Samfylkingin

Fréttamynd

Af hverju kýs ég Sam­fylkinguna?

Við lifum á tímum áskorana þar sem mismunur á aðstæðum fólks getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði þess. Það er ekki nóg að bjóða upp á yfirborðskenndar lausnir eða frasa heldur er þörf á stefnu sem miðar að raunverulegum og varanlegum breytingum.

Skoðun
Fréttamynd

Á bak við aug­lýsingarnar um Dag en skráður í Sam­fylkinguna

Harðorðar auglýsingar, sem beinast með neikvæðum hætti að Degi B. Eggertssyni frambjóðanda Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóra, hafa verið áberandi í stærstu fjölmiðlum landsins síðustu daga. Maðurinn á bak við auglýsingarnar segist vilja vekja fólk til umhugsunar, enginn ósómi sé í þeim. Hann er sjálfur skráður í Samfylkinguna en ætlar ekki að kjósa flokkinn í komandi kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju ég styð Sam­fylkinguna – og Hannes Sigur­björn Jóns­son

Þegar ég hugsa um hvað gerir samfélag sterkt og öflugt, þá horfi ég ekki bara á leiðtogana sjálfa, heldur hvernig þeir nálgast hlutverk sitt. Góðir leiðtogar – eða í þessu tilfelli, góðir þingmenn – eiga ekki að einblína á eigin völd eða áhrif. Þeir eiga að spyrja: „Hvernig get ég gert lífið betra fyrir fólkið sem ég vinn fyrir?“ Þetta er hugmyndafræði sem ég hef mikinn áhuga á – að þingmennska snúist fyrst og fremst um að hlusta, styðja og hjálpa samfélaginu að ná árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Stöndum með ungu fólki og fjöl­skyldum

Ójöfnuður milli kynslóða fer vaxandi á Íslandi og hagvöxtur undanfarinna ára hefur dreifst ójafnt milli aldurshópa. Kaupmáttur meðaltals ráðstöfunartekna hjá fólki á aldrinum 30-39 ára er sá sami í dag og hann var fyrir 20 árum meðan kaupmáttur hefur aukist umtalsvert hjá öðrum aldurshópum.

Skoðun
Fréttamynd

Sig­mundur fjar­verandi allar at­kvæða­greiðslur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var ekki viðstaddur eina atkvæðagreiðslu á nýliðnu þingi sem var sett í september og slitið á mánudaginn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var aðeins viðstödd eina atkvæðagreiðslu þar sem hún greiddi atkvæði með beiðni um skýrslu í tengslum við aðgerðir fyrir Grindvíkinga.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sókn með þriggja prósenta fylgi í borginni

Framsóknarflokkurinn mælist nú með þriggja prósenta fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu, Borgarvitanum. Yrði gengið til kosninga í sveitarstjórn í dag myndi flokkur borgarstjóra því ekki ná inn í borgarstjórn. Flokkurinn fékk 18,9 prósenta fylgi í kosningunum árið 2022.

Innlent
Fréttamynd

Betri Strætó 2025 og (svo) Borgar­lína

Alþingi samþykkti fjárlög á mánudag og staðfesti þar með aukin framlög til Strætó fyrir næsta ár. Það er í samræmi við uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þetta þýðir að Strætó mun hefja innleiðingu á nýju leiðarkerfi þegar á næsta ári og auka tíðni á fjölda leiða.

Skoðun
Fréttamynd

Gætu kosið stra­tegískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum

Samfylkingin og Viðreisn gætu myndað ríkisstjórn með einum eða tveimur flokkum í viðbót miðað við nýjustu könnun Maskínu. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar gæti verið í hættu á að ná ekki inn og fjölgun flokka á mörkum þess að ná inn þingmanni gæti boðið upp á strategíska kosningu. 

Innlent
Fréttamynd

Börn með ADHD mega bara bíða

Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Við foreldrar vitum að öll lífsins verkefni verða smávægileg í samanburði við það þegar börnin okkar lenda í vanda eða veikindum. Þegar það gerist viljum við gera allt til að tryggja vellíðan og góða heilsu barnanna okkar og við viljum að þau fái aðgang að fyrsta flokks þjónustu án tafar.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klaustur­bar“

Gestir Pallborðsins voru sammála um að samfélag án fyrirgefningar væri samfélag á röngu róli. Þar var meðal annars rætt um mál Þórðar Snæs Júlíussonar og þau borin saman við mál Jóns Gunnarssonar. Og Lilja Dögg fékk að úttala sig um þá Klaustursveina, sem allir eru mættir aftur í framboð.

Innlent
Fréttamynd

Vaxtalækkun gleði­tíðindi en vextir enn­þá „allt of háir“

Formaður Sjálfstæðisflokksins er í skýjunum með vaxtaákvörðun morgunsins og segir að nú sé þjóðin að uppskera eftir aðhaldssama ríkisfjármálastefnu frá 2022. Formaður Samfylkingarinnar talar aftur á móti um skort á festu í ríkisfjármálum sem hafi bitnað á millistéttinni, vextir séu ennþá allt of háir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lögum grunninn

Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni.

Skoðun
Fréttamynd

Sér­fræðingar í von­lausum að­stæðum

Ísland væri ekki á vetur setjandi ef ekki væri fyrir björgunarsveitirnar. Það er sannarlega tilfellið um allt land og alveg sérstaklega í Öræfum og í raun í öllu Suðurkjördæmi. Í Öræfum, þar sem einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins er að finna, heimsækja á hverju ári um ein milljón manns Jökulsárlón og aðrar náttúruperlur á Suðurströnd landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum vel­ferð dýra

Dýr eru skyni gæddar verur og okkur ber að vernda þau í samræmi við markmið laga um um velferð dýra. Okkur ber skylda til „ … að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séulaus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, …“ Ill meðferð dýra er óheimil á Íslandi og það á jafnt við um villt dýr, húsdýr og gæludýr.

Skoðun
Fréttamynd

Þórður Snær mun ekki taka þing­sæti

Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi.

Innlent