Heilbrigðismál

Fréttamynd

Tveir af ellefu náðst úr öndunarvél

Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru tengdir við öndunarvél.

Innlent
Fréttamynd

RÚV og blekkingar

RÚV hefur lengi viljað telja sig vera áreiðanlegan, upplýsandi og hlutlausan fréttamiðil. Það verður varla talið eftir Spegilinn 31. mars.

Skoðun
Fréttamynd

Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum

Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Samkomubann verður til 4. maí

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomubanni vegna útbreiðslu kórónuveiru hér á landi verði aflétt mánudaginn 4. maí.

Innlent
Fréttamynd

Þingmaður hjálpar til á Landakoti

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, er einn af rúmlega eitt þúsund sem hafa skráð sig í bakvarðarsveit heilbrigðiskerfisins vegna kórónuveirunnar.

Lífið
Fréttamynd

„Ævintýralegur hraði“ í þróun bóluefnis

Kári Stefánsson er vongóður um að gott bóluefni verði komið fram fyrir lok þessa árs. Nú þegar sé eitt bóluefni komið í klínískar prófanir sem sé ótrúlegt í ljósi þess að veiran kom fyrst fram fyrir aðeins nokkrum mánuðum síðan.

Innlent
Fréttamynd

COVID bjargráð

Nú lifum við á tímum sem breytt hafa heiminum á skömmum tíma vegna veirufaraldurs og hafa nýjar aðstæður kallað á ýmsar áskoranir vegna breytinga á atvinnu-, fjölskyldu- og heimilislífi, samskiptaháttum og daglegum venjum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu

Ekki stendur til að endurskoða tilmæli til almennings varðandi notkun á grímum til að verjast kórónuveirusmiti. Sóttvarnalæknir segir yfirvöld vilja að almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu því að þau vilji spara búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi smitaðra kominn yfir 1.200

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.220 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 85 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum

Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 

Innlent
Fréttamynd

Szpital Landspítalin otrzyma leki na malarię

Firma farmaceutyczna Alvogen zamierza przekazać szpitalowi Landspitalin, 50 000 dawek leku przeciwmalarycznego zawierającego hydroksychlorochinę. Lek był podawany pacjentom z COVID-19 na całym świecie, w tym przebywającym na oddziale chorób zakaźnych w Landspitalin.

Polski
Fréttamynd

Dauðsfallið rannsakað innanhúss og vísað til Landlæknis

42 ára kona lést innan við hálfum sólahring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku. Að sögn heimildarmanns var konan lögð inn á gjörgæsludeild spítalans með sambærileg sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum.

Innlent