Þjóðadeild karla í fótbolta

Fréttamynd

Reiddist blaða­manni: „Þú ert al­veg von­laus“

Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, fékk sig fullsaddan af ítrekuðum spurningum blaðamanns VG um Martin Ödegaard og skipaði honum að róa sig niður. „Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken við blaðamanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Elanga ekki í lands­liðs­hóp Svía og neitar að svara þjálfaranum

Anthony Elanga, leikmaður spútnikliðs Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni, er ekki í landsliðshópi Svíþjóðar fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Landsliðsþjálfarinn Jon Dahl Tomasson hefur reynt að ná í vængmanninn sem svarar ekki símanum og virðist ekki hafa neinn áhuga á að hringja til baka.

Fótbolti
Fréttamynd

Hareide fámall varðandi fram­tíð sína í starfi

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og stjórn KSÍ hafa ekki rætt um framhaldið á samstarfi sínu. Uppsagnarákvæði er í samningi Hareide sem hægt er að virkja í lok þessa mánaðar og sjálfur er Norðmaðurinn fámall aðspurður hvort hann vilji halda áfram með liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við ræðum það ekki við fjöl­miðla“

Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vildi hafa Gylfa Þór Sigurðsson í landsliðshópi Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeild karla í fótbolta. Gylfi komst hins vegar að samkomulagi við KSÍ um að hann myndi hvíla í leikjunum tveimur.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn fyrir síðustu leikina í Þjóðadeildinni. Aron Einar Gunnarsson kemur aftur inn í íslenska hópinn en Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með.

Fótbolti
Fréttamynd

Gripinn þegar hann hljóp að hundfúlum Ronaldo

Cristiano Ronaldo var afar sár og svekktur þegar flautað var til leiksloka í 200. landsleik hans fyrir Portúgal í gærkvöld. Honum mistókst eins og öðrum að skora, í markalausu jafntefli við Skota á Hampden Park í Glasgow.

Fótbolti
Fréttamynd

Dómarinn í Laugar­dalnum fór ekki eftir vinnu­reglum

Starfsreglur UEFA-dómara er varða endurskoðun á VAR segja til um að dómari á velli skuli horfa á myndbönd af atviki áður en hann taki ákvörðun. Ekki dugi að sjá stillimynd. Dómari leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeild UEFA í gær virðist ekki hafa farið eftir þeim reglum þegar hann dæmdi Tyrkjum tvær vítaspyrnur.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland baðst af­sökunar

Erling Braut Haaland hefur beðist afsökunar á frammistöðu sinni og norska landsliðsins í 5-1 tapi á móti Austurríki í Þjóðadeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ný­liðinn hetja Þýska­lands

Fjórir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta í kvöld. Frakkland vann Belgíu, Ítalía fór létt með Ísrael og Þýskaland lagði Holland.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mér finnst þetta bara kjaft­æði“

„Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta.

Fótbolti