Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Vesturnorræna sam­starfið aldrei verið mikil­vægara

Eyjólfur Guðmundsson fráfarandi rektor háskólans á Akureyri hefur tekið við stöðu stjórnarformanns Grænlandsháskóla, Ilisimatusarfik á máli þeirra. Eyjólfur segist hafa tekið við stöðunni með það í huga að stuðla að auknu samstarfi norrænu eyjaþjóðina í ljósi viðsjárverðar stöðu í heimsmálunum.

Innlent
Fréttamynd

Met­að­sókn er­lendra ríkis­borgara í fram­halds- og há­skólanám

Nemendur á skólastigum fyrir ofan grunnskóla á Íslandi voru 43.446 haustið 2023 og hafði fækkað um 618 frá fyrra ári, eða um 1,4 prósent. Ekki hafa verið færri 16 ára nemendur síðan 2018. Mikil fjölgun er meðal erlendra ríkisborgara og hafa þeir aldrei verið fleiri í námi eftir grunnskóla. Flestir þeirra eru Pólverjar. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Hagstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Klámáhorf barna enn að dragast saman

Þrír af hverjum fjórum strákum í framhaldsskóla hafa horft á klám. Hlutfall stelpna er nokkru lægra eða 41 prósent. Lægra hlutfall bæði stráka og stelpa á unglingastigi og á framhaldsskólaaldri segjast hafa horft á klám nú en 2021.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt heilbrigðisvísindahús há­skólans rís

Ritað var undir samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, sem rísa mun á Landspítalalóðinni. Áætlað er að nýtt hús og endurbættur Læknagarður muni hýsa stóran hluta af starfsemi sviðsins og að framkvæmdir taki alls um fimm ár.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri for­eldrar í vanda með máluppeldi en áður

Tinna Sigurðardóttir talmeinafræðingur segi foreldra þurfa meiri og betri leiðbeiningar fyrir talþjálfun barna sinna. Tinna rekur Tröppu, fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjarþjónustu fyrir börn, og hefur gert það síðustu tíu árin. Hún segir ekki margt hafa breyst í vanda barna en að foreldrar þurfi meiri aðstoð nú en áður. 

Innlent
Fréttamynd

Nýr tækni­skóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnar­firði

Það má segja að vegferðin hafi farið af stað sumarið 2021 þegar viljayfirlýsing um framtíðarhúsnæði Tækniskólans var undirrituð hér í Hafnarfirði, m.a. af þáverandi menntamálaráðherra. Það var því stór stund í Hafnarfirði síðastliðinn fimmtudag þegar stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis að nýr Tækniskóli verði staðsettur í Hafnarfirði og verkefnið fari nú af stað af fullum krafti í samræmi við stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölga leik­skóla­plássum í mið­bænum

Samþykkt var á í borgarráði í dag að fjölga leikskólaplássum í leikskólanum Miðborg í miðbæ Reykjavíkur um 75. Rekstarleyfi leikskólans Miðborgar hefur verið fært upp 161 barn en sem stendur eru þar 86 börn með pláss.

Innlent
Fréttamynd

Semja um 27 milljarða króna Tækni­skóla í Hafnar­firði

Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis í dag. Næstu skref eru undirbúningur hönnunar og framkvæmdar með áætluð verklok haustið 2029. Heildarkostnaður er áætlaður 27 milljarðar króna.

Innlent
Fréttamynd

Ógreindir víkingar

Getur verið að víkingarnir sem réðu hér öllu um þar síðustu aldamót hafi verið meira og minna ofvirkir? Að þeir hafi siglt yfir úfin höf vegna þess að þeir voru mögulega búnir að brenna allar brýr að baki sér eða fengu einfaldlega þessa frábæru hugmynd og létu vaða! 

Skoðun
Fréttamynd

Gera út­tekt á mat í skólum Ár­borgar: Gjörunnin mat­væli þrisvar í viku

Foreldrar og kennarar í Árborg hafa mörg miklar áhyggjur af matnum sem nú er boðið upp á í grunn- og leikskólum bæjarfélagsins. Til stendur að gera úttekt á innihaldi og næringu matarins en um ár er síðan matráðum leikskólanna var sagt upp í hagræðingarskyni. Þá þurfti sveitarfélagið að gera ýmsar ráðstafanir vegna bágrar fjárhagsstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfbærniskólinn opnar: Reglu­gerðin mun líka hafa á­hrif á lítil og meðal­stór fyrir­tæki

„Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Cool­bet á­berandi í úti­legu Verzlinga

Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán að­gerðir gegn of­beldi meðal barna

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna á blaðamannafundi í Hannesarholti í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Tækni­skólinn og Kvenna­skólinn vinsælastir

Innritun nemenda í framhaldsskóla er nú lokið en alls bárust 4.677 umsóknir fyrir haustið. Flestar umsóknir voru með Tækniskólann eða Kvennaskólann í vali eitt eða tvo. Öllum umsækjendum var tryggt pláss í skóla fyrir veturinn.

Innlent
Fréttamynd

Sterkari grunn­skóli með gjald­frjálsum skóla­mál­tíðum

Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla barnanna sjálfra hefur þar verið lögð á að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði í skólanum. 

Skoðun
Fréttamynd

Borgin sendi ömur­leg skila­boð út í sam­fé­lagið

Rithöfundurinn Sverrir Norland segir skammarlegt að starfsemi bókasafna Reykjavíkur verði ekki haldið úti í allt sumar vegna hagræðingarkröfu borgarinnar. Söfnin verða lokuð á víxl í sumar, hvert í þrjár vikur í senn, sparnaðarskyni. Sverrir telur það senda ömurleg skilaboð út í samfélagið, sér í lagi þegar íslenskt efni fyrir börn verður undir í samkeppni við efni á öðrum tungumálum.

Innlent
Fréttamynd

Rektor HR segir mikil­vægt að verja val­frelsi nem­enda

Alls útskrifuðust 692 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík í gær með alls 701 prófgráðu. Í ræðu sinni ræddi Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, meðal annars þá ákvörðun HR fyrr á árinu að afnema ekki skólagjöld, í kjölfar tilboðs frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu um fulla fjármögnun ríkisins gegn afnámi skólagjalda.

Innlent
Fréttamynd

Klára frekar barn­eignir í Noregi en að flytja aftur heim

Dóra Sóldís Ásmundardóttir og maðurinn hennar Sindri Ingólfsson búa í Osló Noregi og eiga tvö börn, Flóka og Öglu Guðrúnu, undir þriggja ára aldri. Þau hafa komið sér vel fyrir í Noregi og eiga ekki endilega von á því að koma heim strax.

Innlent
Fréttamynd

Reyk­víkingur ársins fann fyrir pressu á ár­bakkanum

Grunnskólakennari í Breiðholti, sem valinn var Reykvíkingur ársins, segist hissa yfir tilnefningunni. Það sé þó mjög ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir störf sín, og gaman að hafa veitt maríulax í Elliðaánum í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Börn for­rita til fram­tíðar

Í síbreytilegum tækniheimi nútímans hefur tæknilæsi og þekking á forritun aldrei verið jafn dýrmæt. Það er því mikilvægt að við styðjum við börnin okkar þannig að þau verði ekki aðeins neytendur tækni heldur líka skapandi notendur sem hafa gott tæknilæsi og grunnþekkingu á forritun.

Skoðun
Fréttamynd

Kennari í Breið­holti er Reyk­víkingur ársins

Marta Wieczorek, grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann, er Reykvíkingur ársins 2024. Henni er lýst sem fagmanneskju fram í fingurgóma. Hún segir útnefninguna hafa komið mjög á óvart og þakkar skilningsríkri fjölskyldu stuðninginn.

Innlent
Fréttamynd

Biðmál í borginni

Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi.

Skoðun