þessum mánuði. Umsvif einkafjárfesta í félaginu er núna hverfandi en samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóða í Festi er á sama tíma óðum að nálgast hátt í áttatíu prósent. Innherji 16.7.2024 12:45 Verulega er farið að hægja á vexti útlána lífeyrissjóða til heimila Vísbendingar eru um að mjög sé farið að hægja á útlánavexti lífeyrissjóða til heimila en sjóðirnir hafa ekki veitt minna af slíkum lánum frá því á haustmánuðum ársins 2021. Frá áramótum hafa sjóðsfélagalánin nærri helmingast miðað við sama tímabil í fyrra þegar lífeyrissjóðirnir buðu upp á hagstæðari kjör en bankarnir. Innherji 12.7.2024 15:00 Akur færir virði fisksalans Gadusar niður um nærri helming Akur fjárfestingarfélag færði niður eignarhlut sinn í belgíska fisksölufélaginu Gadus um 43 prósent milli ára. Árið 2020 var ríflega helmingshlutur í fyrirtækinu metinn á 2,3 milljarða en þemur árum síðar var virði hans yfir 800 milljónir í bókum félagsins sem er í eigu lífeyrissjóða, VÍS og Íslandsbanka. Innherji 12.7.2024 10:43 Íbúðaskorturinn skapar efnahagslega misskiptingu Eigið húsnæði er yfir 70% af eignum almennings 66 ára og eldri, segir framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags, sem kallar eftir meiri samstöðu um að auðvelda fólki fyrstu íbúðarkaup til að stuðla að því að eignamyndun á fasteignamarkaði dreifist á allan almenning í stað fárra eignameiri eða fasteignafélaga. Umræðan 9.7.2024 09:53 Lífeyrissjóðir draga heldur úr gjaldeyriskaupum sínum milli ára Þrátt fyrir stórtæk gjaldeyriskaup lífeyrissjóða í maímánuði síðastliðnum, þau mestu í einum mánuði í tvö ár, þá dróst fjárfesting sjóðanna í erlendum gjaldmiðlum saman á fyrstu fimm mánuðum ársins en gengi krónunnar hélst afar stöðugt á því tímabili. Í byrjun ársins hækkaði hámark á gjaldeyriseignir lífeyrissjóðanna en þeir settu flestir hverjir sér þá stefnu að auka enn frekar vægi erlendra fjárfestinga í eignasöfnum sínum fyrir yfirstandandi ár. Innherji 3.7.2024 07:00 Tímamót á fasteignamarkaði Með því að auka svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta í félögum eða sjóðum sem eiga íbúðarhúsnæði er stuðlað að auknu framboði húsnæðis á leigumarkaði og frekara jafnvægi á fasteignamarkaði. Er það öllum til góðs, hvort sem litið er til leigjenda eða þeirra sem hafa hug á að fjárfesta í eigin húsnæði, segir framkvæmdastjóri Stefnis í aðsendri grein. Umræðan 2.7.2024 13:22 Skerðingargildra eldra fólks Hið árlega uppgjör við eldra fólk er nú komið af hálfu almannatrygginga sem byggist á skattframtali ársins 2023. Eins og síðustu verðbólguár þá kemur í ljós að þúsundir skulda Tryggingastofnun vegna ofgreidds ellilífeyris síðasta ár. Skoðun 25.6.2024 18:02 1969 Árið 1969 var stórmerkilegt ár í mannkynssögunni. Á þessu ári gengu Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstir manna á tunglinu, hin sögufræga tónlistarhátíð Woodstock fór fram og hljómsveitin Rolling Stones gaf út plötuna „Let it Bleed“ með laginu „You Can't Always Get What You Want.“ Árið 1969 var líka merkilegt í sögu Íslands. Skoðun 25.6.2024 12:00 Sanngjarnt lífeyriskerfi: Áframhaldandi óréttlæti handa þeim sem fá skertar lífeyrisgreiðslur vegna fjármagnstekna maka Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um almannatryggingar. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að búa til einfaldara og réttlátara örorkulífeyriskerfi. Skoðun 20.6.2024 14:01 Opið bréf til félagsmanna og stjórna lífeyrissjóða Lífeyrissjóðir eiga ekki að fjárfesta í fyrirtækjum sem framleiða eða selja áfengi, því það vinnur gegn markmiðum og stefnu þeirra. Skoðun 20.6.2024 10:30 Séreign er ekki það sama og séreign Hvernig þætti okkur ef íþróttafréttamenn færu nú í sífellu að tala um að Evrópumót karla í íþróttum væri að hefjast? „Hvaða íþrótt?“ geri ég ráð fyrir að yrði spurt og þá fyrst yrði tekið fram að um fótbolta væri að ræða. Skoðun 9.6.2024 08:01 „Tryggingastærðfræðingar eru fámennur hópur með mikið áhrifavald“ Sú óvissa sem er uppi um heimildir lífeyrissjóða til að ráðast í tilfærslur á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga með hliðsjón af hækkandi lífaldri er „óþolandi,“ að sögn formanns Landssamtaka lífeyrissjóða, og er afleiðing þess að tryggingarstærðfræðingar, sem hafa „mikið áhrifavald,“ gátu ekki komið sér saman um útfærslu á breytingunum. Hann segir lausn varðandi málefni ÍL-sjóðs ekki vera sjáanlega á næstunni þótt „þreifingar“ hafi verið í gangi við ríkið um mögulegt samkomulag. Innherji 8.6.2024 12:15 Sanngjarnt lífeyriskerfi: Í andstöðu við yfirlýst markmið Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Skoðun 6.6.2024 13:30 Stærsti lífeyrissjóður landsins byggir upp stöðu í Kaldalón Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) byrjaði að byggja upp hlutabréfastöðu í Kaldalón undir lok síðasta mánaðar og er núna kominn í hóp tíu stærsta hluthafa fasteignafélagsins. Hlutabréfaverð Kaldalóns, sem fluttist yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni í fyrra, hækkaði nokkuð eftir að stærsti lífeyrissjóður landsins bættist í eigendahóp félagsins. Innherji 5.6.2024 10:59 Opið bréf til stjórnarformanns Gildis Gildi lífeyrissjóður hefur sett sér samskipta- og siðareglur. Þarsegir „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“og„Jafnan skal svara spurningum í samræmi við bestu vitneskju og án nokkurrar tilraunar til þess að villa um fyrirspyrjandaeða afvegaleiða viðkomandi.“ Skoðun 27.5.2024 18:01 Sanngjarnt lífeyriskerfi: Neikvæða eða jákvæða hvata til að virkja fatlað fólk til atvinnuþátttöku ? Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Skoðun 27.5.2024 08:02 Umfangsmikil hlutafjárútboð draga „töluvert máttinn“ úr markaðnum Hlutabréfamarkaðurinn hérlendis hefur verið þungur á meðan flestir markaðir sem horft er til hafa hækkað töluvert. Sjóðstjórar og aðrir markaðsaðilar segja að hlutabréfaverð hérlendis sé almennt nokkuð hagstætt en mikið fjármagn hefur leitað í frumútboð sem hefur dregið kraft úr markaðnum. Viðmælendur Innherja eiga ekki von á því að markaðurinn taki við sér fyrr en verðbólga hjaðnar og stýrivextir fara að lækka. Innherji 23.5.2024 07:41 Sanngjarnt lífeyriskerfi: Það er dýrara að vera fatlaður Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar verði það samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Skoðun 22.5.2024 07:45 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 19 ›
Þurfa að gæta sín mjög vel þegar eignarhald þverast yfir samkeppnismarkaði Umræða um kaupréttarkerfi skráðra félaga er „óþroskuð“ hjá fjárfestum og stjórnum, meðal annars vegna skorts á upplýsingum og rökræðu, segir framkvæmdastjóri eins af stærri lífeyrissjóðum landsins í ítarlegu viðtali við Innherja, og gagnrýnir jafnframt þau vinnubrögð þegar breytingartillögur eru gerðar með skömmum fyrirvara á hlutahafafundum. Hann geldur varhug við að lífeyrissjóðum sé beitt sem „hreyfiafli“ þegar ekki liggja fyrir neinar meginreglur um hvernig slíku samstarfi ætti að vera háttað og telur þess í stað mikilvægt að sjóðirnir fari gætilega þegar eignarhald þeirra í fyrirtækjum þverast yfir samkeppnismarkaði. Innherji 13.9.2024 06:30
Látið sjóði verkafólks vera Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar koma fram áform um að fella brott framlag til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða: lækka það um 4,7 milljarða strax á næsta ári og afnema til fulls árið þar á eftir. Skoðun 11.9.2024 20:33
Afkoma Eyris rétti út kútnum eftir að yfirtökutilboð barst í Marel Eftir að hafa tapað samtals nærri hundrað milljörðum samhliða miklu verðfalli á hlutabréfaverði Marels á árunum 2022 og 2023 varð viðsnúningur í afkomu Eyris Invest á fyrri árshelmingi sem skilaði sér í lítilsháttar hagnaði þrátt fyrir að vaxtakostnaður hafi aukist nokkuð milli ára. Virði eignarhlutar Eyris í fjölmörgum fjárfestingafélögum í nýsköpun hélst nánast óbreytt en áður hafði það verið fært niður um marga milljarða. Innherji 10.9.2024 06:32
Telur ólíklegt að lífeyrissjóðir fjárfesti evrum sem fáist fyrir Marel á Íslandi Ólíklegt er að lífeyrissjóðir sem kjósa að fá hluta af kaupverði Marel greitt í evrum noti það til fjárfestinga á Íslandi, að mati framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs. Innherji 6.9.2024 12:55
Stærsti hluthafinn studdi Gildi og lagðist gegn kaupréttarkerfi Heima Þótt stjórn Heima hafi gert verulegar breytingar á upphaflegum tillögum sínum að kaupréttaáætlun til handa lykilstjórnendum eftir að hafa mætt andstöðu frá Gildi þá lagðist stærsti hluthafi fasteignafélagsins, Brú lífeyrissjóður, gegn innleiðingu á slíkum kaupréttum en laut í lægra haldi fyrir meirihluta hluthafa. Lífeyrissjóðurinn fylkti sér jafnframt að baki Gildi í andstöðu við tillögu stjórnar Haga að kaupréttarkerfi sem var samþykkt með nokkuð naumum meirihluta á hluthafafundi í liðinni viku. Innherji 4.9.2024 15:51
Gagnrýnir umbun stjórnenda ef ávöxtun „nær að skríða“ yfir áhættulausa vexti Stærsti hluthafi Haga var gagnrýninn á „umfang og útfærslu“ nýs kaupréttarkerfis smásölurisans og beindi þeirri spurningu til stjórnar félagsins á nýafstöðnum hluthafafundi af hverju hún teldi rétt að umbuna lykilstjórnendum með kaupréttum ef þeir næðu að skila ávöxtun sem væri vel undir ávöxtunarkröfu ríkisbréfa. Tillaga stjórnar Haga, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, að kaupréttarkerfi var samþykkt með nokkuð naumum meirihluta. Innherji 31.8.2024 15:42
Lýsir ófremdarástandi í skilum ársreikninga Ríkisendurskoðun lítur mjög alvarlegum augum að tæplega fjórðungur sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá hafa skilað ársreikningi. Frestur til skila var þann 30. júní síðastliðinn. Viðskipti innlent 28.8.2024 10:22
Festa kaup á tuttugu prósenta hlut í norska líftæknifyrirtækinu Regenics Sérhæfður fjárfestingarsjóðir í haftengdri starfsemi og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, ásamt hópi fleiri innlendra fjárfesta, hefur klárað samning við Regenics AS um að leggja norska líftæknifyrirtækinu til nýtt hlutafé og eignast um leið tuttugu prósenta hlut í félaginu. Fjárfestingin í fyrirtækinu, sem vinnur að þróun á sárameðhöndlunarvörum úr laxahrognum, gæti numið yfir 50 milljónum norskra króna. Innherji 22.8.2024 12:08
„Allt að því galið“ að taka ekki þátt í séreignarsparnaði Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir allt að því galið að fólk taki ekki þátt í séreignarsparnaði. Hann vill að fólk skráist sjálfkrafa í slíkan sparnað. Kerfið sé of flókið í dag og færri nýti sér kerfið en geti vegna þess. Viðskipti innlent 14.8.2024 09:10
Reyna að nýju að koma á kaupréttarkerfi eftir andstöðu frá Gildi Eftir að hafa mætt andstöðu frá sumum lífeyrissjóðum, einkum Gildi, við kaupréttarkerfi til handa lykilstjórnendum fyrr á árinu freista stjórnir smásölurisans Haga og fasteignafélagsins Heima þess núna að nýju að koma á slíku kerfi með breytingum frá upprunalegum tillögum, meðal annars eru vextir til leiðréttingar á nýtingaverði kaupréttanna hækkaðir nokkuð. Þá mun hámarks úthlutun kauprétta til forstjóra Haga vera helmingi minni en upphaflega var áformað. Innherji 10.8.2024 12:36
Kvenfrelsi og umönnunarhagkerfið Árið 1979 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var ekki í boði að fá leikskólapláss þar sem ég var gift kona, nema ef eiginmaðurinn færi í nám og ég yrði fyrirvinna heimilisins. Skoðun 8.8.2024 15:02
Varar Seðlabankann við því að endurtaka fyrri mistök með hávaxtastefnu sinni Forstjóri eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins fer hörðum orðum um vaxtastefnu Seðlabankans, sem er „alltof upptekinn“ við að rýna í baksýnisspegilinn nú þegar verðbólgan sé ekki lengur keyrð áfram af þenslu, og varar við því að mistökin í aðdraganda fjármálahrunsins verði endurtekin þegar hátt vaxtastig viðhélt óraunhæfu gengi krónunnar samtímis því að heimili og fyrirtæki neyddust til að fjármagna sig í verðtryggðum krónum eða erlendum myntum. Hann telur að það „styttist í viðspyrnu“ á hlutabréfmarkaði eftir að hafa verið í skötulíki um langt skeið, meðal annars vegna skorts á fjölda virkra þátttakenda og einsleitni fjárfesta, en segir lífeyrissjóði sýna hugmyndum til að auka skilvirkni markaðarins lítinn áhuga. Innherji 8.8.2024 12:19
Auka enn stöðu sína í Festi þegar stærstu einkafjárfestarnir voru keyptir út Lífeyrissjóðir keyptu umtalsverðan hluta bréfa af tveimur stærstu einkafjárfestunum í Festi þegar þeir losuðu um allan sinn eignarhlut sinn í smásölurisanum fyrir samtals tæplega þrjá milljarða fyrr í þessum mánuði. Umsvif einkafjárfesta í félaginu er núna hverfandi en samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóða í Festi er á sama tíma óðum að nálgast hátt í áttatíu prósent. Innherji 16.7.2024 12:45
Verulega er farið að hægja á vexti útlána lífeyrissjóða til heimila Vísbendingar eru um að mjög sé farið að hægja á útlánavexti lífeyrissjóða til heimila en sjóðirnir hafa ekki veitt minna af slíkum lánum frá því á haustmánuðum ársins 2021. Frá áramótum hafa sjóðsfélagalánin nærri helmingast miðað við sama tímabil í fyrra þegar lífeyrissjóðirnir buðu upp á hagstæðari kjör en bankarnir. Innherji 12.7.2024 15:00
Akur færir virði fisksalans Gadusar niður um nærri helming Akur fjárfestingarfélag færði niður eignarhlut sinn í belgíska fisksölufélaginu Gadus um 43 prósent milli ára. Árið 2020 var ríflega helmingshlutur í fyrirtækinu metinn á 2,3 milljarða en þemur árum síðar var virði hans yfir 800 milljónir í bókum félagsins sem er í eigu lífeyrissjóða, VÍS og Íslandsbanka. Innherji 12.7.2024 10:43
Íbúðaskorturinn skapar efnahagslega misskiptingu Eigið húsnæði er yfir 70% af eignum almennings 66 ára og eldri, segir framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags, sem kallar eftir meiri samstöðu um að auðvelda fólki fyrstu íbúðarkaup til að stuðla að því að eignamyndun á fasteignamarkaði dreifist á allan almenning í stað fárra eignameiri eða fasteignafélaga. Umræðan 9.7.2024 09:53
Lífeyrissjóðir draga heldur úr gjaldeyriskaupum sínum milli ára Þrátt fyrir stórtæk gjaldeyriskaup lífeyrissjóða í maímánuði síðastliðnum, þau mestu í einum mánuði í tvö ár, þá dróst fjárfesting sjóðanna í erlendum gjaldmiðlum saman á fyrstu fimm mánuðum ársins en gengi krónunnar hélst afar stöðugt á því tímabili. Í byrjun ársins hækkaði hámark á gjaldeyriseignir lífeyrissjóðanna en þeir settu flestir hverjir sér þá stefnu að auka enn frekar vægi erlendra fjárfestinga í eignasöfnum sínum fyrir yfirstandandi ár. Innherji 3.7.2024 07:00
Tímamót á fasteignamarkaði Með því að auka svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta í félögum eða sjóðum sem eiga íbúðarhúsnæði er stuðlað að auknu framboði húsnæðis á leigumarkaði og frekara jafnvægi á fasteignamarkaði. Er það öllum til góðs, hvort sem litið er til leigjenda eða þeirra sem hafa hug á að fjárfesta í eigin húsnæði, segir framkvæmdastjóri Stefnis í aðsendri grein. Umræðan 2.7.2024 13:22
Skerðingargildra eldra fólks Hið árlega uppgjör við eldra fólk er nú komið af hálfu almannatrygginga sem byggist á skattframtali ársins 2023. Eins og síðustu verðbólguár þá kemur í ljós að þúsundir skulda Tryggingastofnun vegna ofgreidds ellilífeyris síðasta ár. Skoðun 25.6.2024 18:02
1969 Árið 1969 var stórmerkilegt ár í mannkynssögunni. Á þessu ári gengu Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstir manna á tunglinu, hin sögufræga tónlistarhátíð Woodstock fór fram og hljómsveitin Rolling Stones gaf út plötuna „Let it Bleed“ með laginu „You Can't Always Get What You Want.“ Árið 1969 var líka merkilegt í sögu Íslands. Skoðun 25.6.2024 12:00
Sanngjarnt lífeyriskerfi: Áframhaldandi óréttlæti handa þeim sem fá skertar lífeyrisgreiðslur vegna fjármagnstekna maka Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um almannatryggingar. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að búa til einfaldara og réttlátara örorkulífeyriskerfi. Skoðun 20.6.2024 14:01
Opið bréf til félagsmanna og stjórna lífeyrissjóða Lífeyrissjóðir eiga ekki að fjárfesta í fyrirtækjum sem framleiða eða selja áfengi, því það vinnur gegn markmiðum og stefnu þeirra. Skoðun 20.6.2024 10:30
Séreign er ekki það sama og séreign Hvernig þætti okkur ef íþróttafréttamenn færu nú í sífellu að tala um að Evrópumót karla í íþróttum væri að hefjast? „Hvaða íþrótt?“ geri ég ráð fyrir að yrði spurt og þá fyrst yrði tekið fram að um fótbolta væri að ræða. Skoðun 9.6.2024 08:01
„Tryggingastærðfræðingar eru fámennur hópur með mikið áhrifavald“ Sú óvissa sem er uppi um heimildir lífeyrissjóða til að ráðast í tilfærslur á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga með hliðsjón af hækkandi lífaldri er „óþolandi,“ að sögn formanns Landssamtaka lífeyrissjóða, og er afleiðing þess að tryggingarstærðfræðingar, sem hafa „mikið áhrifavald,“ gátu ekki komið sér saman um útfærslu á breytingunum. Hann segir lausn varðandi málefni ÍL-sjóðs ekki vera sjáanlega á næstunni þótt „þreifingar“ hafi verið í gangi við ríkið um mögulegt samkomulag. Innherji 8.6.2024 12:15
Sanngjarnt lífeyriskerfi: Í andstöðu við yfirlýst markmið Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Skoðun 6.6.2024 13:30
Stærsti lífeyrissjóður landsins byggir upp stöðu í Kaldalón Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) byrjaði að byggja upp hlutabréfastöðu í Kaldalón undir lok síðasta mánaðar og er núna kominn í hóp tíu stærsta hluthafa fasteignafélagsins. Hlutabréfaverð Kaldalóns, sem fluttist yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni í fyrra, hækkaði nokkuð eftir að stærsti lífeyrissjóður landsins bættist í eigendahóp félagsins. Innherji 5.6.2024 10:59
Opið bréf til stjórnarformanns Gildis Gildi lífeyrissjóður hefur sett sér samskipta- og siðareglur. Þarsegir „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“og„Jafnan skal svara spurningum í samræmi við bestu vitneskju og án nokkurrar tilraunar til þess að villa um fyrirspyrjandaeða afvegaleiða viðkomandi.“ Skoðun 27.5.2024 18:01
Sanngjarnt lífeyriskerfi: Neikvæða eða jákvæða hvata til að virkja fatlað fólk til atvinnuþátttöku ? Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Skoðun 27.5.2024 08:02
Umfangsmikil hlutafjárútboð draga „töluvert máttinn“ úr markaðnum Hlutabréfamarkaðurinn hérlendis hefur verið þungur á meðan flestir markaðir sem horft er til hafa hækkað töluvert. Sjóðstjórar og aðrir markaðsaðilar segja að hlutabréfaverð hérlendis sé almennt nokkuð hagstætt en mikið fjármagn hefur leitað í frumútboð sem hefur dregið kraft úr markaðnum. Viðmælendur Innherja eiga ekki von á því að markaðurinn taki við sér fyrr en verðbólga hjaðnar og stýrivextir fara að lækka. Innherji 23.5.2024 07:41
Sanngjarnt lífeyriskerfi: Það er dýrara að vera fatlaður Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar verði það samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Skoðun 22.5.2024 07:45