Fjölmiðlar

Fréttamynd

Hátt reitt til höggs

Það kemur mér ekki á óvart að núverandi stjórn Blaðamannafélags Íslands hafi ákveðið að kæra mig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins, eins og fram kemur í tilkynningu hennar til félagsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnin kærir Hjálmar ekki en telur hann þó sekan

Stjórn Blaðamannafélags Íslands tók einróma ákvörðun á stjórnarfundi 21. júní um að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi Hjálmars Jónssonar, fyrrverandi formanns og framkvæmdastjóra félagins, þrátt fyrir niðurstöðu lögfræðiálits Logos þar sem fram kemur að háttsemin hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð.

Innlent
Fréttamynd

Vara við svindlurum sem líkja eftir Mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir umfangsmiklar tilraunir í gangi til að svíkja peninga út úr landsmönnum á netinu. Glæpamennirnir notist við gervifréttir af vel heppnuðum fjárfestingum til að lokka fólk inn í svikamyllu.

Innlent
Fréttamynd

Að gefnu til­efni

Prófessor Gauti Kristmannsson, bókagagnrýnandi Ríkisútvarpsins, ritar pistil hér á Vísi þann 28. júní s.l. og virðist gáttaður á því að ég skuli voga mér að halda uppi vörnum fyrir íslenska tungu. 

Skoðun
Fréttamynd

Freyja snýr sér að þáttastjórnun

Freyja Haraldsdóttir baráttukona og doktorsnemi er þáttastjórnandi nýrra útvarpsþátta sem verða á dagskrá Rásar 1 í sumar. Þættirnir heita Við eldhúsborðið og fjalla um málefni fatlaðs fólks.

Lífið
Fréttamynd

Endur­tekið efni á Stöð 2 vegna rafmagnsbrunans

Enn er unnið að viðgerð vegna rafmagnsbruna sem kom upp í tækjarými Sýnar í nótt. Vegna þess er sjónvarpsdagskrá Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport með óhefðbundnum hætti sem lýsir sér þannig að viðskiptavinir sjá endurtekið efni. 

Innlent
Fréttamynd

Þrjótarnir geri ekki greinar­mun á bíla­sölum eða fjöl­miðlum

Framkvæmdastjóri netöryggisfélags telur orðum aukið að leggja megi netárás sem útgáfufélagið Árvakur varð fyrir um helgina að jöfnu við aðför að lýðræði í landinu. Ekkert bendi til þess að ráðist hafi verið á Árvakur vegna þess að um fjölmiðlafyrirtæki sé að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Cool­bet á­berandi í úti­legu Verzlinga

Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Gleði­­tíðindi að koma Ass­an­­ge loks úr fangelsi

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Mikið þrek­virki“ að koma Morgun­blaðinu út í morgun

Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er á­rás á lýð­ræðið í landinu”

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Allir að hlusta, en samt fórum við í gjald­þrot“

Gunnlaugur Helgason – Gulli Helga – fjölmiðlamaður og frumkvöðull segist þakklátur fyrir áratugaferil í fjölmiðlum, en jafnframt frelsinu feginn eftir að hann hætti í daglegri rútínu. Gulli Helga, var nýlega gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og þar kjaftaði á honum hver tuska.

Lífið
Fréttamynd

Ekki alltaf hægt að endur­heimta öll gögn

Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn.

Innlent
Fréttamynd

Vefurinn kominn í loftið en ó­víst með blað morgun­dagsins

Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, er kominn aftur upp eftir að hafa legið niðri frá um fimmleytið í dag eftir stórfellda netárás sem gerð var á tölvukerfi Árvakurs. Útsendingar hafa einnig legið niðri á K100. Karl Blöndal aðstoðarritstjóri segir ekki til um hvort Morgunblaðið komi út á morgun.

Innlent
Fréttamynd

RÚV fær liðs­styrk frá Heimildinni

Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Heimildinni og áður Stundinni hefur ráðið sig til Ríkisútvarpsins þar sem hann mun meðal annars starfa við útvarpsþáttinn Þetta helst.

Innlent
Fréttamynd

Hjör­var fær gula spjaldið frá RÚV

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir ekki vel séð að menn reyni að koma á framfæri óbeinum auglýsingum, eins og ætla má að Hjörvar Hafliðason hafi verið að gera í EM-settinu.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast einka­væða ríkismiðil Frakka

Öfgahægriflokkur Marine Le Pen, Þjóðfylkingin, stefnir að því að einkavæða ríkisfjölmiðilinn í Frakklandi, nái flokkurinn hreinum meirihluta í komandi þingkosningum. 

Erlent
Fréttamynd

Til­kynntu um ekki yfir­vofandi eld­gos

Veðurstofan sendi fjölmiðlum rétt í þessu tilkynningu um eldgos sem gæti hafist innan skamms við Öræfajökul. Þó er allt með kyrrum kjörum við Öræfajökul og ekki búist við eldgosi í alvöru þar sem að þessi tilkynning var æfing.

Innlent
Fréttamynd

Vilja skoða að gera RÚV aftur að hefðbundinni ríkisstofnun

Meirihluti fjárlaganefndar telur skynsamlegt að kannaðir verði kostir og gallar þess að Ríkisútvarpið verði gert að hefðibundinni ríkisstofnun að nýju. Þetta kemur fram í meirihlutaáliti um fjármálaáætlun fyrir árin 2025 til 2029 sem lagt var fram á þingi í gær.

Innlent