Palestína

Fréttamynd

15. maí 2023 - 75 ár frá upp­hafi Nakba

Þann 14. maí 1948, fyrir sjötíu og fimm árum, var Ísraelsríki stofnað á fósturjörð Palestínuþjóðarinnar, hundruð þúsunda íbúa Palestínu voru hraktir frá heimilum sínum með hervaldi, eigum þeirra stolið og þorp þeirra jöfnuð við jörðu.

Skoðun
Fréttamynd

Drápu tólf í loft­á­rásum á Gaza

Að minnsta kosti tólf Palestínumenn eru látnir, þar á meðal þrír háttsettir liðsmenn í samtökunum Heilagt stríð, í árásum Ísraelshers á Gaza-ströndinni.

Erlent
Fréttamynd

Ítalskur túr­isti og breskar systur létust í hryðju­verka­á­rásum

Palestínskir árásarmenn myrtu þrjá og slösuðu að minnsta kosti sex á Vesturbakkanum í gær. Fyrr um daginn höfðu Ísraelar gert loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina. Ólga á Vesturbakkanum hefur magnast undanfarna daga á sama tíma og múslimar halda Ramadan-mánuð heilagan og gyðingar fagna páskahátíðinni. Óttast er að átökin muni stigmagnast.

Erlent
Fréttamynd

Hvað býr að baki stuðningi Vestur­landa við Ísrael?

Þrátt fyrir að Ísrael brjóti ítrekað gegn alþjóðasamningum sem vestræn ríki telja mikilvæga í samskiptum þjóða og viðhaldi mannréttinda, þá er ríkið ósnertanlegt. Ísrael hefur ástundað mannréttindabrot í áratugi - án viðurlaga.

Skoðun
Fréttamynd

Landtökumenn skutu mann og brenndu bíla og hús

Minnst einn Palestínumaður er látinn eftir að múgur ísraelskra landtökumanna brenndu fjölda húsa og bíla í þorpinu Huwara á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Minnst hundrað eru sagðir særðir en múgurinn myndaðist eftir að byssumaður skaut tvo landtökumenn til bana við nærliggjandi þjóðveg.

Erlent
Fréttamynd

Eld­flauga­regn eftir blóðuga rassíu á Vestur­bakkanum

Ísraelsher segir að herskáir Palestínumenn hafi skotið sex eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael í nótt. Svo virðist sem að eldflaugaárásirnar séu svar við blóðugri rassíu Ísraela sem urðu ellefu Palestínumönnum að bana á Vesturbakkanum í gær.

Erlent
Fréttamynd

Hand­tökur á Vestur­bakkanum enduðu með blóð­baði

Að minnsta kosti tíu Palestínumenn eru látnir og tugir eru særðir eftir að til átaka kom þegar ísraelskir hermenn gerðu rassíu í borginni Nablus á Vesturbakkanum í dag. Óttast er að átökin gætu leitt til enn frekari blóðsúthellinga.

Erlent
Fréttamynd

Mann­skæð­ast­i dag­ur Vest­ur­bakk­ans um ár­a­bil

Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil.

Erlent
Fréttamynd

Nota fjarstýrðar byssur á Vesturbakkanum

Ísraelski herinn hefur komið fjarstýrðum byssum fyrir á tveimur stöðum á Vesturbakkanum. Byssunum, sem skjóta táragasi, hvellsprengjum og gúmmíkúlum hefur verið komið fyrir á turni við flóttamannabúðir og á öðrum stað á Vesturbakkanum þar sem mótmælendur koma gjarnan saman.

Erlent
Fréttamynd

Samkynhneigður maður afhöfðaður á Vesturbakkanum

Einn er í haldi palestínsku lögreglunnar vegna morðs á 25 ára gömlum samkynhneigðum karlmanni. Lík mannsins fannst afhöfðað í Hebron á Vesturbakkanum. Samtök hinsegin fólks í Ísrael segja að honum hafi borist hótanir vegna kynhneigðar sinnar.

Erlent
Fréttamynd

Baulað á Ha­kimi í Ísrael

Achraf Hakimi, leikmaður París Saint-Germain, er greinilega ekki vinsæll í Ísrael. Ástæðan er sú að Hakimi, sem er frá Marokkó, hefur opinberlega stigið fram og stutt að Palestína verði frjálst ríki.

Fótbolti
Fréttamynd

Segjast líklegast bera ábyrgð á dauða Akleh

Ísraelski herinn segist líklegast bera ábyrgð á dauða blaðakonunnar Shireen Abu Akleh sem skotin var til bana á Vesturbakkanum í maí. Ísraelsmönnum hefur ekki tekist að rannsaka byssukúluna sem drap hana til þess að staðfesta það en Akleh var stödd á Vesturbakkanum til að flytja fréttir af átökum Ísrael og Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Glæpur gegn mannkyni

Í byrjun febrúar 2022 birtu alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty ítarlega skýrslu sem afhjúpar að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna - Apartheid.

Skoðun
Fréttamynd

Vopnahlé í kjölfar átaka á Gaza

Heröfl Ísrael og Palestínu hafa samið um vopnahlé eftir þrjá daga af átökum en að minnsta kosti 43 eru látin vegna þeirra. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf níu í kvöld á íslenskum tíma. 

Erlent
Fréttamynd

Ellefu látnir eftir árás á Gaza-svæðið

Ellefu létu lífið er ísraelski herinn skaut eldflaugum á Gaza-svæðið í gær. Herinn segir að skotmark sitt hafi verið íslamskur öfgahópur en einhverjir þeirra sem létu lífið voru óbreyttir borgarar.

Erlent