Ísrael

Fréttamynd

Ítalskur túr­isti og breskar systur létust í hryðju­verka­á­rásum

Palestínskir árásarmenn myrtu þrjá og slösuðu að minnsta kosti sex á Vesturbakkanum í gær. Fyrr um daginn höfðu Ísraelar gert loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina. Ólga á Vesturbakkanum hefur magnast undanfarna daga á sama tíma og múslimar halda Ramadan-mánuð heilagan og gyðingar fagna páskahátíðinni. Óttast er að átökin muni stigmagnast.

Erlent
Fréttamynd

Netanjahú „ekki í tengslum við raunveruleikann“

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, rak varnarmálaráðherrann Yoav Galant í dag eftir að hinn síðarnefndi kallaði eftir því að hætt verði við umdeildar breytingar á dómskerfi landsins. Staða hans er talin í hættu eftir vendingarnar.

Erlent
Fréttamynd

Átök í mót­mælum vegna um­deildra breytinga á dóm­stólum

Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu.

Erlent
Fréttamynd

Topol er látinn

Ísraelski leikarinn Chaim Topol, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Tevye í stórmyndinni Fiðlarinn á þakinu frá árinu 1971, er látinn. Hann varð 87 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Hvað býr að baki stuðningi Vestur­landa við Ísrael?

Þrátt fyrir að Ísrael brjóti ítrekað gegn alþjóðasamningum sem vestræn ríki telja mikilvæga í samskiptum þjóða og viðhaldi mannréttinda, þá er ríkið ósnertanlegt. Ísrael hefur ástundað mannréttindabrot í áratugi - án viðurlaga.

Skoðun
Fréttamynd

Landtökumenn skutu mann og brenndu bíla og hús

Minnst einn Palestínumaður er látinn eftir að múgur ísraelskra landtökumanna brenndu fjölda húsa og bíla í þorpinu Huwara á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Minnst hundrað eru sagðir særðir en múgurinn myndaðist eftir að byssumaður skaut tvo landtökumenn til bana við nærliggjandi þjóðveg.

Erlent
Fréttamynd

Eld­flauga­regn eftir blóðuga rassíu á Vestur­bakkanum

Ísraelsher segir að herskáir Palestínumenn hafi skotið sex eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael í nótt. Svo virðist sem að eldflaugaárásirnar séu svar við blóðugri rassíu Ísraela sem urðu ellefu Palestínumönnum að bana á Vesturbakkanum í gær.

Erlent
Fréttamynd

Hand­tökur á Vestur­bakkanum enduðu með blóð­baði

Að minnsta kosti tíu Palestínumenn eru látnir og tugir eru særðir eftir að til átaka kom þegar ísraelskir hermenn gerðu rassíu í borginni Nablus á Vesturbakkanum í dag. Óttast er að átökin gætu leitt til enn frekari blóðsúthellinga.

Erlent
Fréttamynd

Um­svifa- og á­hrifa­mikill undir­róðurs­hópur af­hjúpaður

Ísraelskur félagsskapur sem kallar sig „Team Jorge“ segist hafa tekið þátt í að hafa áhrif á niðurstöður yfir 30 forsetakosninga víðsvegar í heiminum. Teymið ræður yfir „her“ gervimenna og dreifir falsfréttum og fremur skemmdarverk í þágu viðskiptavina sinna.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmenn mótmæli í Ísrael: „Þau heyra og þau eru hrædd“

Tugþúsundir Ísraelsmanna mótmæltu á götum Jerúsalem í gær vegna fyrirhugaðra breytinga á réttarkerfi landsins. Breytingarnar hafa verið harðlega gagnrýndar, sérstaklega þar sem þær eru kynntar í skugga réttarhalda yfir forsætisráðherra landsins sem grunaður er um spillingu.

Erlent
Fréttamynd

Mann­skæð­ast­i dag­ur Vest­ur­bakk­ans um ár­a­bil

Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil.

Erlent
Fréttamynd

Ísrael fyrsta Asíuríkið í leiðakerfi Icelandair

Icelandair hefur í fyrsta sinn sett Asíuríki inn í áætlun sína og hyggst hefja beint flug til Ísraels næsta vor. Meginástæðan er mikill áhugi Ísraelsmanna á Íslandi en helsta forsendan er að Boeing Max-þotan hefur reynst langdrægari en reiknað var með.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nota fjarstýrðar byssur á Vesturbakkanum

Ísraelski herinn hefur komið fjarstýrðum byssum fyrir á tveimur stöðum á Vesturbakkanum. Byssunum, sem skjóta táragasi, hvellsprengjum og gúmmíkúlum hefur verið komið fyrir á turni við flóttamannabúðir og á öðrum stað á Vesturbakkanum þar sem mótmælendur koma gjarnan saman.

Erlent
Fréttamynd

Dramatísk endur­koma Netanja­hú á loka­metrunum

Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 

Erlent