Kennaraverkfall

Fréttamynd

Verkfall hefst á morgun

Verkfall framhaldsskólakennara hefst í fyrramálið í ljósi þess að samningaviðræður um helgina hafa ekki skilað árangri.

Innlent
Fréttamynd

Nýta tímann í ræktinni og við bókalestur

Síðasti kennsludagur í framhaldsskólum landsins var í dag ef ekki nást samningar í kjaradeilu framhaldsskólakennara yfir helgina. Sumir nemendur hyggjast nýta verkfallið í ræktina á meðan aðrir ætla að sitja yfir námsbókunum, eins og fram kom í spjalli við nokkra menntaskólanema fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skilja og styðja baráttu framhaldsskólakennara

Menntaskólanemar sem blaðamaður hitti í dag hafa áhyggjur af verkfallinu og það virðist leggjast illa í nemendur. Flest voru þau sammála um að smá frí frá skólanum væri kærkomið, þau vonast þó til þess að verkfallið standi ekki lengi.

Innlent
Fréttamynd

Á að stytta stúdentsprófið?

Nú er slétt vika þar til verkfall framhaldsskólakennara brestur á, nema samið verði á næstu dögum, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sagt með beinum og óbeinum hætti að ef stúdentsprófið verði stytt úr fjórum árum í þrjú þá skapist svigrúm til að hækka laun kennara umfram aðrar stéttir.

Innlent
Fréttamynd

Verkfallsboðun samþykkt

Mikill meirihluti félagsmanna í báðum skólum samþykkti boðun verkfalls 17. mars næstkomandi hafi samkomulag um nýja kjarasamninga ekki tekist.

Innlent
Fréttamynd

Þegar ég fór í greiðslumat

Ég er framhaldsskólakennari. Ég hef lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í jafn mörgum löndum. Nú þegar allt bendir til þess að ég sé á leiðinni í verkfall í fyrsta skipti, er ansi líklegt að það verði líka í síðasta skipti. Ég fór nefnilega í greiðslumat.

Skoðun
Fréttamynd

80% launa dregin af kennurum

Launadeild Reykjavíkurborgar ætlar að draga allt að 80 prósent af launum þeirra starfsmanna Grunnskóla Reykjavíkur sem ekki var dregið nægilega af vegna verkfallsins í fyrra. Kennarar segja eðlilegt að þeir endurgreiði það sem þeir fengu ofgreitt, en telja að hægt hefði verið að leysa þetta mál með öðrum og mannlegri hætti.

Innlent
Fréttamynd

Styrkir vegna kennaraverkfallsins

Reykjanesbær hefur samþykkt að veita 250.000 króna styrk úr Manngildissjóði til hvers grunnskóla í bæjarfélaginu vegna áhrifa sem kennaraverkfallið í haust hafði á námsframvindu nemenda samkvæmt vef Víkurfrétta í dag. Beinist styrkurinn einkum að stuðningi í íslensku og stærðfræði fyrir nemendur í 10. bekk.

Innlent
Fréttamynd

Viðbótarkennsla vegna verkfallsins

Níundi og tíundi bekkur í grunnskólum Kópavogs fá viðbótarkennslu vegna kennaraverkfallsins í haust. Tíundi bekkur fær 60 kennslustundir og níundi bekkur tuttugu. Auk þess geta skólar í Kópavogi sótt um viðbótarkennslustundir til að koma til móts við þá nemendur sem taldir eru þurfa á sérstakri aðstoð að halda vegna verkfallsins.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar endurgreiða ofgreidd laun

Flestir grunnskólakennarar greiða sveitarfélögunum ofgreidd laun fyrir jól. Hjá öðrum eru greiðslurnar dreifðar og endurgreiddar á nýju ári, að sögn Sesselju G. Sigurðardóttur, varaformanns Félags grunnskólakennara

Innlent
Fréttamynd

Uppsagnirnar standa

Kennarar grunnskólans á Hólmavík sem sögðu upp störfum hafa ekki dregið uppsagnir sínar til baka. Þriðjungur kennara Lágafellsskóla í Mosfellsbæ hefur afturkallað uppsagnir sínar, sem og allir kennarar utan tveggja á Fáskrúðsfirði.

Innlent
Fréttamynd

Sögðu já undir þrýstingi

Grunnskólakennarar eru ekki himinhrópandi ánægðir með nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin þó þeir hafi samþykkt hann í allsherjaratkvæðagreiðslu, segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara. Trúnaðarmaður kennara segir forystu þeirra þurfa að hugsa sinn gang.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar kynna sér reglurnar

Kennarar hafa sagt upp störfum í meiri mæli en venjulega en þó hefur ekki verið um neinar fjöldauppsagnir að ræða hjá þeim.

Innlent
Fréttamynd

Ákveðið eftir helgi

Borgaryfirvöld ákveða ekki hvernig uppfylla eigi 170 daga kennslu grunnskólabarna fyrr en eftir að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu kennara liggur fyrir.

Innlent