Tímamót

Fréttamynd

Edda Sif og Vil­hjálmur eignuðust dreng

Íþróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Sigurgeirsson framleiðandi eignuðust dreng á dögunum. Parið deilir gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Sturlað augna­blik þegar af­mælis­barnið endaði uppi á borði

„Þessi dagur var í alla staði fullkominn. Gullfallegt veðrið gaf tóninn fyrir því sem varð að frábærri afmælisveislu,“ segir þúsundþjalasmiðurinn, handritshöfundurinn, hugmyndasmiðurinn og fyrrverandi útvarpsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal sem fagnaði um helgina stórafmæli sínu þegar hann varð fimmtíu ára.

Lífið
Fréttamynd

Heyrði varla í bón­orðinu fyrir látum

„Ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir hin nýtrúlofaða Berglind Jónsdóttir. Berglind, sem starfar hjá breska sendiráðinu og sem danskennari, er búin að vera í sambandi með Halldóri Arnarssyni sálfræðingi í þrettán ár og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann bað hennar í Eistlandi á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Fann­ey Dóra og Aron gáfu syninum nafn

Fanney Dóra Veigarsdóttir, förðurnarfræðingur og áhrifavaldur, og unnusti hennar Aron Ólafsson rafvirkjanemi nefndu son sinn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Veigar Óli.

Lífið
Fréttamynd

Eminem verður afi

Bandaríski rapparinn Eminem er að verða afi í byrjun næsta árs. Hann tilkynnti gleðifréttirnar í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Temporary, sem hann vann með söngkonunni Skylar Grey.

Lífið
Fréttamynd

Ingunn Lára gengin út með Celebi

TikTok fréttakonan Ingunn Lára Kristjánsdóttir og tónlistarmaðurinn Hrafnkell Hugi Vernharðsson meðlimur í hljómsveitinni Celebs eru nýtt par. Þau kynntust fyrir tilvjun á Kringlukránni. Parið mætti saman á frumsýningu Svörtu sanda í Smárabíói í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Gaf lang­ömmu tattú í af­mælis­gjöf

Langamma á Akureyri segir vini sína hlæja að nýju skrauti á handlegg hennar sem þeim finnst öllum hræðilegt. Langömmubarnið kom á óvart með óvæntri afmælisgjöf sem ekki var hægt að hafna. Þær stöllur fengu sér samstæð húðflúr á upphandlegginn. 

Lífið
Fréttamynd

Gaf eigin­manninum nektar­mynd á stórafmælinu

Leikkonan Catherine Zeta-Jones fagnaði 55 ára afmæli sínu miðvikudaginn síðastliðinn. Í tilefni dagins birti hún mynd af sér kviknakinni á Instagram-síðu sinni. Við færsluna sagði hún myndina einnig vera einskonar afmælisgjöf til eiginmanns síns, Michael Douglas leikstjóra, sem varð áttræður sama dag.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Töru Sif meinað að fara í bað

Skemmtanalífið var upp á sitt allra besta um helgina með fjöldanum öllum af árshátíðum og öðrum líflegum viðburðum. Stjörnur landsins skinu skært hvort sem það var í brúðkaupum eða hlaupagallanum í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk.

Lífið
Fréttamynd

Eignaðist al­vöru pungsa með al­vöru pungsa

Katla Hreiðarsdóttir, eigandi hönnunarverslunarinnar Systur og makar, og eiginamður hennar Haukur Unnar Þorkelsson, eignuðust dreng fyrr í dag. Um er að ræða þeirra þriðja barn saman. Fyrir á Haukur tvö börn.

Lífið
Fréttamynd

„Fimm ár af alls­konar og hamingjan er enn hér“

Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytis, og Karl Sig­urðsson hljóm­sveit­armeðlim­ur í Baggal­úti, fögnuðu fimm ára trébrúðkaupi í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Fagnaði 35 árum í sólinni

Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir fagnaði 35 ára afmæli sínu með fjölskyldunni í blíðviðrinu á Spáni í gær. Hún kveðst vera mikið afmælisbarn.

Lífið
Fréttamynd

Gáfu dótturinni þrjú nöfn

Listaparið Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, gáfu dóttur sinni nafn við hátíðlega athöfn um helgina. Parið greindi frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Rat­leikur sem endaði með ó­væntu brúð­kaupi

Árni Oddur Þórðarson fyrrverandi forstjóri Marel og Kristrún Auður Viðarsdóttir fjárfestir giftu sig óvænt í Dómkirkjunni í gær. Árni Oddur og Kristrún hafa verið saman í um tvö ár. Hjónin höfðu ekki boðið til brúðkaups heldur var veislan óvænt. Greint var fyrst frá brúðkaupinu á vef mbl.is í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Reif sig upp frá Mogganum eftir fjöru­tíu ár

Einar Falur Ingólfsson er listamaður. Hann tók stökkið eftir að hafa fjallað um list í 40 ár. En hann hafði verið að fikta við listsköpun lengi samhliða vinnu. Einar Falur er lærður ljósmyndari og kennir ljósmyndun, er bókmenntafræðingur en starfaði lengstum innan vébanda Morgunblaðsins.

Lífið
Fréttamynd

Egill og Íris Freyja nefna dótturina

Íris Freyja Salguero fyrirsæta og Egill Halldórsson, eigandi Górilla vöruhúss og Wake up Reykjavík, opinberuðu nafn dóttur þeirra í færslu á Instagram í gær. Stúlkan fékk nafnið Maya sól. 

Lífið