Rússland

Fréttamynd

Vestur­lönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á sak­lausa borgara“

Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 

Erlent
Fréttamynd

Sama til­finning og þegar inn­rásin hófst

Úkraínumenn og hópur Rússa á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Blásið var til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu mótmælendur yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst.

Innlent
Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið fram­lengir vernd yfir Úkraínu­mönnum á flótta

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen lýsti fyrr í dag yfir andúð sinni vegna sprenginga Rússa í Úkraínu í morgun. Framkvæmdastjórnin hefur nú búið til gagnagrunn sem gerir þeim sem eru á flótta vegna stríðsins aukinn möguleika á því að finna sér vinnu. Einnig verði vernd yfir Úkraínumönnum á flótta endurnýjuð til ársins 2024.

Erlent
Fréttamynd

Pútín og Selenskí saka hvor annan um hryðjuverk á víxl

Sprengingar skóku Kænugarð og fleiri borgir í Úkraínu í morgun þar sem Rússar svöruðu fyrir árásina á Kerch brúna um helgina. Vólódimír Selenskí og Vladimír Putín saka hvor annan um hryðjuverk á víxl en Evrópusambandið hefur fordæmt árásirnar og leiðtogar G7 ríkjanna funda með Selenskí á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Á­rásir á ó­breytta borgara skelfi­legar

Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 

Erlent
Fréttamynd

Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár

Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár.

Innherji
Fréttamynd

Senda kafara til að kanna skemmdir á Kerch brúnni

Rússar hyggjast senda kafara til að kanna skemmdir á Kerch brúnni í dag. Brúin varð fyrir kraftmikilli sprengingu í gærmorgun og hluti hennar féll í sundið. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga en hún tengir skagann viðmeginland Rússlands og er mikilvæg birgðaflutningaleið fyrir Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Óskaði Pútín til hamingju með af­mælið eftir sprenginguna

Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú

Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. 

Erlent
Fréttamynd

Sjálfsvígsheimsvaldastefna Kremlar

Eins fráleit og hún var, þá var ekkert sem kom á óvart í ræðunni sem Pútín hélt í tilefni innlimunar úkraínsku landsvæðanna. Á undanförnum vikum hefur Rússland orðið fyrir hverju öðru, hernaðarlegu áfallinu í norðaustur Úkraínu. Að sýna veikleika er óhugsandi í huga Pútín og þar af leiðandi bætir hann upp dapurt gengi á vígvellinum með sífellt meira ógnandi málflutningi.

Umræðan
Fréttamynd

Einangraður einræðisherra sjötugur í dag

Lík fimm hundruð þrjátíu og fjögurra, þar af nítján barna, hafa fundist í fjöldagröf á nýfrelsuðum svæðum í Kharkiv héraði í Úkraínu. Einnig hafa fundist rúmlega tuttugu staðir þar sem greinilegt er að rússneska hernámsliðið hafði stundað pyndingar á fólki. Leiðtogar Evrópusambandsins ræddu orkukreppu Evrópu vegna stríðsins í dag.

Erlent
Fréttamynd

Lausir úr skotgröfunum og vilja ekki leyfa Rússum að ná áttum

Eftir að hafa að mestu setið fastir í skotgröfum um mánaða skeið meðan Rússar létu sprengjum rigna yfir þá, keppast úkraínskir hermenn nú við að gera gagnárásir á Rússa. Þeim hefur nokkrum sinnum tekist að stökkva Rússum á flótta sem á undanhaldinu hafa skilið eftir sig mikið magn þungavopna og annarra hergagna sem Úkraínumenn hafa notað í átökunum.

Erlent
Fréttamynd

Evrópuleiðtogar reyna að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi

Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú á 70 ára afmælisdegi Rússlandsforseta að ná samkomulagi um hámarksverð á gasi til heimila og fyrirtækja. Úkraínskar hersveitir halda áfram að endurheimta landsvæði í gagnsókn sinni gegn Rússum og Úkraínuforseti heitir því að endurheimta öll hertekin svæði, þeirra á meðal Krímskaga.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur

Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum.

Erlent
Fréttamynd

Sigldu frá Síberíu til Alaska til að flýja herkvaðninguna

Tveir rússneskir karlmenn óskuðu eftir hæli í Bandaríkjununum eftir að þeir sigldu yfir Beringshaf og tóku land á afskektri eyju undan ströndum Alaska. Þeir segjast hafa flúið herkvaðningu rússneskra stjórnvalda vegna innrásinnar í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Inn­limun, bak­slag og yfir­taka

Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gær undir síðustu skjölin sem fela í sér að Rússar innlimi fjögur héruð í Úkraínu, á sama tíma og rússneskar hersveitir hafa orðið fyrir bakslagi og áfram þurft að hörfa bæði í norðausturhluta og suðurhluta Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Telja Úkraínu­menn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns

Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins.

Erlent
Fréttamynd

Rússar sagðir standa frammi fyrir tveimur slæmum kostum

Einn af leppstjórum Rússlands á hernumdum svæðum í Kherson-héraði í Úkraínu viðurkenndi í morgun að hersveitir Rússa í héraðinu hefðu hörfað undan sókn Úkraínumanna. Ráðamenn í Rússlandi standa frammi fyrir tveimur slæmum valmöguleikum varðandi herkvaðningu.

Erlent
Fréttamynd

Segjast hafa fundið pyntinga­­klefa Rússa

Lögreglan í Úkraínu segist hafa fundið pyntingaklefa í þorpinu Pisky-Radkivski í Kharkív-héraði. Þar að auki hafi fundist kassi með gulltönnum sem taldar eru hafa verið dregnar úr fórnarlömbum.

Erlent
Fréttamynd

Úkraínuforseti segir æ fleiri Rússa leggja á flótta

Úkraínuforseti segir að hersveitir hans sæki fram í suðri og austri og frelsi æ stærri svæði undan Rússum. Á sama tíma leggi fleiri rússneskir hermenn á flótta. Forseti Frakklands vill mynda pólitískt bandalag lýðræðisríkja í Evrópu og segir að það geti tekið Úkraínu nokkur ár eða áratugi að gerast meðlimir að Evrópusambandinu.

Erlent