Ísrael

Fréttamynd

Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi

Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Vilja nota Xbox stýripinna í skriðdrekum

Upprunalega var skriðdrekinn framleiddur með hefðbundnum stýripinna eins og finnst í orrustuþotum en starfsmenn Israel Aerospace Industries unnu með táningum sem spila tölvuleiki að því hvernig betra væri að stýra skriðdrekanum og vopnabúnaði hans. Svarið var stýripinni Xbox.

Erlent
Fréttamynd

Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana

Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar.

Erlent
Fréttamynd

Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag

Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum.

Erlent
Fréttamynd

Innsigluðu þjóðstjórn í Ísrael

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Benny Gantz, leiðtogi sstjórnarandstöðuflokksins Blá og hvíta flokksins, skrifuðu undir stjórnarsáttmála þjóðstjórnar í dag. Með samkomulaginu er bundinn endir á árslanga stjórnarkeppu þar sem þrennar þingkosningar hafa verið haldanar.

Erlent
Fréttamynd

Netanjahú kominn í sóttkví og Hamas herðir aðgerðir á Gasa

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar í sóttkví eftir að náinn ráðgjafi hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Hamas-samtökin smíða nú fjöldamiðstöðvar fyrir sóttkví á Gasaströndinni í flýti.

Erlent
Fréttamynd

Netanyahu hótar stríði á Gaza

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hótaði í dag stríði á Gaza-ströndinni ef eldflaugaárásir á Ísrael verði ekki stöðvaðar.

Erlent