Fjölmiðlar

Fréttamynd

Elín Pálma­dóttir er látin

Elín Pálma­dótt­ir blaðamaður er lát­in, 95 ára að aldri. Hún hóf störf sem blaðamaður á Vikunni en var svo ráðin til starfa á Morgunblaðinu árið 1958 þar sem hún starfaði til 1997 þegar hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Innlent
Fréttamynd

Vil­helm tók mynd ársins og frétta­mynd ársins

Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, hreppti tvö af sjö verðlaunum sem veitt voru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2021 í dag. Mynd Vilhelms af eldgosinu í Geldingadölum var valin mynd ársins og mynd hans af nýmyndaðri ríkisstjórn í roki og rigningu var valin fréttamynd ársins.

Innlent
Fréttamynd

Sunna Karen verð­launuð fyrir um­fjöllun ársins

Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi hlaut nú síðdegis Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir umfjöllun ársins. Hún fjallaði um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Innlent
Fréttamynd

1. apríl 2022: Þrí­eykið gert ó­dauð­legt, nýr Í­þrótta­álfur tekur við og Sumar­búð Ís­lendinga rís

Fyrsti apríl, dagurinn sem fólk ýmist elskar eða elskar að hata, er nú genginn í garð enn einu sinni og strax á miðnætti hófust fyrirtæki, fréttamiðlar, fyrirtæki og einstaklingar handa við að reyna að gabba Íslendinga. Fréttastofa hefur tekið saman nokkur helstu göbb dagsins en sitt sýnist hverjum um hversu frumleg eða trúverðug þau eru í ár. 

Lífið
Fréttamynd

Guð­mundur nýr frétta­stjóri Markaðarins

Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn

„Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt.

Lífið
Fréttamynd

„Hlutlaust ríkisútvarp er bara rangt, rangt frá a til ö“

Eyjólfur Ármannsson Flokki fólksins tók þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um umhverfi fjölmiðla og fengu íslenskir fjölmiðlar falleinkunn hjá þingmanninum og þá sér í lagi RÚV. Eyjólfur talar af biturri reynslu sem formaður Orkunnar okkar og lýsti henni fyrir þingheimi.

Innlent
Fréttamynd

Lilja boðar breytingu á skattaumhverfi frjálsra fjölmiðla

Sérstök umræða um stöðu fjölmiðla fór fram á þinginu fyrr í dag. Þingflokksformaður Viðreisnar var málshefjandi. Flestir sammála um fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og kölluðu eftir heildstæðri stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Ráðherra boðar skattaaðgerðir en vill ekki stofna „enn eina nefndina” til að greina stöðuna.

Innherji
Fréttamynd

Aðalsteinn þarf að gefa skýrslu eftir frávísun í Hæstarétti

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, þarf að gefa skýrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur vísaði kæru Aðalsteins frá dómi í dag. Hæstiréttur taldi að Aðalsteinn hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Björn Ingi keypti sér miða til Úkraínu aðra leið

Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður er kominn til Úkraínu. Tilgangur fararinnar er að kynna sér aðstæður, viða að sér efni sem hann mun gera grein fyrir á miðli sínum Viljanum, samfélagsmiðlum eftir atvikum og jafnvel fjalla um þetta í bók ef vill.

Innlent
Fréttamynd

Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum

Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Face­book

Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust.

Innlent
Fréttamynd

Frosti kominn í leyfi frá störfum

Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Telur af­stöðu RÚV til mann­réttinda­brota tæki­færis­sinnaða

Hjálmtýr Heiðdal hefur, fyrir hönd stjórnar Félagsins Ísland – Palestína, sent bréf til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra þar sem hann krefst svara við því hvers vegna RÚV þyki nú sjálfgefið að Rússum sé vísað úr Eurovision en fráleitt áður að stíga slíkt skref þegar Ísrael átti í hlut.

Innlent
Fréttamynd

Banda­rískur blaða­maður drepinn ná­lægt Kænu­garði

Brent Renaud, fimmtugur blaðamaður og kvikmyndagerðarmaður frá Bandaríkjunum, var drepinn skammt frá Kænugarði í dag en Renaud hafði áður starfað fyrir miðla á borð við New York Times. Hann var þó ekki að störfum fyrir miðilinn þegar hann var drepinn. 

Erlent