Uppreisn öfgamiðjumanna Guðmundur Auðunsson skrifar 30. október 2020 15:31 Í gær, þann 29. október, bárust þær fréttir frá Bretlandi að Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins árin 2015-2020 hefði verið vikið tímabundið úr flokknum (e. suspension). Ástæðan sem gefin var voru viðbrögð hans vegna útgáfu skýrslu um viðbrögð flokksins gegn ásökunum um gyðingafordóma og gyðingahatur innan flokksins. Það eru auðvitað stórar fréttir þegar fyrrverandi leiðtoga stórs stjórnmálaflokks er vikið úr flokknum og sérstaklega þegar brottvísunin tengist ásökunum um gyðingahatur. En til þess að skilja þetta er rétt að setja þetta í samhengi. Jeremy Corbyn var kjörinn formaður Verkamannaflokksins með yfirburðum árið 2015. Þetta kom mjög á óvart þar sem Corbyn var í raun persónugervingur „villta vinstrisins“ í flokknum og enginn trúði því að hann nyti slíkra vinsælda meðal flokksmanna. Flokkseigendafélagið gapti af undrun og nær allir þingmenn flokksins voru þegar frá upphafi harðir gegn nýja formanninum. Þegar árið 2016 var gerð tilraun til þess að setja Corbyn af með því að samþykkja vantraust á formanninn en sú valdaránstilraun endaði með því að Corbyn vann enn meiri sigur í formannskosningunum sem fóru fram í kjölfarið. Andstæðingar leiðtogans innan og utan flokksins héldu þó áfram að reyna að grafa undan leiðtoganum. Nær allir fjölmiðlarnir, hvort sem þeir töldust til vinstri eða hægri, hófu gífurlega rógsherferð gegn Corbyn og stuðningsmönnum hans innan flokksins. En þetta virtist hafa takmörkuð áhrif, því fólk, sérstaklega ungt fólk, flykktist að leiðtoganum og trúði því að hann væri boðberi nýrra tíma, sósíalisma 21. aldarinnar. Sigur Corbyn var í raun hluti af vitundarvakningu og uppreisn gegn átrúnaðinum á nýfrjálshyggjuna sem hafði heltekið stjórnmál heimsins, hvort sem var innan hins svokallaða vinstris eða hægrisins. Þessi uppreisn var leidd af ungu fólki sem sá fram á að verða fyrsta kynslóðin í langan tíma sem myndi hafa það verra en kynslóð foreldra sinna. Tímabil nýfrjálshyggjunnar hafði leitt til gífurlegs misskiptingar auðs sem gekk gersamlega gegn réttlætishugmyndum stórs hluta almennings. Þetta speglaðist m.a. í því að nýir og róttækir verkalýðsforingjar náðu völdum í verkalýðsfélögum í Bretlandi og sóttu Corbyn og félagar hans stuðning meðal þessara nýju leiðtoga. Þessi uppvakning er að byrja á Íslandi með kjöri róttækra verkalýðsforingja í valdastöður innan hreyfingarinnar og með stofnun Sósíalistaflokksins. Þegar boðað var til skyndikosninga í Bretlandi árið 2017 bjuggust margir við að fylgi Verkamannaflokksins myndi hrynja og Corbyn verða flæmdur úr stöðu sinni. En það gekk ekki eftir, Verkamannaflokkurinn bætti fylgi sitt til muna í kosningum sem sáu mun hærri þátttöku en hafði sést á öldinni. Flokkurinn fékk yfir 40% atkvæða, og fékk í raun mun fleiri atkvæði en Verkamannaflokkurinn hafði fengið á allri öldinni. Það nægði þó ekki til þar sem Íhaldsmenn fengu enn meira fylgi og náðu að halda áfram að stjórna með hjálp smáflokka. Verkamannaflokkurinn vantaði aðeins herslumuninn til að vinna þessar kosningar. Corbyn hafði styrkt stöðu sína sem leiðtogi þrátt fyrir að miðjumenn í flokknum hefðu í raun reynt að grafa undan flokknum í kosningunum. En andstæðingar Corbyn innan flokks og utan juku nú enn á herferðina gegn sósíalistum í Verkamannaflokknum og fengu nú í lið með sér hóp harðra stuðningsmanna Ísraelsstjórnar, sem var illa við stuðning Corbyn og samherja hans við réttlætisbaráttu Palestínumanna. Andstæðingar Corbyn fóru að saka leiðtoga Verkamannaflokksins um að líða gyðingahatur innan flokksins. Mörgum þótti þetta furðulegt þar sem Jeremy Corbyn hefur alla sína tíð verið gallharður baráttumaður gegn rasisma af öllu tagi, þ.á.m. gyðingahatri. Vissulega voru gyðingafordómar og gyðingahatur innan Verkamannaflokksins, en allar skoðanakannanir höfðu sýnt að félagar í flokknum voru þeir Bretar sem sýndu hvað minnsta gyðingafordóma. Corbyn brást klaufalega við þessum ásökunum og það hjálpaði ekki að öfgafull miðjuöfl innan flokksins reyndu allt sem þau gátu til þess að nota þetta til að grafa undan forystunni. Undir þessum skugga og skugga Brexit fóru síðan fram kosningar í Bretlandi í desember 2020 og þar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur, sem leiddi til þess að Corbyn sagði af sér sem leiðtogi og leiðtogakjör fór fram í flokknum. Keir Starmer var kosinn formaður, en hann lofaði að fylgja flestum stefnumálum Corbyn og félaga hans, auk þess sem hann kynnti sig sem sameiningarframbjóðandann sem myndi ná til allra flokksmanna. En öfgamiðjumennirnir voru ekki hættir. Hefndarþorsti þeirra var óseðjandi. Fljótlega eftir kjör Starmers var sósíalistum frystir úr lykilstöðum innan flokksins og nú telja þeir vera að ná stærsta markmiðinu. Að losa sig við Corbyn úr flokknum. En margt bendir til þess að uppreisn öfgamiðjumannanna hafi gengið of langt. Viðbrögðin við brottrekstri Corbyn úr flokknum hafa verið sterk, m.a. frá verkalýðsfélögum sem halda flokknum uppi fjárhagslega. Má því vera að öfgamiðjumennirnir hafi skotið sig í fótinn, þar sem margir flokksfélagar sem eru á milli þeirra og sósíalistanna hafa áttað sig á því að flokkurinn mun aldrei komast til valda nema sameinaður. Unga fólkið sem kaus flokkinn yfirgnæfandi í kosningunum 2017 og 2020 er ólíklegt til að styðja flokk sem rekur átrúnaðargoð sitt úr flokknum. Höfundur er félagi í breska Verkamannaflokknum og Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær, þann 29. október, bárust þær fréttir frá Bretlandi að Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins árin 2015-2020 hefði verið vikið tímabundið úr flokknum (e. suspension). Ástæðan sem gefin var voru viðbrögð hans vegna útgáfu skýrslu um viðbrögð flokksins gegn ásökunum um gyðingafordóma og gyðingahatur innan flokksins. Það eru auðvitað stórar fréttir þegar fyrrverandi leiðtoga stórs stjórnmálaflokks er vikið úr flokknum og sérstaklega þegar brottvísunin tengist ásökunum um gyðingahatur. En til þess að skilja þetta er rétt að setja þetta í samhengi. Jeremy Corbyn var kjörinn formaður Verkamannaflokksins með yfirburðum árið 2015. Þetta kom mjög á óvart þar sem Corbyn var í raun persónugervingur „villta vinstrisins“ í flokknum og enginn trúði því að hann nyti slíkra vinsælda meðal flokksmanna. Flokkseigendafélagið gapti af undrun og nær allir þingmenn flokksins voru þegar frá upphafi harðir gegn nýja formanninum. Þegar árið 2016 var gerð tilraun til þess að setja Corbyn af með því að samþykkja vantraust á formanninn en sú valdaránstilraun endaði með því að Corbyn vann enn meiri sigur í formannskosningunum sem fóru fram í kjölfarið. Andstæðingar leiðtogans innan og utan flokksins héldu þó áfram að reyna að grafa undan leiðtoganum. Nær allir fjölmiðlarnir, hvort sem þeir töldust til vinstri eða hægri, hófu gífurlega rógsherferð gegn Corbyn og stuðningsmönnum hans innan flokksins. En þetta virtist hafa takmörkuð áhrif, því fólk, sérstaklega ungt fólk, flykktist að leiðtoganum og trúði því að hann væri boðberi nýrra tíma, sósíalisma 21. aldarinnar. Sigur Corbyn var í raun hluti af vitundarvakningu og uppreisn gegn átrúnaðinum á nýfrjálshyggjuna sem hafði heltekið stjórnmál heimsins, hvort sem var innan hins svokallaða vinstris eða hægrisins. Þessi uppreisn var leidd af ungu fólki sem sá fram á að verða fyrsta kynslóðin í langan tíma sem myndi hafa það verra en kynslóð foreldra sinna. Tímabil nýfrjálshyggjunnar hafði leitt til gífurlegs misskiptingar auðs sem gekk gersamlega gegn réttlætishugmyndum stórs hluta almennings. Þetta speglaðist m.a. í því að nýir og róttækir verkalýðsforingjar náðu völdum í verkalýðsfélögum í Bretlandi og sóttu Corbyn og félagar hans stuðning meðal þessara nýju leiðtoga. Þessi uppvakning er að byrja á Íslandi með kjöri róttækra verkalýðsforingja í valdastöður innan hreyfingarinnar og með stofnun Sósíalistaflokksins. Þegar boðað var til skyndikosninga í Bretlandi árið 2017 bjuggust margir við að fylgi Verkamannaflokksins myndi hrynja og Corbyn verða flæmdur úr stöðu sinni. En það gekk ekki eftir, Verkamannaflokkurinn bætti fylgi sitt til muna í kosningum sem sáu mun hærri þátttöku en hafði sést á öldinni. Flokkurinn fékk yfir 40% atkvæða, og fékk í raun mun fleiri atkvæði en Verkamannaflokkurinn hafði fengið á allri öldinni. Það nægði þó ekki til þar sem Íhaldsmenn fengu enn meira fylgi og náðu að halda áfram að stjórna með hjálp smáflokka. Verkamannaflokkurinn vantaði aðeins herslumuninn til að vinna þessar kosningar. Corbyn hafði styrkt stöðu sína sem leiðtogi þrátt fyrir að miðjumenn í flokknum hefðu í raun reynt að grafa undan flokknum í kosningunum. En andstæðingar Corbyn innan flokks og utan juku nú enn á herferðina gegn sósíalistum í Verkamannaflokknum og fengu nú í lið með sér hóp harðra stuðningsmanna Ísraelsstjórnar, sem var illa við stuðning Corbyn og samherja hans við réttlætisbaráttu Palestínumanna. Andstæðingar Corbyn fóru að saka leiðtoga Verkamannaflokksins um að líða gyðingahatur innan flokksins. Mörgum þótti þetta furðulegt þar sem Jeremy Corbyn hefur alla sína tíð verið gallharður baráttumaður gegn rasisma af öllu tagi, þ.á.m. gyðingahatri. Vissulega voru gyðingafordómar og gyðingahatur innan Verkamannaflokksins, en allar skoðanakannanir höfðu sýnt að félagar í flokknum voru þeir Bretar sem sýndu hvað minnsta gyðingafordóma. Corbyn brást klaufalega við þessum ásökunum og það hjálpaði ekki að öfgafull miðjuöfl innan flokksins reyndu allt sem þau gátu til þess að nota þetta til að grafa undan forystunni. Undir þessum skugga og skugga Brexit fóru síðan fram kosningar í Bretlandi í desember 2020 og þar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur, sem leiddi til þess að Corbyn sagði af sér sem leiðtogi og leiðtogakjör fór fram í flokknum. Keir Starmer var kosinn formaður, en hann lofaði að fylgja flestum stefnumálum Corbyn og félaga hans, auk þess sem hann kynnti sig sem sameiningarframbjóðandann sem myndi ná til allra flokksmanna. En öfgamiðjumennirnir voru ekki hættir. Hefndarþorsti þeirra var óseðjandi. Fljótlega eftir kjör Starmers var sósíalistum frystir úr lykilstöðum innan flokksins og nú telja þeir vera að ná stærsta markmiðinu. Að losa sig við Corbyn úr flokknum. En margt bendir til þess að uppreisn öfgamiðjumannanna hafi gengið of langt. Viðbrögðin við brottrekstri Corbyn úr flokknum hafa verið sterk, m.a. frá verkalýðsfélögum sem halda flokknum uppi fjárhagslega. Má því vera að öfgamiðjumennirnir hafi skotið sig í fótinn, þar sem margir flokksfélagar sem eru á milli þeirra og sósíalistanna hafa áttað sig á því að flokkurinn mun aldrei komast til valda nema sameinaður. Unga fólkið sem kaus flokkinn yfirgnæfandi í kosningunum 2017 og 2020 er ólíklegt til að styðja flokk sem rekur átrúnaðargoð sitt úr flokknum. Höfundur er félagi í breska Verkamannaflokknum og Sósíalistaflokki Íslands.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun