Heilbrigðismál

Fréttamynd

Áfram fylgst náið með brjóstapúðum

Ekki er talin þörf á því að grípa til sérstakra aðgerða vegna kvenna sem eru með brjóstapúða sem tengdir hafa verið við sjaldgæft eitilfrumukrabbamein. Enginn dæmi eru um að kona hafi greinst með eitilfrumukrabbamein tengt brjóstapúðum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Sextán prósent fleiri konur hafa komið í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár

Sextán prósent fleiri konur hafa komið í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár miðað við sama tíma í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem þátttaka dregst ekki saman. Könnun á vegum Krabbameinsfélagsins sýnir að hópur kvenna neiti sér um að fara í skimun vegna kostnaðar Á undanförnum árum hefur heldur dregið úr þátttöku kvenna hér á landi í skimun fyrir krabbameinum og er hún minni en á hinum Norðurlöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Sagði trúnaðarstörfum í Vestmannaeyjum lausum eftir fréttaflutning

Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem sagður er hafa áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega, sagði trúnaðarstörfum sínum fyrir H-listann í Vestmannaeyjum lausum í gær eftir fréttaflutning af málinu. Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir málið vera í farvegi.

Innlent
Fréttamynd

Lyfjameðferð við HIV fyrirbyggir smit

Ný rannsókn varpar einstöku ljósi á virkni andretróveirulyfja til halda HIV í skefjum og lágmarka líkur á smiti. Lyfin virka, og nú beina vísindamenn sjónum að því að koma öllum HIV-smituðum á lyfin svo stöðva megi hnattrænan faraldur.

Erlent
Fréttamynd

Ráðamenn kynni sér áföll og fíkn

Áhrif áfalla geta verið margþætt og geta þau haft í för með sér afleiðingar af ýmsu tagi. Ráðstefna um áföll og fíknisjúkdóma verður haldin í Hörpu 10. til 11. maí þar sem rædd verða áhrif áfalla á einstaklinga.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni vill skil­greina betur rétt sjúk­linga

Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að skilgreina réttindi sjúklinga til þjónustu betur í lögum burt séð frá því hvort þeir fái þjónustuna hjá opinberum heilbrigðisstofnunum eða einkaaðilum.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig hafa náð að skima fyrir sí­þreytu

Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks.

Erlent
Fréttamynd

Betri umgjörð þarf fyrir börn veikra foreldra

Kona með ólæknandi krabbamein segir að þegar maður veit að dauðinn er á næsta leyti sé mikilvægt að vita að börnin manns séu í öruggum höndum. Heilbrigðiskerfið þurfi að halda betur utan um fjölskyldur veikra einstaklinga og búa til betri og upplýstari umgjörð fyrir börn í sorgarferli.

Innlent
Fréttamynd

Skýra þurfi reglugerð um niðurgreiðslu tannréttinga barna með skarð í gómi

Forstjóri Sjúkratrygginga segir að skýra þurfi betur reglur um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga barna með skarð í gómi. Hún segir stofnunina fara að þeim reglum sem henni séu settar. Foreldrar barna með skarð í gómi hafa lengi barist fyrir því að fá tannréttingar barna sinna niðurgreiddar hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar

Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans.

Innlent
Fréttamynd

Ónæmisgallar eru sjúkdómur en ekki aumingjaskapur

Formaður Lindar, félags um meðfædda ónæmisgalla, segist í raun ljónheppin að hafa enn verið á lífi þegar hún greindist með sjúkdóminn á fullorðinsaldri. Yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins segir mikilvægt að nú sé farið að skima fyrir alvarlegustu tilfellunum hjá öllum nýburum.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu listeríusýkingar á tveimur árum

Fimm hafa látist af völdum listeríusýkinga á síðustu tveimur árum, þar á meðal nýfætt barn. Sóttvarnalæknir segir sýkingar alvarlegar fyrir þá sem eru með veikt ónæmiskerfi. Matvælastofnun segir mikilvægt að bregðast hratt við þegar bakterían greinist í mat.

Innlent
Fréttamynd

Bæta þarf úrræði fyrir konur sem koma úr fangelsum

Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu.

Innlent