Noregur

Fréttamynd

Íslendingar hugsi yfir hryðjuverkaógn

Íslendingar hafa hringt í sendiráðið í Ósló til að spyrja hvort óhætt sé að ferðast þangað. Íslenski sendiherrann hvetur fólk til þess að kynna sér upplýsingar frá norskum stjórnvöldum áður en það fer. Ekki sé ástæða til að vara við ferðum.

Innlent
Fréttamynd

Breivik tekur ekki prófin

Norski hryðjuverkaðurinn Anders Behring Breivik, sem drap 77 samlanda sína og særði 158 í einhverjum verstu hryðjuverkjum seinni tíma í Evrópu í júlí 2011, hefur sagt sig úr þremur áföngum sem hann hafði skráð sig í við Háskólann í Osló. Hann mun því ekki taka lokaprófin.

Erlent
Fréttamynd

Tvö ár frá voðaverkunum í Útey

Í dag eru tvö ár liðin frá mestu fjöldamorðum í Evrópu á friðartímum frá lokum seinni heimsstyrjaldar þegar Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Osló og Útey. Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs minntist atburðanna með því að hvetja til baráttu gegn hvers kyns öfgastefnum.

Erlent
Fréttamynd

Fylgdust með Vikernes um nokkurt skeið

Yfirvöld í Frakklandi hafa staðfest við norsku fréttastofuna NRK að þau hafi fylgst með því sem Varg Vikernes hefur aðhafst á netinu síðustu mánuði. Það eru sérstaklega tvö blogg sem hann hélt úti sem þau fylgdust með.

Innlent
Fréttamynd

Sagðist elska Anders Breivik

Norskur karlmaður, búsettur í Vejle í Danmörku, fékk í gær tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir stuðningsyfirlýsingar við fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningsmaður Breiviks dæmdur

Fjörutíu og fjögurra ára gamall maður frá Vejle í Danmörku hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa lýst yfir stuðningi við fjöldamorðingjann Anders Breivik.

Erlent
Fréttamynd

Konungur Noregs yfir­gaf höll sína þegar brunarvarnarkerfi fór í gang

Haraldur Noregskonungur og Sonja konan hans þurftu að yfirgefa konungshöllina í morgun þegar brunavarnarkerfið fór í gang. Allt starfsfólk konungshirðarinnar yfirgaf einnig höllina með konungshjónunum. Ola Krokan, varðstjóri hjá lögreglunni í Osló, segir að konungshjónin hafi þegar verið búin að yfirgefa höllina þegar slökkviliðið og lögregla komu á vettvang. Enginn eldur reyndist vera í húsinu, en kerfið fór í gang þegar vifta bilaði. Haraldur kóngur var á fundi með forseta Litháen þegar kerfið fór í gang.

Erlent
Fréttamynd

Breivik má hafa kúlupenna

Aðstaða morðingjans Anders Behring-Breivik í fangelsinu Illa hefur breyst til batnaðar, samkvæmt því sem lögmaður hans sagði í samtali við Verdens Gang.

Erlent
Fréttamynd

Norrænir lögreglumenn ræddu viðbrögð við Breivik

Fulltrúar greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sóttu á dögunum ráðstefnu í Svíþjóð um skipulagða glæpastarfsemi. Boðað var til ráðstefnunnar í framhaldi af fundi ríkislögreglustjóra Norðurlanda. Á ráðstefnunni var ákveðið að auka enn frekar samstarf landanna hvað varðar baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og mögulegum umsvifum hryðjuverkamanna.

Innlent
Fréttamynd

Breivik kvartar undan mannréttindabrotum

Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik sendi á dögunum kvörtunarbréf til fangelsismálastofnunarinnar í Noregi. Ástæðan er sú að hann telur að mannréttindi séu brotin á sér. Hann er ennþá í einangrunarvist í Ila fangelsinu og verður þar áfram. Breivik er ósáttur við einangrunina og vill til dæmis fá að senda bréf úr fangelsinu. Breivik var í sumar fundinn sekur um að hafa myrt 77 manns í Útey fyrir rúmu ári síðan.

Innlent
Fréttamynd

Breivik ætlar ekki að áfrýja

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik ætlar ekki að áfrýja dómnum sem kveðinn var upp í lok ágúst vegna hryðjuverkanna í miðborg Oslóar og Útey síðasta sumar.

Erlent