Bretland

Fréttamynd

Breskir ráðherrar hafna ásökunum í Rússaskýrslu

Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær.

Erlent
Fréttamynd

Bóluefni Oxford-háskóla sagt gefa góða raun

Tilraunir á mönnum benda til þess að nýtt bóluefni sem Oxford-háskóli hefur unnið að gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar sé öruggt og þjálfi ónæmiskerfi til þess að berjast gegn veirunni. Frekari tilraunir standa fyrir dyrum og of snemmt er sagt að meta virkni bóluefnisins.

Erlent
Fréttamynd

Konunglegt brúðkaup fór fram í kyrrþey

Beatrice prinsessa hefur gengið að eiga ítalskan unnusta sinn Edoardo Mapelli Mozzi. Ólíkt öðrum konunglegum brúðkaupum Bretlands voru hátíðarhöld hófleg og var dagsetning brúðkaupsins ekki tilkynnt.

Erlent
Fréttamynd

Auknar valdheimildir gegn veirunni

Bæjar- og héraðsstjórnir á Bretlandi fá stórauknar heimildir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar frá og með næstu mánaðamótum.

Erlent
Fréttamynd

Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands

Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega

Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bretar banna vörur Huawei frá áramótum

Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aftur þykir Boris ruglingslegur

Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands.

Erlent
Fréttamynd

„Ölvaðir fylgja ekki fjarlægðarreglum“

„Ölvaðir einstaklingar geta ekki haldið fjarlægðarreglum,“ segir formaður stéttarfélags bresku lögreglunnar eftir að knæpur landsins voru opnaðar að nýju eftir langa lokun vegna heimsfaraldursins.

Erlent