Myndlist

Fréttamynd

Ekkja og dóttir Sigurjóns taka við safninu á ný

Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, fagnar því að náðst hafi samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns í Laugarnesi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gengið frá samningi við rekstrarfélag í eigu Birgittu og Hlífar dóttur Sigurjóns.

Innlent
Fréttamynd

Jón Laxdal er látinn

Jón Laxdal Halldórsson myndlistarmaður er látin 71 árs að aldri. Akureyri.net greinir frá andláti Jóns sem fæddist á Akureyri en lést á heimili sínu í Hörgársveit föstudaginn 12. nóvember.

Menning
Fréttamynd

Opnaði sýningu með sínum dimmustu hugsunum

„Textana skrifaði ég á mínum dimmustu stundum í baráttu við þunglyndi og í allskonar flækjum með andlegu heilsuna mína,“ segir Hafnfirðingurinn og leikarinn Tryggvi Rafnsson um sýninguna sína Ég, í Litla Gallerý á Strandgötu í Hafnarfirði.

Lífið
Fréttamynd

List án landamæra opnuð í Ráðhúsinu

List án landamæra var opnuð við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Athöfnin var bæði fjölmenn sem góðmenn og var eftirvæntingin áþreifanleg eftir að fá loksins að upplifa og njóta bæði listarinnar og samverunnar, samkvæmt tilkynningu sem send var á fjölmiðla.

Lífið
Fréttamynd

Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir

Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins.

Innlent
Fréttamynd

Verk sem voru falin í geymslum á uppboð

Nokkur hundruð listaverk eftir marga virtustu listamenn þjóðarinnar fundust óvænt í geymslum Hótels Sögu fyrr á árinu. Bændasamtökin ákváðu að bjóða verkin upp því þau gagnist engum falin inn í geymslum.

Innlent
Fréttamynd

Vínar­borg byrjar á On­lyFans

Ferðamálastofa Vínarborgar í Austurríki hefur opnað OnlyFans-aðgang í þeim tilgangi að birta listaverk sem talin eru of kynferðisleg fyrir aðra samfélagsmiðla.

Menning
Fréttamynd

Fé­lag má­landi kvenna heldur sína fyrstu sýningu

Í dag hefst listasýning sextán kvenna í Listasal Mosfellsbæjar sem gengur undir heitinu Endurheimt(a)/Reclaim(ing). Þetta er fyrsta sýning listahópsins Félag málandi kvenna sem er óformlegt stuðningsnet við kvenkyns málara.

Menning
Fréttamynd

Um­deildi lista­maðurinn Lars Vilks lést í bíl­slysi

Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni.

Erlent
Fréttamynd

Stærsta gjöf sem Reykja­víkur­borg hefur þegið

Dóttir listakonunnar Nínu Tryggvadóttur hefur ánafnað Reykjavíkurborg á annað þúsund listaverk eftir móður sína og allar eigur sínar eftir hennar dag. Verkin verða sett upp í fyrsta listasafni Reykjavíkur sem kennt verður við íslenska listakonu.

Innlent
Fréttamynd

Konur fljótari að taka við sér

Apollo Art er sölusvæði á netinu fyrir listaverk sem hefur nú verið starfrækt í eitt ár. Móttökurnar hafa gengið vonum framar samkvæmt Ellerti Lárussyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Lífið
Fréttamynd

Gefur Reykvíkingum meira en þúsund listaverk eftir móður sína

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur listakonu, undirrituðu í dag samning um stofnun Listasafns Nínu Tryggvadóttur. Safnið verður fyrsta myndlistasafn Reykjavíkurborgar sem kennt verður við og tileinkað íslenskri listakonu.

Innlent
Fréttamynd

Skrautlegar ruslatunnur í Vestmannaeyjum

Vestmanneyingar dóu ekki ráðalausir í byrjun sumars þegar þeir fóru að skoða ruslaföturnar í bænum og fannst eitthvað vanta upp útlit þeirra á ljósastaurunum. Þeir brugðu því á það ráð að myndskreyta allar ruslatunnur bæjarins í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Katrín á Selfossi vissi ekki að hún væri listamaður

Það kom Katrínu Þorsteinsdóttur á Selfossi í opna skjöldu fyrir ári síðan þegar hún uppgötvaði að hún gæti málað málverk eins og alvöru listamaður. Hún segist losa alla streitu úr líkamanum þegar hún gleymir sér með málningarpenslana.

Innlent
Fréttamynd

„Reynið að fá ykkur almennilega vinnu“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og rithöfundur, var fundarstjóri á málþingi Bandalags íslenskra listamanna um helgina. Og hún hundskammar nú ráðamenn fyrir að hafa skrópað.

Innlent
Fréttamynd

87 ára og hefur haldið 55 myndlistarsýningar

Þrátt fyrir að Jón Ingi Sigurmundsson á Selfossi sé að nálgast nírætt þá er hann enn í fullu fjöri við að mála myndir en hann var að opna sína fimmtugustu og fimmtu málverkasýningu. Jón segist ekkert verið orðinn skjálfhentur.

Innlent
Fréttamynd

Gerir upp gamlar tilfinningar á nýrri sýningu

Listakonan Rakel Tomas opnar sýninguna Hvar ertu? næsta föstudag á vinnustofu sinni og sýningarrými á Grettisgötu 3. Til sýnis verða um tuttugu ný verk sem Rakel segir hafa farið í allt aðra átt en hún átti von á við upphaf ferlisins.

Lífið
Fréttamynd

Sigurður Guðmundsson gefur listaverk að verðmæti 125 milljóna króna

Ars longa, nýstofnuðu alþjóðlegu samtímalistasafni staðsettu á Djúpavogi, hefur borist listaverkagjöf tuttugu og sjö listaverka eftir myndlistarmanninn Sigurð Guðmundsson. Öll verkin má finna á sýningu Sigurðar, Alheimurinn er ljóð, sem opnuð var í Bræðslunni á Djúpavogi 10. júlí og stendur til 15. ágúst næstkomandi. Sýningin er sú síðasta sem haldin er í Bræðslunni eftir átta ára samfellt sýningarhald.

Menning
Fréttamynd

Lit­ríkar rusla­fötur vekja lukku í Vest­manna­eyjum

Listaverk sem máluð hafa verið á ruslafötur víðs vegar í Vestmannaeyjum hafa vakið mikla lukku. Bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar segir listaverkin hafa orðið til þess að fólk sé nú duglegra að henda rusli í ruslafötur en áður.

Lífið