Landbúnaður

Fréttamynd

Salka bar fimm hressum og heilbrigðum lömbum

"Þetta eru fínustu lömb, hress og heilbrigð. Burðurinn gekk ágætlega hjá henni, það komu reyndar tvö á afturfótunum, það var eitthvað sem við leystum auðveldlega. Þetta eru sæðingalömb undan sæðingahrúti, þannig að eitthvað af þeim verður líklega í ásetningshópnum í haust, segir Tómas Jensson,“ bóndi á Teigi í Fljótshlíð.

Innlent
Fréttamynd

Eini sveppabóndi landsins segist vera í tísku í dag

"Já, þetta er hollustu bylgjan, við hentum vel inn í vegan og keto líka, þannig að við erum í tísku í dag, það er gaman að vera í tísku því að þetta er undirstaðan fyrir því að framleiða góða vöru að hún seljist vel, við erum í þeirri stöðu núna“, segir Georg Ottósson, eini sveppabóndi landsins og eigandi Flúðasveppa á Flúðum.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn notuðu salernið á meðan bóndinn brá sér í sturtu

Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi á bænum Hvítanesi í Vestur Landeyjum hefur fengið sig fullsadda af ágangi ferðamanna á jörð sinni því þeir gefa hrossum hennar og nota dróna til að taka myndir af þeim, sem fælir hestana og gerir þá hrædda. Steininn tók nýlega úr þegar ferðamenn fóru inn í húsið hennar til að nota salernið á meðan hún var í sturtu.

Innlent
Fréttamynd

Beðið fyrir stjórnmálamönnum í bændamessu

Séra Önundur segist ætla að biðja fyrir stjórnmálamönnum landsins og þeirra stefnu, sem hann segir stefna íslenskum landbúnaði í voða verði leyft að flytja inn hrátt ófrosið kjöt inn til landsins eins og frumvarp sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að mæðiveiki berist í fé

Doktor í sameindaerfðafræði telur varasamt að leyfa innflutning á hráu kindakjöti. Óttast auknar líkur á að mæðiveiki berist til landsins. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir yfirleitt nægt framboð af innlendu kjöti sem Íslendingar kjósi.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti

Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri.

Innlent
Fréttamynd

Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum

Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi.

Innlent
Fréttamynd

Ég lifi tvöföldu lífi

Margrét Gauja Magnúsdóttir hætti sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði síðasta vor og söðlaði svo sannarlega um en nú skiptir hún lífi sínu á milli Hafnarfjarðar og Skaftafells.

Lífið
Fréttamynd

Ráðherra segir umræðuna á villigötum

Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar

Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins.

Innlent