Geimurinn

Fréttamynd

Auðjöfrar fjölmenna í geimnum

Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vilja skjóta 23 eldflaugum á smástirni

Kínverskir vísindamenn vilja senda 23 Long March 5 eldflaugar, þær öflugustu sem framleiddar eru í Kína, til að kanna hvort hægt sé að nota þær til að breyta stefnu smástirna. Markmið vísindamannanna er að komast að því hvort hægt væri að bjarga jörðinni með þessum hætti, ef smástirni stefndi á plánetuna okkar.

Erlent
Fréttamynd

Loft­steinn mældist á jarð­skjálfta­mælum

Jarðskjálftamælingar Veðurstofu Íslands á Suðvesturlandi sýna mjög stuttan en afar greinilega púls milli klukkan 22:44 og 22:48 í gærkvöldi. Hann entist í innan við tvær sekúndur og líklegt er talið að loftsteinn hafi valdið honum.

Innlent
Fréttamynd

Ráðgátan um metan á Mars enn óleyst

Vísindamenn Geimvísindastofnana Bandaríkjanna og Evrópu (NASA og ESA) telja sig nærri því að leysa ráðgátuna um metan á Mars, þó stórum spurningum sé enn ósvarað. Allt frá því gasið greindist fyrst á plánetunni rauðu hafa vísindamenn leitað að uppruna þess, sem gæti mögulega verið lífverur eða hitavirkni neðanjarðar.

Erlent
Fréttamynd

Rykský skyggði á reginrisann Betelgás

Stjörnufræðingar telja sig nú hafa leyst ráðgátuna um hvers vegna risastjarnan Betelgás dofnaði svo á næturhimninum að það var greinanlegt með berum augum. Rykský sem stjarnan sjálf spýtti frá sér skyggði á hana frá jörðinni séð.

Erlent
Fréttamynd

Bestu myndir af Ganýmedes í áratugi

Myndir sem bandaríska geimfarið Juno tók af Ganýmedes, stærsta tungli Júpíters, og bárust til jarðar í vikunni eru þær skýrustu í áratugi. Geimfarið flaug þá nær tunglinu en nokkuð annað geimfar hefur gert frá því á síðustu öld.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum. Með því vilja vísindamenn öðlast þekkingu um það hvernig reikistjarnan varð að þeim bakaraofni sem hún er, ef svo má að orði komast, þrátt fyrir að hún líkist á margan hátt jörðinni og var mögulega fyrsta lífvænlega reikistjarna sólkerfisins.

Erlent
Fréttamynd

Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum

Nýmóðins og óhefðbundið geimkapphlaup virðist vera hafið milli Rússlands og Bandaríkjanna. Á árum áður kepptu Rússar og Bandaríkjamenn um það að verða fyrstir til að senda gervihnött á braut um jörðu, menn á braut um jörðu og jafnvel menn til tunglsins. Að þessu sinni er hins vegar keppt um að taka upp kvikmynd í geimnum.

Erlent
Fréttamynd

Geimstöðin varð fyrir geimrusli

Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans.

Erlent
Fréttamynd

ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið

Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið.

Erlent
Fréttamynd

Fundu málmgufur utan um halastjörnur

Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar lentu vélmenni á Mars

Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn

Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður.

Erlent
Fréttamynd

Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt

Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar.

Erlent
Fréttamynd

Telja að kínverska eldflaugin hafi brunnið upp að mestu

Geimvísindastofnun Kína fullyrðir að stærsta eldflaug hennar hafi komið inn í lofthjúp jarðar yfir Maldíveyjum í Indlandshafi og brunnið upp að mestu leyti í nótt. Sérfræðingar hafa sakað Kínverja um glannaskap með eldflaugina.

Erlent
Fréttamynd

SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX skutu í kvöld enn einni frumgerð geimfarsins Starship á loft frá Texas. Þá tókst þeim að lenda þessari stærðarinnar frumgerð í heilu lagi. Fyrirtækið gerði nýverið samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna um að flytja geimfara til tunglsins með Starship.

Erlent
Fréttamynd

Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn

Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið.

Erlent
Fréttamynd

Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins

Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn.

Erlent