Heilbrigðismál

Fréttamynd

Verkfallsundanþágur á Landspítala og Heilsugæslu

Félagsmenn stéttarfélagsins Sameykis og Sjúkraliðafélags Íslands sem starfa á Landspítalanum og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins munu ekki taka þátt í fyrirhuguð verkfalli nú eftir helgi. Ástæðan er útbreiðsla COVID-19 kórónuveirunnar.

Fréttir
Fréttamynd

„Stundum líður mér hreinlega eins og ég sé holdsveik“

Kona sem hefur verið í sóttkví ásamt eiginmanni sínum eftir ferð frá Norður-Ítalíu segist meta lífsgæði sín betur en áður. Hún segir viðbrögð fólks mismunandi, sumir hlæi af einangrunni en stundum líði henni eins og hún sé holdsveik. Mannauðsstjórar segja brýnt að fyrirtæki undirbúi að starfsfólk geti unnið heima.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalinn lokaður fyrir gestum

Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur.

Fréttir
Fréttamynd

„Ekki eru öll kurl komin til grafar“

Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Smitin orðin tuttugu

Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Telur ekki langt í að smit komi upp innan­lands

"Lokamarkmiðið er það að þegar hópar sem rannsóknir sýna að eru viðkvæmastir fyrir þessu og eru veikastir að okkur takist að veita þeim sem besta þjónustu þegar þeir þurfa á því að halda,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­maður Land­spítalans með kórónu­veiruna

Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt.

Innlent
Fréttamynd

Dánar­tíðni vegna kórónu­veirunnar orðin 3,4%

Dauðsföll á Ítalíu vegna kórónuveirunnar í dag eru orðin 27 en fjöldi látinna hefur hækkað úr 52 upp í 79 síðasta sólarhringinn. Tæplega fimm hundruð smit hafa greinst í dag. Þau eru nú orðin 2.502 en í gær voru þau 2.036.

Erlent