Tímamót

Fréttamynd

Kláraði stúdentinn á tveimur árum í fjarnámi

Hin átján ára gamla Birta Breiðdal getur farið brosandi inn í jólahátíðina. Hún skráði sig í sögubækurnar á föstudaginn þegar hún lauk stúdentsprófi við Fjölbrautarskólann í Ármúla. Hún er fyrsti nemandinn sem útskrifast við skólann sen stundaði námið alfarið í fjarnámi. Lauk hún auk þess stúdentsprófi á aðeins tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Svala og Kristján trúlofuð

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu.

Lífið
Fréttamynd

Dóttir Stefaníu komin í heiminn

Annað barn söngkonunnar Stefaníu Svavarsdóttur er komið í heiminn. Stefanía birti myndskeið af sér og nýfæddri dóttur sinni á Instagram í gær. Fyrir á Stefanía tveggja ára gamlan son.

Lífið
Fréttamynd

Gylfi og Alexandra eiga von á barni

Gylfi Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Everton, og eiginkona hans Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Þetta tilkynntu þau bæði á Instagram-reikningum sínum í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Fjöru­tíu ár liðin frá and­láti Johns Lennon

Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því John Lennon var myrtur fyrir utan heimili sitt í New York í Bandaríkjunum. Hann hefur því verið látinn jafn lengi og hann lifði en hann varð fertugur hinn 9. október 1980.

Erlent
Fréttamynd

Edda Hermanns og Rikki Daða eiga von á barni

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, fjárfestir of fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, eiga von á sínu fjórða barni. Edda greindi frá þessu í færslu á Instagram-reikningi sínum.

Lífið
Fréttamynd

Bein útsending: Hundrað ára afmæli Stúdentaráðs HÍ

Stúdentaráð Háskóla Íslands býður til hátíðarhalda í tilefni af aldarafmæli ráðsins í dag. Afmælishátíðin fer fram í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands en vegna samfélagsástandsins verður beint streymi þaðan klukkan 18 fyrir gesti heima í stofu.

Lífið
Fréttamynd

Unnur og Skafti eignuðust stúlku

Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason tónlistarfólk í Hveragerði hafa eignast litla stúlku. Fæddist hún með keisaraskurði, en Unnur Birna er í hópi þeirra 14 prósent kvenna í heiminum sem haldnar eru miklum fæðingarótta. Hún sagði sína sögu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin þriggja ára og ráð­herrann þrí­tugur

Þrjú ár eru í dag liðin frá því að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum í landinu. Afmælisdagurinn ber upp á sama degi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra heldur upp á þrítugsafmæli sitt.

Innlent
Fréttamynd

Sóli Hólm og Viktoría eiga von á fimmta barninu

Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm eiga von á sínu fimmta barni í vor. Viktoría er gengin 14 vikur á leið svo barnið er væntanlegt í heiminn í vor. „Þetta var kannski ekki alveg á áætlun en við erum mjög glöð.“

Lífið
Fréttamynd

Getur loksins keyrt hringveginn nú þegar Gamla bakaríinu hefur verið lokað

Dyrum Gamla Bakarísins á Ísafirði var lokað í dag í síðasta skiptið. Árni Aðalbjörnsson bakari hefur staðið vaktina í Gamla bakaríinu í hálfa öld. Það hefur kallað á mikla viðveru sem hefur þýtt að Árni ratar ekki í Reykjavík því hann hefur bara komið þangað tíu sinnum á ævinni og hefur aldrei keyrt hringveginn. Til stendur að breyta því nú þegar hann leggur svuntuna á hilluna.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur hættir í pólitík

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Dásamlegt samfélag sem hefur aldrei náð sér eftir áfallið

Í dag er aldarfjórðungur frá því mannskætt snjóflóð féll á Flateyri. Hugur manns sem bjargaðist úr flóðinu er hjá þeim tuttugu sem létust og aðstandendum þeirra. Það er hans mat að samfélagið hafi aldrei náð sér eftir hörmungarnar, innviðir þess hafi hrunið.

Innlent