Björgunarsveitir

Fréttamynd

Perla fyrir Seyðfirðinga og gefa peninginn til Ísólfs

Þrjár vinkonur í Hveragerði, tvær sjö ár og ein fimm ára hafa setið við alla síðustu daga og perlað fyrir Seyðfirðinga en jólamyndirnar hafa þær selt og rennur allur ágóðinn til Björgunarsveitarinnar Ísólfs. Nú þegar hafa þær safnað hundrað og þrjátíu þúsund krónum.

Innlent
Fréttamynd

Sigldu í jóla­tré og sendu Gæslunni kveðju

Þegar varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skoðuðu feril björgunarskipsins Gísla Jóns frá Ísafirði blasti við þeim heldur jólaleg sjón. Ferillinn myndaði jólatré úti á Ísafjarðardjúpi, enda stutt í hátíðirnar.

Lífið
Fréttamynd

Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði

Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunar­sveitar­bíl

„Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“

Innlent
Fréttamynd

Spor­hundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Ís­lands

Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Göngumaður fluttur af Esjunni á slysadeild

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur flutt göngumann, sem rann og slasaðist á Esjunni fyrir um klukkutíma síðan, á slysadeild. Þetta staðfestir varðstjóri slökkviliðs og upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Lést af slysförum í Árnessýslu

Maður sem féll ofan í vök í Árnessýslu á sjöunda tímanum var úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Fór niður um vök í grennd við Selfoss

Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna slyss sem varð fyrir utan Selfoss. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu féll manneskja niður um vök.

Innlent
Fréttamynd

Komu manni til hjálpar sem villtist á Bláfjallasvæðinu

Fyrir nokkrum mínútum síðan, laust eftir klukkan fjögur í dag, voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna manns sem er týndur á Bláfjallasvæðinu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Björguðu veiðimanni úr sjálfheldu

Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan 14 í dag þegar beiðni barst frá veiðimanni sem var í sjálfheldu. Maðurinn var staðsettur við Skaftá nærri Kistufelli á Suðurlandi, en hann hafði verið á veiðum ásamt öðrum manni.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn er fundinn

Rétt fyrir klukkan fimm í dag voru björgunarsveitir kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu vegna göngumanns sem er villtur nálægt Móskarðshnjúkum. Maðurinn náði sjálfur að tilkynna að hann hefði villst af leið.

Innlent
Fréttamynd

Hjálparsveitarstarfið órjúfanlegur hluti af sjálfinu

„Það mætti segja að öll mín fullorðinsár hafi á einn eða annan hátt snúist um leit og björgun,“ segir Sigurður Ólafur Sigurðsson ljósmyndari. Hann segir óþægilegast að mynda björgunarstörf á vettvangi þegar einhver hefur slasast eða látist.

Lífið
Fréttamynd

„Tiltölulega sprækur“ þegar smalar fundu manninn

Karlmaður sem leitað var að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi fannst um ellefuleytið í morgun heill á húfi. Maðurinn hafðist við í neyðarskýli í nótt en smalar fundu hann eftir að birta tók og komu honum í hendur björgunarsveitarmanna. Maðurinn og björgunarsveitin eru rétt ókomin til Hafnar í Hornafirði.

Innlent