Andlát

Fréttamynd

Jerry Springer látinn

Umdeildi spjallþáttastjórnandinn Jerry Springer er látinn, 79 ára að aldri. Þættirnir sem Springer stýrði í nærri því þrjá áratugi enduðu oft í tilfinningalegu uppnámi eða jafnvel líkamlegum átökum gesta. 

Erlent
Fréttamynd

Hjörtur How­ser er látinn

Tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser lést í gær, 61 árs að aldri. Hjörtur varð bráðkvaddur við Gullfoss en hann starfaði sem leiðsögumaður síðustu ár. Aðstandendur Hjartar greina frá þessu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Dragstjarnan „Dame Edna“ látin

Ástralski leikarinn Barry Humphries sem frægastur er sem dragstjarnan „Dame Edna Everage,“ sem hann lék í áratugi í sjónvarpi er látinn, 89 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

K-pop söngvarinn Moonbin látinn

K-pop stjarnan Moonbin er látin, 25 ára að aldri. Var hann einn meðlima vinsælu hljómsveitarinnar Astro en hafði síðustu misseri unnið að sólóferli sínum ásamt einum öðrum meðlimi úr sveitinni. 

Lífið
Fréttamynd

Boris Bjarni Akbachev fallinn frá

Boris Bjarni Akbachev, goðsögn í handboltaþjálfun á Íslandi, er látinn 89 ára gamall. Boris kom að þjálfun margra af bestu handboltamönnum Íslandssögunnar. Stuðningsmönnum Vals var tilkynnt um andlátið í kvöld og fjölmargir lærisveinar hans í gegnum árin minnast hans á samfélagsmiðlum.

Handbolti
Fréttamynd

Árni Tryggva allur

Árni Tryggvason, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, andaðist í gær 99 ára gamall. Örn Árnason sonur hans greinir frá andláti föður síns á Facebook og fleiri minnast fallins meistara leiksviðsins.

Menning
Fréttamynd

Al Jaffee er látinn

Verðlaunateiknarinn Al Jaffee sem teiknaði fyrir tímaritið Mad í 77 ár, er látinn 102 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að snúa hinni svokölluðu miðopnu (e. centerfold) á höfuð sér þegar hann fann upp á the Mad Fold-in þar sem lesendur áttu að brjóta baksíðu tímaritsins saman svo það kæmi falin mynd í ljós.

Lífið
Fréttamynd

Lasse Welland­er er látinn

Sænski tónlistarmaðurinn Lasse Wellander er látinn, 70 ára að aldri. Hann var meðal annars gítarleikari fyrir sænsku hljómsveitina ABBA.

Lífið
Fréttamynd

Leikarinn Michael Lerner látinn

Leikarinn Michael Lerner er látinn 81 árs að aldri. Lerner átti farsælan feril í Hollywood sem spannaði rúma hálfa öld og innihélt myndir á borð við Elf, Godzilla, Barton Fink og X-Men: Days of Future Past.

Lífið
Fréttamynd

Síðasti Nürnberg-saksóknarinn látinn

Benjamin Ferencz, sem var saksóknari í Nürnberg-réttarhöldunum, er látinn. Hann var 103 ára. Hann var síðasti eftirlifandi saksóknarinn sem rak mál í Nürnberg-réttarhöldunum.

Erlent
Fréttamynd

Einn söngvara S Club 7 látinn

Paul Cattermole, einn söngvara breska poppbandsins S Club 7, er látinn aðeins 46 ára að aldri. Hann fannst látinn á heimili sínu í Dorset í gær en ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Lífið
Fréttamynd

Milljarða­mæringur stunginn til bana í San Francisco

Bob Lee, stofnandi tækniforritsins Cash App, fannst stunginn til bana í Rincon Hill-hverfinu í San Francisco í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Á öryggismyndavélum má sjá hvernig ökumenn hunsuðu særðan Lee er hann óskaði eftir hjálp.

Erlent
Fréttamynd

Hönnuður borð­spilsins Catan látinn

Klaus Teuber, hönnuður borðspilsins Catan, lést á laugardag 1. apríl. Spilið er eitt vinsælasta borðspil nútímans og tengist Íslandi. Teuber var fæddur í borginni Rai-Breitenbach, nálægt Frankfurt, í Þýskalandi þann 25. júní árið 1952 og var því sjötugur að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lenska drag­drottningin Heklína látin

Stefan Grygelko, betur þekktur sem dragdrottningin Heklína, er látin aðeins 54 ára að aldri. Þetta kemur fram hjá sjónvarpsstöðinni NBC. Grygelko var vel þekkt í hinsegin samfélaginu í San Francisco, rak sinn eigin klúbb og kom fram í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Innlent
Fréttamynd

Geof Kotila látinn

Geof Kotila, fyrrum þjálfari karlaliðs Snæfells er fallin frá, en hann hefur lengst af sínum ferli starfað í Danmörku.

Körfubolti
Fréttamynd

Stjarna úr The Wire látin

Leikarinn Lance Riddick, sem gerði garðinn frægan í lögregluþáttunum The Wire, er látinn aðeins sextugur að aldri.

Lífið