Stjórnsýsla

Fréttamynd

Ásdís Halla ráðin til að undirbúa nýtt ráðuneyti Áslaugar Örnu

Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem segir að Ásdís muni mun starfa hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti en vinna náið með öðrum starfsmönnum Stjórnarráðsins að þessu verkefni. 

Innlent
Fréttamynd

Kröfum landeigenda á Látrum um að byggingar verði fjarlægðar hafnað

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum eins af eigendum eyðijarðarinnar Látra í Aðalvík í friðlandinu á Hornströndum þess efnis að ákvörðun Ísafjarðarbæjar um að fjarlægja ekki fimm smáhýsi og viðbyggingu við Sjávarhúsið svokallaða verði ógilt. Deilurnar hafa staðið yfir lengi.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarpi Ingu um blóðmerar slátrað í umsögnum

Fjölmargir lögðust með umsögn alfarið á móti því að frumvarp sem Inga Sæland lagði fram snemma árs, frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013 – blóðmerahald – yrði að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Það er svo margt galið á Íslandi

Þorgrímur Þráinsson er einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar. Honum blöskrar aðgerðarleysið gagnvart þeim vanda sem blasir við ólæsi ungmenna og telur kerfið drepa allt í dróma. Í þessu höfundatali er einnig tekið á hinni heitu kartöflu sem eru listamannalaunin.

Menning
Fréttamynd

Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs

Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki að flytja inn blendings­hund

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar um synjun innflutnings á blendingshundi til Íslands í vikunni. Málið hefur áður komið inn á borð ráðuneytisins. Hundurinn er af tegundinni American Staffordshire Terrier.

Innlent
Fréttamynd

Snýst pólitík um uppbyggingu eða niðurrif?

Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og stefnu, leiða verkefni til lykta og og finna til þess bestu leiðina í gegnum krókaleiðir mismunandi hagsmuna og skoðana.

Skoðun
Fréttamynd

Friðland refsins

Þess ber að geta að þessi skrif geta talist einhliða og eru ekki fyrir börn eða viðkvæma og fyrir þá sem ekki þekkja mig er smá kynningar þörf.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­sögn starfs­manns Mennta­mála­stofnunar dæmd ó­lög­mæt

Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­menn kalla eftir af­sögn Arnórs

Starfs­menn Mennta­mála­stofnunar sendu frá sér á­lyktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir af­sögn for­stjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfs­manna sem greiddu at­kvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu á­lyktunina.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki að á­vísa lyfinu I­ver­mectin við Co­vid-19

Læknir krafðist þess fyrr á árinu að honum yrði veitt heimild til að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvarðanir Lyfjastofnunar nýlega, sem gáfu lækninum ekki undanþáguheimild til að ávísa lyfinu. 

Innlent
Fréttamynd

Undir stöðugu eftir­liti og færðir í dóm­sal í lög­reglu­bíl með ferða­salerni

Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum og verklag í tengslum við vistun þeirra sem eru grunaðir um að flytja fíkniefni innvortis hingað til lands. Dæmi er um að slíkir einstaklingur hafi dvalið í sérútbúnum fangaklefa í tuttugu daga og eru þeir undir stöðugu eftirliti við allar athafnir sínar.

Innlent