Kóngafólk

Fréttamynd

Meg­han sögð hafa boðið Katrínu sam­starf

Samband þeirra Meghan Markle og Katrínar hertogaynju af Cambridge er talið hafa batnað til muna og á Meghan að hafa boðið Katrínu að vinna með sér að nýju sjónvarpsefni. Þetta þykir til tíðinda þar sem lengi hefur verið talið afar stirt á milli þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Andrés prins kærður fyrir nauðgun

Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Kærandi í málinu er Virginia Giuffre, sem segir brot Andrésar gegn sér hafa átt sér stað þegar hún var sautján ára gömul.

Erlent
Fréttamynd

Sjáðu Staun­ton í hlut­verki drottningarinnar

Breska leikkonan Imelda Staunton fer með hlutverk sjálfrar Elísabetar Englandsdrottningar í fimmtu seríu af þáttunum The Crown. Streymisveitan Netflix birti í gær fyrstu mynd af leikkonunni í hlutverkinu.

Lífið
Fréttamynd

Elísabet drottning sendi kveðju til landsliðsins

Elísabet önnur, Bretlandsdrottning, sendi hamingjuóskir og baráttukveðjur til Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og enska liðsins í aðdraganda úrslitaleiks liðsins á EM við Ítalíu á Wembley annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Synirnir kostuðu Karl 780 milljónir í fyrra

Karl Bretaprins studdi son sinn Harry og eiginkonu hans Meghan fjárhagslega þar til síðasta sumar. Fjárhagsstuðningurinn varði í einhverja mánuði eftir að hertogahjónin af Sussex ákváðu að segja sig frá skyldustörfum fyrir konungsfjölskylduna.

Erlent
Fréttamynd

BBC biðst af­sökunar á um­deildu Díönu-við­tali frá 1995

Breska ríkisútvarpið hefur í fyrsta sinn beðist afsökunar á umdeildu viðtali sjónvarpsmannsins Martins Bashir við Díönu prinsessu frá 1995. Það er gert eftir óháða rannsókn á aðdraganda og framkvæmd viðtalsins, niðurstöður hverrar voru birtar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Efast um til­kall konungs­sonar til krúnu Súlúmanna

Til uppnáms kom þegar nýr konungur Súlúmanna í Suður-Afríku var tilnefndur í gærkvöldi. Nokkrir meðlimir konungsfjölskyldunnar efast um tilkall Misuzulu Zulu prins til krúnunnar og hrifu lífverðir hans í burtu þegar tilkynnt var opinberlega um tilkall hans í konungshöllinni.

Erlent
Fréttamynd

Prins sakaður um að hafa banað „stærsta birni Rúmeníu“

Umhverfisverndarsamtök í Rúmeníu hafa sakað Emanuel, prins í Liechtenstein, um að hafa skotið björninn Artúr á verndarsvæði í Karpatafjöllum. Artúr er sagður hafa verið „stærsti björn Rúmeníu“, en bann ríkir við minjaveiðum á stærri rándýrum í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Karlotta fagnar sex ára afmæli

Karlotta prinsessa, dóttir Vilhjálms prins og Katrínar, hertogaynju af Cambridge, er sex ára í dag. Í tilefni dagsins hefur konungsfjölskyldan nýja mynd af prinsessunni í sínu fínasta pússi.

Lífið