Þjóðkirkjan

Fréttamynd

Biskup Ís­lands eða þröngra hags­muna?

Í dag hefjast á ný tilnefningar til biskups Íslands og mega þá 164 starfandi prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar tilnefna þrjá frambjóðendur til embættis biskups. Að því loknu gefst sóknarnefndarfólki og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum innan kirkjunnar tækifæri til að kjósa biskup fyrir hönd þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Hin útvöldu sem eru á kjörskrá mega tilnefna hvern þann sem uppfyllir skilyrði til biskupsembættis og er starfsfólk Þjóðkirkjunnar á fellilista en aðra má rita í þartilgerða reita við hlið fellilistans.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðin grætur biskup sinn

Heilar tvær opnur og ein síða til eru lagðar undir minningarorð um Karl Sigurbjörnsson biskup í Morgunblaði dagsins en Karl var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju klukkan 13. Fá dæmi eru um annað eins. Á samfélagsmiðlum minnast margir Karls biskups með hlýju.

Innlent
Fréttamynd

Börnin á Gaza

Við finnum okkur vanmáttug gagnvart þeim hrylling sem á sér stað á Gaza. Við styðjum þá einstaklinga sem fara á staðinn og leita uppi fólkið sem hefur fengið heimild til að tilheyra íslensku samfélagi, á grundvelli fjölskyldusameininga. Við gleðjumst og fögnum yfir hugrekki þeirra og dugnaði, þökkum þeim frumkvæðið og að þau skuli framkvæma það sem við mörg hugsum.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kall um vopna­hlé og grið

Það eru ekki til nógu sterk orð til að lýsa hörmungunum á Gaza á þann hátt að við getum skilið þjáninguna og sorgina sem fylgir þessum ómannúðlega hernaði í Landinu helga. Staðan er grafalvarleg og ákall um vopnahlé þarf að ná eyrum þeirra sem geta stöðvað ófriðinn, morðin og gjöreyðileggingu samfélagsins sem áður lifði í Gaza.

Skoðun
Fréttamynd

Að taka mark á konum

Hið virta tímarit London Review of Books heldur árlega fyrirlestraröð í British Museum þar sem framúrskarandi fræðimenn og fyrirlesarar fá vettvang til að setja fram hugmyndir sínar. Fyrirlestrarnir vekja jafnan athygli og fyrir nokkru flutti prófessor í klassískum fræðum við Cambridge háskóla, að nafni Mary Beard.

Skoðun
Fréttamynd

Var Jesús heimilis­laus?

Á liðnum árum hef ég notið þeirra forréttinda að nema og starfa í þremur löndum utan Íslands; Danmörku, Bandaríkjunum og Þýskalandi.

Skoðun
Fréttamynd

Bæna­stund í Vík vegna öku­mannsins sem lést

Erlendir ferðamenn voru um borð í jeppa sem skall saman við dráttarvél austan Sólheimasands á Suðurlandsvegi í gær. Ökumaður dráttarvélarinnar lést í árekstrinum. Erfiðar aðstæður voru í suðaustanáttinni á vettvangi þegar slysið varð. Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Mýrdalshreppi í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Undur jólanna!

Jólunum er lokið. Sennilega lauk þeim fyrir þó nokkru síðan hjá allflestum. En miðað við hina klassísku 13 jóladaga lauk jólahátíðinni formlega á laugardaginn var, á þrettándanum

Skoðun
Fréttamynd

Pall­borðið: Biskups­kjör og staða þjóð­kirkjunnar

Ár er liðið frá því að Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands greindi frá því að hún hygðist láta af störfum. Síðan þá hefur nokkuð vatn runnið til sjávar; Agnes sem var ekki lengur embættismaður samkvæmt nýjum lögum var „endurráðin“ að loknum skipunartíma sínum en úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar sagði þá ráðstöfun „markleysu“.

Innlent
Fréttamynd

Þórarinn Snorra­son í Vog­sósum látinn

Þórarinn Snorrason, bóndi í Vogsósum 2 í Selvogi, er látinn, 92 ára að aldri. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á jóladag. Hann hafði legið á sjúkrahúsi um mánaðarskeið eftir að hafa lærleggsbrotnað er hann féll við útistörf við fjárhúsin í Vogsósum en þar stundaði hann sauðfjárbúskap.

Innlent
Fréttamynd

Verið að af­vatna ís­lenskt þjóð­erni og menningu

Ármann Reynisson rithöfundur var fenginn til að halda jólapredikun í kirkju Óháða safnaðarins við Stakkahlíð og hann lét ekki segja sér það tvisvar. Ármann flutti hörku ádrepu og klöppuðu viðstaddir á stöku stað, sem ekki hefur tíðkast í kirkjum fram til þessa.

Innlent
Fréttamynd

Allt muni snúast um per­sónurnar þrjár

Fyrrverandi vígslubiskup á Hólum reiknar með að fleiri prestar verði tilnefndir í biskupskjöri en þeir tveir sem gefið hafa kost á sér til embættisins hingað til. Hún telur presta sammála um að rödd kirkjunnar þurfi að heyrast hærra og það verði þeim efst í huga þegar gengið verður til kosninga.

Innlent
Fréttamynd

Helga og Guð­rún sækjast eftir em­bætti biskups

Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi, og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, hafa báðar gefið kost á sér í embætti biskups. Kosið verður í mars.

Innlent
Fréttamynd

Trúar­legt ó­þol

Ég upplifi stundum að samfélagið okkar sé plagað af trúarlegu óþoli, já eða bara kristnu óþoli. Samfélagið sem flaggar því rækilega að fjölbreytileikanum sé fagnað virðist á köflum eiga afskaplega erfitt með að kyngja því að kristin trúfélög og kristin menningararfleið sé órjúfanlegur hluti af þessu fjölbreytta samfélagi samtímans.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­veru­stund fyrir Grind­víkinga í Keflavíkurkirkju

Séra Elínborg Gísladóttir mun leið samverustund fyrir Grindvíkinga í Keflavíkurkirkju klukkan fimm í dag. Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Fannar Jónasson, bæjarstjórinn í Grindavík munu flytja ávörp.

Innlent