Þýskaland

Fréttamynd

Frestar fundi G7 aftur

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits.

Erlent
Fréttamynd

Eigendur dísilbíla eiga rétt á bótum frá Volkswagen

Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Smitum fjölgar í Þýskalandi eftir tilslakanir

Lýðheilsustofnun Þýskalands segir að nýjum kórónuveirusmitum sé byrjað að fjölga aftur eftir að byrjað var að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Mótmælendur hafa krafist þess að takmörkunum verði aflétt enn hraðar nú um helgina.

Erlent
Fréttamynd

75 ár liðin frá uppgjöf nasista

Sjötíu og fimm ár eru liðin í dag frá því Nasistar gáfust upp fyrir herjum Bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Kórónuveirufaraldurinn setur svip sinn á fagnaðarlæti dagsins.

Erlent
Fréttamynd

Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi

Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar.

Erlent
Fréttamynd

Efast um skjótan efnahagsbata að faraldri loknum

Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verða að líkindum við lýði í lengri tíma og því er ósennilegt að hagkerfi Evrópu taki hratt og vel við sér á næstunni. Seðlabankastjóri Þýskalands á þó von á því að stöðugur efnahagsbati náist þegar faraldurinn er um garð genginn að fullu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Banna Hezbollah í Þýskalandi

Þjóðverjar tilkynntu í morgun að héðan í frá yrðu Hezbollah samtökin bönnuð þar í landi og hafa þau verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir særðust í hnífaárás í Hanau

Ekki er ljóst hvað hópi manna sem stakk og særði fjóra vegfarendur gekk til í borginni Hanau í Þýskalandi í gærkvöldi. Lögregla telur þó ekkert benda til þess að árásirnar tengist fjöldamorði kynþáttahatara á fólki ef erlendum uppruna í borginni í febrúar.

Erlent
Fréttamynd

Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi

Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna.

Erlent
Fréttamynd

Leikmenn skyldaðir til að spila með andlitsgrímur?

Þjóðverjar stefna á að verða á meðal fyrstu þjóða Evrópu til að hefja deildarkeppni í fótbolta á nýjan leik eftir kórónaveirufaraldurinn og horfa forráðamenn þýska knattspyrnusambandsins til þess að keppni í þýsku úrvalsdeildinni geti hafist þann 9.maí næstkomandi.

Fótbolti