Heilbrigðismál

Fréttamynd

Krónur og brýr án endurgreiðslu

Tannlæknar segja óréttlátt að Tryggingastofnun taki ekki þátt í niðurgreiðslu á tannkrónum og brúm fyrir eldri borgara, að sögn Gunnars Leifssonar, formanns upplýsinganefndar. Yfirtryggingatannlæknir hafi bent á að því þurfi að breyta. Það hefur þó ekki gerst enn.

Innlent
Fréttamynd

Krufning kostar 95 þúsund

Það getur kostað sitt að leita sér lækninga á spítala. Sjúklingar geta þurft að reiða fram þúsundir á þúsundir ofan. Þeir sem oftast þurfa til læknis fá afslátt. Fólk sem ekki er sjúkratryggt á Íslandi þarf að borga allt að þrettán hundruð þúsund krónur fyrir aðgerð. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Um 260 milljóna heimildir ónýttar

Hátt í þriðja hundrað milljónir vantaði upp á að Tryggingastofnun fullnýtti heimildir sínar til niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði á síðustu þremur árum. Tannlæknir telur, að fjárhæðina hefði átt að nota til að hækka gjaldskrá heilbrigðisráðherra. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Tannheilsa rannsökuð

Innan skamms verður hrundið af stað stórri rannsókn á stöðu tannheilsu barna. Er þetta gert til að bæta úr þeim skorti á nýjum upplýsingar um þennan heilsuþátt að sögn Gunnars Leifssonar tannlæknis.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt hjartalyf handan við hornið

Prófanir Íslenskrar erfðagreiningar á nýju lyfi leiða í ljós að það hefur marktæk áhrif á áhrifaþætti hjartaáfalls. Tilraunum er ólokið en komist lyfið á markað mun verðmæti fyrirtækisins margfaldast.

Innlent
Fréttamynd

Áhrifaríkt lyf án aukaverkana

Tilraunalyfið DG031 sem Íslensk erfðagreining hefur prófað á 172 Íslendingum með góðum árangri kemur upphaflega frá þýska lyfjarisanum Bayer AG. Efnið er lítil lyfjasameind sem hindrar virkni tiltekinna prótína sem hvetja til myndunar bólguvaka sem aftur eru taldir geta leitt til hjartaáfalls.

Innlent
Fréttamynd

Umfangsmiklar rannsóknir

Þótt rannsóknir ÍE á lyfinu DG031 hafi aðeins staðið yfir í tæpt ár þá má segja að öll saga fyrirtækisins hafi miðað að þessum áfanga.

Innlent
Fréttamynd

Ný aðferð til að drepa krabbamein

Baldur Sveinbjörnsson prófessor við háskólann í Tromsö komst að því, ásamt samstarfsfólki að tvö þekkt verkjalyf drepa frumur í krabbameini sem leggst á lítil börn. Niðurstöður frumrannsóknar hafa vakið mikla athygli. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Boða byltingu í meðferð geðsjúkra

Hópur geðsjúkra í Hugarafli boðar byltingu í meðferð geðsjúkra, eftir að hafa unnið verkefni á geðdeildum Landspítala. Sviðsstjóri á geðsviði leggur til að gengið verði í lagfæringar á atriðum sem bent er á í niðurstöðum verkefnisins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Geðdeildum fyrir hundruð lokað

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar sagði í utandagskrárumræðum um stöðu geðfatlaðra á Alþingi í gær að geðdeildum með á annað hundrað rúmum hefði verið lokað á Landspítalanum á síðustu átta árum: "Ekkert hefur komið í staðinn til þess að mæta umönnunar- og þjónustuþörf mikið veikra sjúklinga."

Innlent
Fréttamynd

Geðlæknar hópast utan í boðsferðir

Á annan tug íslenskra geðlækna koma heim í dag frá Stokkhólmi, þar sem þeir dvöldust í boði lyfjafyrirtækja. Sömu geðlæknar ávísa sjúklingum lyf frá þeim fyrirtækjum sem buðu þeim í ferðina. Geðlæknaskortur hefur verið á Landspítalanum vegna ferðalagsins. Lyfjafyrirtæki eru sögð hafa greitt geðlæknum laun í sólarlandaferðum.

Innlent
Fréttamynd

Lifrarbólga A geisar meðal homma

Hópsýkingar af völdum lifrarbólgu A geisa nú meðal homma í nágrannalöndunum. Landlæknisembættið vill að hommar hér á landi láti bólusetja sig. Formaður Samtakanna ´78 hvetur til hins sama, en segir bóluefnið vera fokdýrt. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fólk þyrpist í flensusprautu

Fólk þyrpist þessa dagana í bólusetningu gegn inflúensu. Ekki hefur flensunnar enn orðið vart hér á landi en Haraldur Briem sóttvarnarlæknir telur aðeins spurningu um tíma hvenær hún stingi sér niður.

Innlent
Fréttamynd

Barnageðdeild í óviðunandi húsnæði

Barna- og unglingageðdeildin á Dalbraut er starfrækt að hluta í alltof litlu og að hluta til í óviðunandi húsnæði. Verst er þó aðstaðan í kjallara hússins, sem er lítill, án loftræstingar, en nóg af maurum og silfurskottum, að sögn starfsfólks.

Innlent
Fréttamynd

Tengiliður

Landlæknisembættið hefur óskað eftir því að "orkunámskeið" þau sem haldin voru hér í síðasta mánuði endurtaki sig ekki.

Innlent
Fréttamynd

Lokuð geðdeild með 5 - 7 plássum

Gert er ráð fyrir 5 - 7 plássum til að byrja með á nýrri sérhæfðri geðdeild á Kleppi, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Um er að ræða svokallaða lokaða geðdeild fyrir mikið sjúka einstaklinga.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra vísar fullyrðingum á bug

Heilbrigðisráðherra segir menn vera að fara fram úr sjálfum sér með því að fullyrða um niðurskurð á Landspítala háskólasjúkrahúsi við núverandi aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Skorið verður niður á LSH

Fyrir liggur að skera þarf niður þjónustu á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eftir að ljóst varð að sparnaðarkrafa stjórnvalda á næsta ári nemur í heild 6-700 milljónum króna, að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur, starfandi forstjóra LSH

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta skrefið í greiningu

Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um kostnaðargreiningu á heilbrigðisþjónustu kemur fram að kostnaður við komu sjúklinga á heilsugæslu er lægri en kostnaður við komu til sérgreinalækna.

Viðskipti innlent