Fiskeldi

Fréttamynd

Kæru Íslendingar, verndið villta laxastofna

Íslendingar, ekki gera sömu alvarlegu mistök og hafa verið gerð í öðrum löndum þar sem umfangsmikið sjókvíaeldi hefur verið heimilað með miklum skaða fyrir náttúruna. Setjið ströng lög um þessa starfsemi áður en það er of seint.

Skoðun
Fréttamynd

Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi

„Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess.

Innlent
Fréttamynd

Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði

Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frey Frostasyni svarað vegna vistspors sjókvíaeldis

Freyr Frostason arkitekt, formað­ur Icelandic Wildlife Fund skrifar um sjókvíaeldi í Fréttablaðið 14. mars sl. og finnur því flest til foráttu. Sjókvíaeldi á laxi er mikilvæg matvælaframleiðsla, og telur um 2,2 miljónir tonna á ári á heimsvísu, en þyrnir í augum þeirra sem telja hættu á að kynbættur stórlax úr eldi geti spillt íslenskum laxastofnum og mengað firði. Þessi umræða er oft og tíðum öfgakennd og lituð rangfærslum.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja þrefalda landeldi á laxi í Þorlákshöfn

Landeldi á laxi í Þorlákshöfn mun rúmlega þrefaldast ef áætlanir nýrra aðila um fimm þúsund tonna landeldi þar ná fram að ganga. Stefnt er að umhverfisvænu eldi í hæsta gæðaflokki sem framleiði fyrir hágæðamarkað á laxi.

Innlent
Fréttamynd

Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax

Matvælastofnun hefur ekki sent einn tölvupóst til Arnarlax vegna óhappa í sjó­kvíum fyrirtækisins. Næst ekki í framkvæmdastjórann. Forstjóri Umhverfisstofnunar (UST) gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki óhöpp til stofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Segja eftirliti með fiskeldi verulega ábótavant

Engin eftirlitsstofnun hefur enn gert úttekt á laxeldi á Vestfjörðum, þar sem tvö óhöpp urðu við eldið fyrir átta dögum. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund, sem lætur sig heilbrigði villtra laxastofna varða, segir að eftirlit og reglur um laxeldi séu í megnasta ólagi.

Innlent
Fréttamynd

MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax

Matvælastofnun (MAST) hefur enn ekki rannsakað búnað Arnarlax á Vestfjörðum þrátt fyrir að hafa fengið tilkynningu um tvö óhöpp hjá fyrirtækinu þann 12. febrúar. Segjast ætla að taka kvíarnar út "eins fljótt og unnt er“.

Innlent
Fréttamynd

Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands

Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði.

Innlent
Fréttamynd

Eldisfiskur frjáls um allt land

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hafrannsóknastofnunar hafa 67 eldisfiskar bitið á agn hjá stangveiðimönnum í sumar. Það er aðeins brot þess fisks sem syndir frjáls í íslenskum ám. Tölurnar vekja misjöfn viðbrögð.

Innlent
Fréttamynd

Lax­eldi eykst um helming

Búist er við 45 prósenta heildaraukningu í fiskeldi milli ára. Búist er við meira en helmingsaukningu í laxeldi frá því í fyrra. Enn eru miklar væntingar til þorskeldis, sem þó er enn á þróunarstigi.

Innlent