Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni

Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni.

Innlent
Fréttamynd

Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður

Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda.

Innlent
Fréttamynd

Skólastefna fortíðar til framtíðar?

Nú þegar ný menntastefna til ársins 2030 liggur fyrir til umræðu á Alþingi er áhugavert til þess að vita að í október 2013 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar síðast að endurskoða skólastefnu sveitarfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Búa sig undir langhlaup í skólunum

Skólastjórnendur búa sig undir að áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti á skólastarf allt skólaárið. Ástandið hefur reynt bæði á börnin og starfsfólkið.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri börn hafa smitast af kórónuveirunni

Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Við viljum gera vel en…

Umræðan um ADHD og skólamál er mikilvæg og að mínu mati eru viðhorf og vilji starfsfólks skóla til að sækja sér þekkingu alltaf að aukast.

Skoðun
Fréttamynd

Á annað hundrað í sóttkví í Garðabæ eftir smit

Nemendur í 1. og 2. bekk í Hofsstaðaskóla í Garðabæ eru komnir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit sem veldur Covid-19 kom upp hjá nemanda. Þá eru starfsmenn í Regnboganum, Frístundaheimili skólans, sömuleiðis komnir í sóttkví af sömu ástæðu.

Innlent
Fréttamynd

Óánægja meðal nemenda að þurfa nú í verknám

Háskólinn á Akureyrir ráðleggur fólki í hjúkrunarfræðinámi við skólann að klára verklegt nám  sem nú stendur yfir að sögn fulltrúa nemendaráðs innan hjúkrunarfræðisviðs skólans. Afar misjafnar skoðanir eru meðal nemenda með tímasetninguna vegna tilmæla sóttvarnalæknis.

Innlent
Fréttamynd

Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi

Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna

Skoðun