Lækkum lyfjakostnað og veljum samheitalyf Jónas Þ. Birgisson og Aðalsteinn Jens Loftsson skrifar 29. ágúst 2019 10:30 Lyf á Íslandi hafa lækkað að raunvirði um helming frá árinu 2003 og í dag er lyfjaverð á Íslandi sambærilegt við það sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum þegar tekið er tillit til þess að lyf eru í hæsta virðisaukaskattsþrepi hér á landi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar um lyfsölu á Íslandi. Í sömu skýrslu kemur einnig fram að kostnaður sjúklinganna sjálfra vegna lyfjakaupa er hins vegar hærri hér á landi og kemur þar einkum tvennt til. Í fyrsta lagi greiðir ríkið minna hlutfall í lyfjakostnaði en annars staðar og því greiðir almenningur meira, sem þýðir í raun að lækkunin sem orðið hefur á lyfjaverði hefur skilað sér að mestu til ríkisins en ekki til fólksins í landinu. Í öðru lagi er notkun samheitalyfja minni hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hvað eru samheitalyf? Þetta er spurning sem við starfsfólk apótekanna fáum oft. Í stuttu máli má segja að lyf samanstandi í grunninn af tveimur þáttum; annars vegar er um að ræða virka efnið sem á að gera það sem leitað er eftir, og hins vegar ýmiskonar hjálparefni. Samheitalyf inniheldur því þetta sama virka efni en hjálparefnin eru hins vegar önnur. Fyrir flesta skipta þessi hjálparefni ekki máli en í sumum tilfellum geta þau vissulega skipt sköpum. Við hjá Lyfju mælum með því að prófa samheitalyf sé það í boði og spara þannig verðmismuninn. Ef í ljós kemur að einstaklingur getur af einhverjum orsökum ekki notað ódýrari samheitalyf, getur læknir viðkomandi sótt um aukna greiðslu til Sjúkratrygginga þannig að ekki falli aukinn kostnaður á viðkomandi.Aðalsteinn Jens Loftsson lyfjafræðingur.„En læknirinn skrifaði upp á þetta lyf“ Við sem störfum í apótekum heyrum oft að læknir hafi skrifað upp á visst lyf og þá er spurt hvers vegna hann hafi þá ekki skrifað upp á ódýrara samheitalyfið sem verið er að bjóða í staðinn. Læknar geta átt erfitt með að fylgjast með öllum þeim nýjum lyfjum sem koma á markaðinn en lyfjafræðingar apótekanna hafa hins vegar betri yfirsýn. Það er því hlutverk okkar lyfjafræðinganna í apótekunum að benda fólki á samheitalyfin. Hægt er að spara tugi þúsunda króna á ársgrundvelli með notkun og kaupum á ódýrara samheitalyfi. Algengt er að sparnaðurinn telji um 1.000 til 2.000 krónur á hverjum þriggja mánaða skammti sé ódýrara lyfið valið. Taki einstaklingur því fjögur mismunandi lyf að staðaldri, er hægt að spara um 16 til 32 þúsund krónur í lyfjakostnað á ári hverju. Lyfja skorar á stjórnvöld að láta einstaklinga njóta verðlækkunar lyfja á síðustu árum með því að hækka greitt hlutfall ríkisins í heildarkostnaði lyfjanna. Við hjá Lyfju ætlum hins vegar að setja okkur það markmið að auka hlutfall ódýrari samheitalyfja með betri fræðslu til þeirra sem þurfa á lyfjum að halda.Höfundar eru lyfjafræðingar og starfa sem lyfsalar í Lyfju á Granda og Lyfju á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Lyf á Íslandi hafa lækkað að raunvirði um helming frá árinu 2003 og í dag er lyfjaverð á Íslandi sambærilegt við það sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum þegar tekið er tillit til þess að lyf eru í hæsta virðisaukaskattsþrepi hér á landi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar um lyfsölu á Íslandi. Í sömu skýrslu kemur einnig fram að kostnaður sjúklinganna sjálfra vegna lyfjakaupa er hins vegar hærri hér á landi og kemur þar einkum tvennt til. Í fyrsta lagi greiðir ríkið minna hlutfall í lyfjakostnaði en annars staðar og því greiðir almenningur meira, sem þýðir í raun að lækkunin sem orðið hefur á lyfjaverði hefur skilað sér að mestu til ríkisins en ekki til fólksins í landinu. Í öðru lagi er notkun samheitalyfja minni hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hvað eru samheitalyf? Þetta er spurning sem við starfsfólk apótekanna fáum oft. Í stuttu máli má segja að lyf samanstandi í grunninn af tveimur þáttum; annars vegar er um að ræða virka efnið sem á að gera það sem leitað er eftir, og hins vegar ýmiskonar hjálparefni. Samheitalyf inniheldur því þetta sama virka efni en hjálparefnin eru hins vegar önnur. Fyrir flesta skipta þessi hjálparefni ekki máli en í sumum tilfellum geta þau vissulega skipt sköpum. Við hjá Lyfju mælum með því að prófa samheitalyf sé það í boði og spara þannig verðmismuninn. Ef í ljós kemur að einstaklingur getur af einhverjum orsökum ekki notað ódýrari samheitalyf, getur læknir viðkomandi sótt um aukna greiðslu til Sjúkratrygginga þannig að ekki falli aukinn kostnaður á viðkomandi.Aðalsteinn Jens Loftsson lyfjafræðingur.„En læknirinn skrifaði upp á þetta lyf“ Við sem störfum í apótekum heyrum oft að læknir hafi skrifað upp á visst lyf og þá er spurt hvers vegna hann hafi þá ekki skrifað upp á ódýrara samheitalyfið sem verið er að bjóða í staðinn. Læknar geta átt erfitt með að fylgjast með öllum þeim nýjum lyfjum sem koma á markaðinn en lyfjafræðingar apótekanna hafa hins vegar betri yfirsýn. Það er því hlutverk okkar lyfjafræðinganna í apótekunum að benda fólki á samheitalyfin. Hægt er að spara tugi þúsunda króna á ársgrundvelli með notkun og kaupum á ódýrara samheitalyfi. Algengt er að sparnaðurinn telji um 1.000 til 2.000 krónur á hverjum þriggja mánaða skammti sé ódýrara lyfið valið. Taki einstaklingur því fjögur mismunandi lyf að staðaldri, er hægt að spara um 16 til 32 þúsund krónur í lyfjakostnað á ári hverju. Lyfja skorar á stjórnvöld að láta einstaklinga njóta verðlækkunar lyfja á síðustu árum með því að hækka greitt hlutfall ríkisins í heildarkostnaði lyfjanna. Við hjá Lyfju ætlum hins vegar að setja okkur það markmið að auka hlutfall ódýrari samheitalyfja með betri fræðslu til þeirra sem þurfa á lyfjum að halda.Höfundar eru lyfjafræðingar og starfa sem lyfsalar í Lyfju á Granda og Lyfju á Ísafirði.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun