Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Lára og lyfjaprinsinn opin­bera kynið

Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið tilkynnti á samfélgsmiðlum í gær að von væri á stúlku.

Lífið
Fréttamynd

Þræla­kistur sam­tímans?

Ég fór á tónleika fyrr í sumar með lagasmiðnum Nick Cave og Colin Greenwodd, bassaleikara Radiohead. Tveir frábærir listamenn komnir hingað upp á skerið til að skemmta landanum.Það var fullt hús og mikil eftirvænting í loftinu þegar tónleikarnir hófust.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja sam­ræmdar reglur um síma­frí í skólum

Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjón­varps­stöðvar

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi.

Erlent
Fréttamynd

Edrú í eitt ár

Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu.

Lífið
Fréttamynd

Hér eru „þessar elskur“

Gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, hafa vakið upp gríðarlega reiði sem enn er ekki hægt að sjá fyrir endann á. Tvímælalaust er hér um að ræða eitt heitasta fréttamál þessarar viku.

Innlent
Fréttamynd

16 ára aldurs­tak­mark á samfélagsmiðlum

Er ekki kominn tími til þess að við tökum umræðu um það fyrir alvöru á Íslandi að hækka aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum? Hér er um að ræða málefni sem snertir lýðheilsu barna og ungmenna beint og því nauðsynlegt að gefa þessu málefni rými í aðdraganda kosninga.

Skoðun
Fréttamynd

„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“

Þrátt fyrir marga augljósa kosti internetsins þá fylgja því því miður margar hættur. Með komu samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna versnað og undanfarin ár hefur umræða á milli þeirra orðið fremur andstyggileg og neteinelti aukist.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla

Stjórnvöld í Ástralíu ætla að kynna lagasetningu sem miðar að því að banna börnum undir 16 ára aldri að nota samfélagsmiðla. Á vef BBC segir að lagasetningin eigi að vera leiðandi fyrir allan heiminn. Haft er eftir forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, að leggja eigi frumvarpið fram á þinginu í næstu viku. 

Erlent
Fréttamynd

Linkedin sektað um tugi milljarða

Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað samskiptamiðilinn Linkedin um 310 milljónir evra, sem eru um 46 milljarðar króna, fyrir brot á persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, GDPR.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki?

Undanfarið hefur verið vinsælt að halda því fram á samfélagsmiðlum að næringarráðleggingar beri ábyrgð á öllum mögulegum heilsufarsvandamálum fólks í vestrænum löndum. En bíddu nú við, stenst það?

Skoðun
Fréttamynd

Eyddi Youtube síðu sonarins

Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian eyddi Youtube síðu elsta sonar síns hins átta ára gamla Saint West eftir að hann birti tvennar færslur um Kamölu Harris þar sem vísað var til hennar með niðrandi hætti.

Lífið
Fréttamynd

Skoðaði hvað fólk gerði á Facebook án sam­þykkis

Samfylkingin skar sig úr í frumkvæðisathugun Persónuverndar á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2021, með víðtækri notkun persónusniða á grundvelli skráningar Facebook á áhugamálum notenda. Viðreisn nýtti sér upplýsingar um þá sem líkað höfðu við flokkinn á Facebook og Instagram og heimsótt vefsíðu hans. Þó var ekki talið tilefni til að beita valdheimildum Persónuverndar.

Innlent
Fréttamynd

Sunn­eva við­stödd fæðingu sonar Jóhönnu

Sunneva Einarsdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, var viðstödd fæðingu sonar vinkonu sinnar, Jóhönnu Helgu Jensdóttur áhrifavalds, sem kom í heiminn í lok september. Sunneva birti myndskeið af fæðingardeildinni á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Til­kynnir Wolt sendil til lög­reglu fyrir á­reitni

Lilju Huld Steinþórsdóttur var algjörlega ofboðið á sunnudag þegar dóttur hennar bárust skilaboð frá Wolt sendli eftir að þeim barst matarsending um að hún væri falleg. Hún ætlar að tilkynna manninn til bæði lögreglu og Persónuverndar. Maðurinn hefur verið áminntur af Wolt. 

Innlent
Fréttamynd

Nektar­myndir gerðar ó­skýrar sjálf­krafa á Instagram

Á Instagram verða nektarmyndir nú sjálfkrafa gerðar óskýrar í einkaskilaboðum. Unglingar undir 18 ára aldri munu ekki geta breytt stillingu á reikningu úr einkaham [e. private) nema með samþykki forráðamanna. Þetta eru meðal nýrra aðgerða sem Meta, eigandi Instagram, hefur tilkynnt um sem eiga að vernda ungmenna gegn kynlífskúgun (e. sextortion) og hótunum um dreifingu kynferðislegra mynda.

Innlent
Fréttamynd

Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arf­taka sinn

Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri kveðst í hlaðvarpsviðtali dauðvorkenna Einari Þorsteinssyni sitjandi borgarstjóra. Einar tók við keflinu af Degi B. Eggertssyni fyrrverandi borgarstjóra á miðju kjörtímabili en Dagur hefur verið orðaður við framboð í landsmálunum og þá fyrir Samfylkinguna.

Innlent