Ríkisstjórn

Fréttamynd

Einn af þremur segist styðja stjórn Katrínar

Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala og vinstri græn tapa fylgi. Sjálfstæðisflokkur bætir mestu við sig og Miðflokkur vinnur á eftir fylgis­hrun í síðustu könnun. Samfylkingin tapar mestu fylgi milli kannana.

Innlent
Fréttamynd

Setja á fót starfshóp til að fara yfir siðareglur ráðherra

Ríkisstjórn Íslands fjallaði um siðareglur ráðherra á fundi sínum í morgun og verður áframhaldandi umræða um reglurnar á vettvangi ríkisstjórnar á næstu vikum með það fyrir augum að meta hvernig megi skerpa á tilteknum atriðum er varða efni reglnanna og framkvæmd. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Björn Bjarnason gagnrýnir brottflutning varnarliðsins

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra lagði áherslu á þátt NATO í öryggi siglingaleiða á Norður-Atlantshafi í ræðu, sem hann hélt í Aþenu í dag, og gagnrýndi brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi í því samhengi. Björn sagði einkennilegt, að Bandaríkjamenn hefðu horfið með hernaðarlegan viðbúnað frá Íslandi, þegar litið væri til þess, sem formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hefði sagt nýlega um mikilvægi þess, að Bandaríkin að tryggðu orkuöryggi.

Innlent
Fréttamynd

Smíða á nýtt 4000 tonna varðskip

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að ljúka samningum um smíði á nýju varðskipi. Skipið verður smíðað í Chile í Suður-Ameríku og er stefnt á að það komi hingað til lands um mitt árið 2009. Skipið verður um fjögur þúsund tonn og verður því mun stærra en Týr og Ægir, varðskipin sem Landhelgisgæslan á fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Segja Finn ekki vera lausn fyrir Framsókn

Það væri heimskulegt fyrir Framsóknarflokkinn að gera Finn Ingólfsson að formanni, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna segir slíkan leik vondan fyrir Framsókn sem þegar hafi orð á sér fyrir að vera hagsmunaklíka, en ekki stjórnmálaflokkur.

Innlent