Landspítalinn Stórtækra aðgerða þörf af hálfu spítalans til að mæta kostnaðarhækkunum Ef ekki er gripið til stórtækra aðgerða af hálfu Landspítala og heilbrigðiskerfisins í víðara samhengi er því spáð að vinnuaflsþörf muni aukast um um það bil 36 prósent og kostnaður um um það bil 90 prósent í náinni framtíð. Innherji 18.3.2022 14:16 Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. Innlent 17.3.2022 23:01 Landspítalinn kallar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa Landspítalinn hefur sent út ákall til hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða um að þeir mæti til starfa á spítalanum nú um helgina. Hann segir þá bráðvanta starfsmenn á smitsjúkdómadeildina þessa helgi. Innlent 17.3.2022 14:12 Tæplega sextíu manns nú þegar í lyfjameðferð eftir blóðskimunarátak Á fjórða þúsund manns hefur greinst með forstig mergæxlis í íslenskri rannsókn. Evrópska rannsóknarráðið hefur ákveðið að styrkja verkefnið um nærri þrjú hundruð millljónir króna til að hægt sé að halda því áfram. Innlent 17.3.2022 12:00 Sjötíu sjúklingar með Covid-19 nú á Landspítala Sjötíu sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fækkar þeim um tólf milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél. Innlent 17.3.2022 10:18 „Hvar er þríeykið okkar sem teiknar upp kröftuga aðgerðaáætlun?“ Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var gestur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar geðheilbrigðismál sem hún segir olnbogabarn innan heilbrigðiskerfisins. Innlent 16.3.2022 23:39 Gera sér vonir um að sjá fyrir enda rannsóknarinnar Andlát sem varð á geðdeild Landspítalans í ágúst síðastliðnum, þar sem hjúkrunarfræðingur er grunaður um að hafa orðið sjúklingi að bana, er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 16.3.2022 08:12 Alþjóðlegi óráðsdagurinn Í dag er alþjóðlegi óráðsdagurinn haldinn hátíðlega víða um heim. Af þessu tilefni verður haldið málþing um óráð á Landspítalanum og það verður á opnu streymi á facebook síðu Landspítalans og öllum velkomið að fylgjast með. Skoðun 16.3.2022 07:01 „Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. Innlent 15.3.2022 18:31 Ráðherra skipar starfshóp um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks „Ég tel nauðsynlegt að taka þessi mál upp að nýju og nýta þá vinnu sem fyrir liggur í þessum efnum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, sem hefur ákveðið að taka til skoðunar réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við tilkynningar og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu. Innlent 15.3.2022 12:27 Sonur Sigga Storms kominn úr öndunarvél Sigurður Þ. Ragnarsson borgarfulltrúi og veðurfréttamaður með meiru segir stefna í kraftaverk en syni hans hefur verið haldið sofandi í tvo og hálfan mánuð vegna alvarlegrar líffærabilunar. Innlent 14.3.2022 11:31 Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. Innlent 11.3.2022 14:50 Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. Innlent 11.3.2022 13:49 Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. Innlent 11.3.2022 12:00 Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. Innlent 10.3.2022 12:33 Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. Innlent 10.3.2022 12:01 Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. Innlent 10.3.2022 11:11 Heilbrigðisráðherra minnir fólk á sinna persónubundnum sýkingavörnum „Við þurfum öll að sýna ábyrgð með hegðun okkar þar til bylgja faraldursins gengur yfir,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, þar sem fólk er hvatt til að sinna persónubundnum sýkingavörnum. Innlent 10.3.2022 08:33 Óprúttnir aðilar seldu Landspítala ónothæfan hlífðarbúnað:Fleiri fyrirtæki lentu í því sama Óprúttnir aðilar nýttu sér neyðarástandið sem skapaðist í upphafi kórónuveirufaraldursins og seldu Landspítalanum ófullnægjandi hlífðarbúnað. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir slíkt hafa komið upp hjá fleiri fyrirtækjum í faraldrinum. Innlent 8.3.2022 19:00 Tveir karlmenn á áttræðisaldri með Covid-19 létust á Landspítala Tveir karlmenn á áttræðisaldri með Covid-19 létust á gjörgæsludeild Landspítalans í gær. Innlent 8.3.2022 11:10 Úrbætur á LSH fyrir krabbameinssjúka og tilboð Krabbameinsfélagsins Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2021 var samþykkt að veita 450 milljón króna fjárstuðning til Landspítalans með því skilyrði að sú upphæð færi til byggingar nýrrar dagdeildar fyrir blóð- og krabbameinslækningar í svokallaðri K-byggingu spítalans við Hringbraut. Skoðun 7.3.2022 17:02 Stjórnvöld hafa ekki þegið 450 milljóna króna framlag Krabbameinsfélagsins til uppbyggingar nýrrar dagdeildar Húsnæðismál blóð- og krabbameinslækninga á Landspítalanum eru í miklum ólestri en þrátt fyrir þetta hafa stjórnvöld enn ekki gengið að tilboði Krabbameinsfélagsins um 450 milljóna króna framlag til úrbóta. Innlent 4.3.2022 13:10 Landspítali á neyðarstigi en unnið að afléttingu takmarkana Landspítali er á neyðarstigi og 55 sjúklingar eru inniliggjandi með Covid á spítalanum. Farsóttanefnd skoðar möguleika á afléttingum á takmörkunum innan spítalans vegna faraldursins en ólíklegt að hratt verði farið af stað. Innlent 1.3.2022 20:51 Telur hugsanlegt að um 70% landsmanna hafi smitast Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áætlar að fjöldi þeirra sem hafi smitast af kórónuveirunni sé um tvöfalt meiri en hafi formlega greinst sýktur. Hugsanlegt sé að um 70% landsmanna hafi nú þegar smitast af COVID-19. Þess vegna sé ekki óvarlegt að ætla að hámarki faraldursins verði náð innan tveggja til þriggja vikna og að í framhaldi af því fari nýgreiningum að fækka. Innlent 1.3.2022 14:24 Runólfur tekinn til starfa sem forstjóri Landspítala Runólfur Pálsson hefur hafið störf sem forstjóri Landspítala. Í ávarpi sínu á vef Landspítala segist Runólfur taka við starfinu af stolti og auðmýkt. Hann segir árangur spítalans á ýmsum sviðum hafa vakið eftirtekt og að sá árangur sé starfsfólki spítalans að þakka en lýsir þó yfir áhyggjum eftir kórónuveirufaraldurinn. Innlent 1.3.2022 10:24 Bjartsýn á að Covid-stormurinn gangi yfir á næstu vikum Farsóttanefnd Landspítala segir enn mikið álag á spítalanum vegna Covid en 53 sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Tvö ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist smitaður hér á landi og frá því að fyrsti Covid sjúklingurinn var lagður inn. Veikindin eru nú vægari og telur spítalinn líklegt að Covid stormurinn gangi yfir á næstu vikum. Innlent 28.2.2022 15:07 3.372 greindust innanlands í gær Í gær greindust 3.412 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 40 á landamærunum. Það gera 3.372 innanlandssmit sem greindust í gær. Innlent 26.2.2022 11:05 Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. Innlent 25.2.2022 22:07 Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. Innlent 25.2.2022 14:50 Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. Innlent 23.2.2022 20:01 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 24 … 60 ›
Stórtækra aðgerða þörf af hálfu spítalans til að mæta kostnaðarhækkunum Ef ekki er gripið til stórtækra aðgerða af hálfu Landspítala og heilbrigðiskerfisins í víðara samhengi er því spáð að vinnuaflsþörf muni aukast um um það bil 36 prósent og kostnaður um um það bil 90 prósent í náinni framtíð. Innherji 18.3.2022 14:16
Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. Innlent 17.3.2022 23:01
Landspítalinn kallar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa Landspítalinn hefur sent út ákall til hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða um að þeir mæti til starfa á spítalanum nú um helgina. Hann segir þá bráðvanta starfsmenn á smitsjúkdómadeildina þessa helgi. Innlent 17.3.2022 14:12
Tæplega sextíu manns nú þegar í lyfjameðferð eftir blóðskimunarátak Á fjórða þúsund manns hefur greinst með forstig mergæxlis í íslenskri rannsókn. Evrópska rannsóknarráðið hefur ákveðið að styrkja verkefnið um nærri þrjú hundruð millljónir króna til að hægt sé að halda því áfram. Innlent 17.3.2022 12:00
Sjötíu sjúklingar með Covid-19 nú á Landspítala Sjötíu sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fækkar þeim um tólf milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél. Innlent 17.3.2022 10:18
„Hvar er þríeykið okkar sem teiknar upp kröftuga aðgerðaáætlun?“ Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var gestur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar geðheilbrigðismál sem hún segir olnbogabarn innan heilbrigðiskerfisins. Innlent 16.3.2022 23:39
Gera sér vonir um að sjá fyrir enda rannsóknarinnar Andlát sem varð á geðdeild Landspítalans í ágúst síðastliðnum, þar sem hjúkrunarfræðingur er grunaður um að hafa orðið sjúklingi að bana, er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 16.3.2022 08:12
Alþjóðlegi óráðsdagurinn Í dag er alþjóðlegi óráðsdagurinn haldinn hátíðlega víða um heim. Af þessu tilefni verður haldið málþing um óráð á Landspítalanum og það verður á opnu streymi á facebook síðu Landspítalans og öllum velkomið að fylgjast með. Skoðun 16.3.2022 07:01
„Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. Innlent 15.3.2022 18:31
Ráðherra skipar starfshóp um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks „Ég tel nauðsynlegt að taka þessi mál upp að nýju og nýta þá vinnu sem fyrir liggur í þessum efnum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, sem hefur ákveðið að taka til skoðunar réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við tilkynningar og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu. Innlent 15.3.2022 12:27
Sonur Sigga Storms kominn úr öndunarvél Sigurður Þ. Ragnarsson borgarfulltrúi og veðurfréttamaður með meiru segir stefna í kraftaverk en syni hans hefur verið haldið sofandi í tvo og hálfan mánuð vegna alvarlegrar líffærabilunar. Innlent 14.3.2022 11:31
Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. Innlent 11.3.2022 14:50
Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. Innlent 11.3.2022 13:49
Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. Innlent 11.3.2022 12:00
Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. Innlent 10.3.2022 12:33
Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. Innlent 10.3.2022 12:01
Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. Innlent 10.3.2022 11:11
Heilbrigðisráðherra minnir fólk á sinna persónubundnum sýkingavörnum „Við þurfum öll að sýna ábyrgð með hegðun okkar þar til bylgja faraldursins gengur yfir,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, þar sem fólk er hvatt til að sinna persónubundnum sýkingavörnum. Innlent 10.3.2022 08:33
Óprúttnir aðilar seldu Landspítala ónothæfan hlífðarbúnað:Fleiri fyrirtæki lentu í því sama Óprúttnir aðilar nýttu sér neyðarástandið sem skapaðist í upphafi kórónuveirufaraldursins og seldu Landspítalanum ófullnægjandi hlífðarbúnað. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir slíkt hafa komið upp hjá fleiri fyrirtækjum í faraldrinum. Innlent 8.3.2022 19:00
Tveir karlmenn á áttræðisaldri með Covid-19 létust á Landspítala Tveir karlmenn á áttræðisaldri með Covid-19 létust á gjörgæsludeild Landspítalans í gær. Innlent 8.3.2022 11:10
Úrbætur á LSH fyrir krabbameinssjúka og tilboð Krabbameinsfélagsins Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2021 var samþykkt að veita 450 milljón króna fjárstuðning til Landspítalans með því skilyrði að sú upphæð færi til byggingar nýrrar dagdeildar fyrir blóð- og krabbameinslækningar í svokallaðri K-byggingu spítalans við Hringbraut. Skoðun 7.3.2022 17:02
Stjórnvöld hafa ekki þegið 450 milljóna króna framlag Krabbameinsfélagsins til uppbyggingar nýrrar dagdeildar Húsnæðismál blóð- og krabbameinslækninga á Landspítalanum eru í miklum ólestri en þrátt fyrir þetta hafa stjórnvöld enn ekki gengið að tilboði Krabbameinsfélagsins um 450 milljóna króna framlag til úrbóta. Innlent 4.3.2022 13:10
Landspítali á neyðarstigi en unnið að afléttingu takmarkana Landspítali er á neyðarstigi og 55 sjúklingar eru inniliggjandi með Covid á spítalanum. Farsóttanefnd skoðar möguleika á afléttingum á takmörkunum innan spítalans vegna faraldursins en ólíklegt að hratt verði farið af stað. Innlent 1.3.2022 20:51
Telur hugsanlegt að um 70% landsmanna hafi smitast Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áætlar að fjöldi þeirra sem hafi smitast af kórónuveirunni sé um tvöfalt meiri en hafi formlega greinst sýktur. Hugsanlegt sé að um 70% landsmanna hafi nú þegar smitast af COVID-19. Þess vegna sé ekki óvarlegt að ætla að hámarki faraldursins verði náð innan tveggja til þriggja vikna og að í framhaldi af því fari nýgreiningum að fækka. Innlent 1.3.2022 14:24
Runólfur tekinn til starfa sem forstjóri Landspítala Runólfur Pálsson hefur hafið störf sem forstjóri Landspítala. Í ávarpi sínu á vef Landspítala segist Runólfur taka við starfinu af stolti og auðmýkt. Hann segir árangur spítalans á ýmsum sviðum hafa vakið eftirtekt og að sá árangur sé starfsfólki spítalans að þakka en lýsir þó yfir áhyggjum eftir kórónuveirufaraldurinn. Innlent 1.3.2022 10:24
Bjartsýn á að Covid-stormurinn gangi yfir á næstu vikum Farsóttanefnd Landspítala segir enn mikið álag á spítalanum vegna Covid en 53 sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Tvö ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist smitaður hér á landi og frá því að fyrsti Covid sjúklingurinn var lagður inn. Veikindin eru nú vægari og telur spítalinn líklegt að Covid stormurinn gangi yfir á næstu vikum. Innlent 28.2.2022 15:07
3.372 greindust innanlands í gær Í gær greindust 3.412 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 40 á landamærunum. Það gera 3.372 innanlandssmit sem greindust í gær. Innlent 26.2.2022 11:05
Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. Innlent 25.2.2022 22:07
Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. Innlent 25.2.2022 14:50
Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. Innlent 23.2.2022 20:01