Björgunarsveitir

Fréttamynd

Komu manni til hjálpar sem villtist á Bláfjallasvæðinu

Fyrir nokkrum mínútum síðan, laust eftir klukkan fjögur í dag, voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna manns sem er týndur á Bláfjallasvæðinu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Björguðu veiðimanni úr sjálfheldu

Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan 14 í dag þegar beiðni barst frá veiðimanni sem var í sjálfheldu. Maðurinn var staðsettur við Skaftá nærri Kistufelli á Suðurlandi, en hann hafði verið á veiðum ásamt öðrum manni.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn er fundinn

Rétt fyrir klukkan fimm í dag voru björgunarsveitir kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu vegna göngumanns sem er villtur nálægt Móskarðshnjúkum. Maðurinn náði sjálfur að tilkynna að hann hefði villst af leið.

Innlent
Fréttamynd

Hjálparsveitarstarfið órjúfanlegur hluti af sjálfinu

„Það mætti segja að öll mín fullorðinsár hafi á einn eða annan hátt snúist um leit og björgun,“ segir Sigurður Ólafur Sigurðsson ljósmyndari. Hann segir óþægilegast að mynda björgunarstörf á vettvangi þegar einhver hefur slasast eða látist.

Lífið
Fréttamynd

„Tiltölulega sprækur“ þegar smalar fundu manninn

Karlmaður sem leitað var að í Stafafellsfjöllum frá því í gærkvöldi fannst um ellefuleytið í morgun heill á húfi. Maðurinn hafðist við í neyðarskýli í nótt en smalar fundu hann eftir að birta tók og komu honum í hendur björgunarsveitarmanna. Maðurinn og björgunarsveitin eru rétt ókomin til Hafnar í Hornafirði.

Innlent
Fréttamynd

Aðstoðuðu konu sem villtist við Helgafell

Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu konu sem villtist af leið eftir að hún gekk á Helgafell í Hafnarfirði í kvöld. Konan var þokkalega haldin þegar hún fannst og er hún nú á leið til byggða.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist á Snæfelli

Kalla þurfti til þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að sækja göngumann sem slasaðist á göngu á Snæfelli á Austurlandi í dag.

Innlent