Frakkland Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. Erlent 4.10.2022 09:56 Vörumerki Línu Birgittu á tískuvikunni í París Tískuvörumerkið Define the Line í eigu Línu Birgittu Sigurðardóttur fékk boð um að taka þátt í tískuvikunni í París. „Ég fékk boð um að taka þátt í PFW fyrir nokkrum mánuðum en það var fyrirtæki í New York sem hafði samband við mig eftir að hafa fylgst með vörumerkinu,“ segir Lína í samtali við Vísi. Lífið 1.10.2022 18:06 Forseti PSG sagður eiga þátt í mannráni og pyntingum Franska dagblaðið Libération greinir frá því í dag að hinn katarski Nasser Al-Khelaifi, forseti franska fótboltaliðsins Paris Saint-Germain, hafi átt þátt í mannráni franskalsírsks kaupsýslumanns. Sá á að hafa haft undir höndum gögn sem sýndu Al-Khelaifi ekki í góðu ljósi. Fótbolti 29.9.2022 15:01 Mætti óvænt og fagnaði nýju línunni Fyrirsætan Cara Delevingne mætti á tískuvikuna í París í gær þar sem línunni Cara Loves Carl var fagnað. Óvissa var með hvort hún myndi mæta á viðburðinn, en hún lét ekki sjá sig í partýinu sem var haldið þegar línan fór í sölu fyrr í mánuðinum. Lífið 28.9.2022 12:00 Frönsk stemning á frumsýningu Bara smástund Sýningin Bara smástund var frumsýnd í Borgarleikhúsinu á föstudag. Frönsk stemning beið gestanna í leikhúsinu og hljómaði harmonikkuleikur um forsalinn. Lífið 26.9.2022 16:00 Þrír íslenskir kappar í topp tíu í ofurhlaupi í Frakklandi Þorbergur Jónsson, Snorri Björnsson og Þorsteinn Roy urðu allir á meðal tíu efstu af um fimmtán hundruð keppendum í 59 kílómetra fjallahlaupi í Suður-Frakklandi í dag. Þorbergur hafnaði í öðru sæti í keppinni. Sport 24.9.2022 22:27 Íslenskar konur slösuðust eftir að loftbelgur brotlenti Loftbelgur með þrjá Íslendinga innanborðs lenti harkalega nærri Tours í Frakklandi í gærmorgun með þeim afleiðingum að tveir slösuðust. Innlent 18.9.2022 00:08 Klæddust kvenmannsfötum, settu á sig hárkollu og rændu tugi lestarfarþega Meðlimir í frönsku glæpagengi eru sagðir hafa klæðst kvenmansfatnaði, sett á sig hárkollur og rænt í það minnsta 170 farþega í fyrsta farrými lesta í Frakklandi. Lögreglan í Marseille fann þýfið og reynir nú að finna réttmætu eigendur þess. Erlent 16.9.2022 22:50 Leikstjórinn Jean-Luc Godard er látinn Einn af risum franskrar kvikmyndagerðar, leikstjórinn Jean-Luc Godard, er látinn, 91 árs að aldri. Menning 13.9.2022 08:52 Fundu líkamsleifar í Eystrasalti Líkamsleifar hafa fundist í sjónum í Eystrasalti þar sem einkaþota brotlenti um helgina. Brak hefur einnig fundist en mikil óvissa ríkir varðandi það hvað leiddi til þess að flugvélin hrapaði í hafið. Erlent 6.9.2022 13:00 Mbappé um Pogba-málið: „Orð gegn orði“ Kylian Mbappé segist treysta Paul Pogba þrátt fyrir orðróm þess efnis að hann hafi leitað til töfralæknis til að leggja bölvun á félaga í franska landsliðinu. Fótbolti 6.9.2022 08:31 Evrópuþingið hættir við nýjan bar í nafni orkusparnaðar Til þess að reyna að spara orkukostnað hefur Evrópuþingið hætt við framkvæmdir og úrbætur á húsnæði í kringum starfsemi þingsins sem nema 6,7 milljónum evra eða um 947,7 milljónum íslenskra króna. Erlent 1.9.2022 19:30 Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. Erlent 30.8.2022 20:25 Yfirvöld nota gervigreind til að finna faldar sundlaugar Yfirvöld í Frakklandi hafa notað gervigreind til að leita að sundlaugum í níu héruðum, sem íbúar hafa ekki gefið upp. Fleiri en 20 þúsund sundlaugar hafa fundist til þessa og fært skattayfirvöldum jafnvirði 1,4 milljarða króna í tekjur. Erlent 30.8.2022 07:45 Nota gervigreind til að finna ótilkynntar sundlaugar Yfirvöld í Frakklandi hafa notað gervigreind til þess að finna sundlaugar í einkaeigu sem eigendur hafa ekki tilkynnt um. Gervigreindin hefur fundið yfir tuttugu þúsund sundlaugar í landinu hingað til. Erlent 29.8.2022 23:37 Flugmenn Air France í straff eftir átök í flugstjórnarklefa Tveimur flugmönnum hjá franska flugfélaginu Air France hefur tímabundið verið vikið frá störfum eftir að til átaka kom milli þeirra inni í flugstjórnarklefanum í miðju flugi. Erlent 29.8.2022 07:27 Paul Pogba kúgaður af bróður sínum í skipulagðri glæpastarfsemi Mathias Pogba, bróðir Paul Pogba, hótar að afhjúpa upplýsingar um bróður sinn sem myndu fá alla stuðningsmenn Pogba til að snúast gegn honum. Fótbolti 29.8.2022 07:00 Frysta verð til að berjast gegn verðbólgunni Franska verslunarkeðjan Carrefour hyggst leggja baráttunni gegn verðbólgu í Frakklandi lið með því að frysta vöruverð á hundrað vörum. Viðskipti erlent 22.8.2022 07:56 Apabóla smitaðist frá manni yfir í mjóhund Nýjustu upplýsingar úr læknatímaritinu „the Lancet“ herma að nú hafi apabóla smitast frá manni yfir í hund. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur fólk til þess að fara varlega í kringum dýr greinist það með apabólu en ekki sé nauðsynlegt að hafa miklar áhyggjur af málinu sem stendur. Erlent 17.8.2022 20:51 Þúsundir manna þurft að flýja heimili sín í Frakklandi Alls hafa um tíu þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Frakklandi vegna mikilla skógarelda. Íbúar Gironde-svæðisins hafa þurft glíma við fjölda elda í ágústmánuði. Erlent 10.8.2022 23:58 Orkuvandræðin í Evrópu hafi áhrif á starfsemi verslana Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað. Viðskipti erlent 10.8.2022 14:34 Mjaldurinn í Signu svæfður eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir Vannærður mjaldur sem fastur var í ánni Signu í rúma viku var fluttur þaðan í gær í umfangsmiklum björgunaraðgerðum. Til stóð að færa hvalinn í saltvatnstank í Normandí til að bjarga lífi hans en í dag var greint frá því að mjaldurinn hafi drepist á leiðinni. Erlent 10.8.2022 08:56 Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. Erlent 7.8.2022 20:28 Hafa áhyggjur af horuðum mjaldri sem er fastur í Signu Yfirvöld í Frakklandi hafa áhyggjur af mjaldri sem fastur er í ánni Signu. Hvalurinn hefur ekki viljað borða neitt síðan hann fannst. Erlent 6.8.2022 15:09 Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í síðustu viku við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Lífið á Vísi tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira um stóra daginn. Lífið 26.7.2022 15:31 Stinnandi krem og brúðkaupsferð í París Söngdívan Jennifer Lopez er 53 ára í dag og í tilefni þess tilkynnti hún um komu húðlínunnar sinnar en fyrsta kremið í henni er hannað til þess að stinna bossann. Hún segir í tilkynningunni að almennt einbeiti fólk sér að því að huga vel að andlitinu en líkaminn eigi það til að gleymast. Lífið 25.7.2022 15:01 Nýtt nafn á lista sigurvegara í Tour de France Hinn danski Jonas Vingegaard Rasmussen kom fyrstur í mark í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France, en keppni lauk í hjólreiðakeppninni sögufrægu í dag. Sport 24.7.2022 19:10 Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. Erlent 18.7.2022 07:59 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geisuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. Erlent 17.7.2022 09:18 Frönsk yfirvöld staðfesta tengsl ristilkrabbameins og nítrata í unnum kjötvörum Frönsk yfirvöld hafa staðfest skaðsemi nítrata í unnum kjötvörum og tengsl þeirra við ristilkrabbamein. Matvælaöryggisyfirvöld í Frakklandi (ANSES) hafa hvatt til þess að neysla nítrata verði takmörkuð en nítrötin lengja líftíma ýmissa matvæla. Erlent 13.7.2022 12:24 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 42 ›
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. Erlent 4.10.2022 09:56
Vörumerki Línu Birgittu á tískuvikunni í París Tískuvörumerkið Define the Line í eigu Línu Birgittu Sigurðardóttur fékk boð um að taka þátt í tískuvikunni í París. „Ég fékk boð um að taka þátt í PFW fyrir nokkrum mánuðum en það var fyrirtæki í New York sem hafði samband við mig eftir að hafa fylgst með vörumerkinu,“ segir Lína í samtali við Vísi. Lífið 1.10.2022 18:06
Forseti PSG sagður eiga þátt í mannráni og pyntingum Franska dagblaðið Libération greinir frá því í dag að hinn katarski Nasser Al-Khelaifi, forseti franska fótboltaliðsins Paris Saint-Germain, hafi átt þátt í mannráni franskalsírsks kaupsýslumanns. Sá á að hafa haft undir höndum gögn sem sýndu Al-Khelaifi ekki í góðu ljósi. Fótbolti 29.9.2022 15:01
Mætti óvænt og fagnaði nýju línunni Fyrirsætan Cara Delevingne mætti á tískuvikuna í París í gær þar sem línunni Cara Loves Carl var fagnað. Óvissa var með hvort hún myndi mæta á viðburðinn, en hún lét ekki sjá sig í partýinu sem var haldið þegar línan fór í sölu fyrr í mánuðinum. Lífið 28.9.2022 12:00
Frönsk stemning á frumsýningu Bara smástund Sýningin Bara smástund var frumsýnd í Borgarleikhúsinu á föstudag. Frönsk stemning beið gestanna í leikhúsinu og hljómaði harmonikkuleikur um forsalinn. Lífið 26.9.2022 16:00
Þrír íslenskir kappar í topp tíu í ofurhlaupi í Frakklandi Þorbergur Jónsson, Snorri Björnsson og Þorsteinn Roy urðu allir á meðal tíu efstu af um fimmtán hundruð keppendum í 59 kílómetra fjallahlaupi í Suður-Frakklandi í dag. Þorbergur hafnaði í öðru sæti í keppinni. Sport 24.9.2022 22:27
Íslenskar konur slösuðust eftir að loftbelgur brotlenti Loftbelgur með þrjá Íslendinga innanborðs lenti harkalega nærri Tours í Frakklandi í gærmorgun með þeim afleiðingum að tveir slösuðust. Innlent 18.9.2022 00:08
Klæddust kvenmannsfötum, settu á sig hárkollu og rændu tugi lestarfarþega Meðlimir í frönsku glæpagengi eru sagðir hafa klæðst kvenmansfatnaði, sett á sig hárkollur og rænt í það minnsta 170 farþega í fyrsta farrými lesta í Frakklandi. Lögreglan í Marseille fann þýfið og reynir nú að finna réttmætu eigendur þess. Erlent 16.9.2022 22:50
Leikstjórinn Jean-Luc Godard er látinn Einn af risum franskrar kvikmyndagerðar, leikstjórinn Jean-Luc Godard, er látinn, 91 árs að aldri. Menning 13.9.2022 08:52
Fundu líkamsleifar í Eystrasalti Líkamsleifar hafa fundist í sjónum í Eystrasalti þar sem einkaþota brotlenti um helgina. Brak hefur einnig fundist en mikil óvissa ríkir varðandi það hvað leiddi til þess að flugvélin hrapaði í hafið. Erlent 6.9.2022 13:00
Mbappé um Pogba-málið: „Orð gegn orði“ Kylian Mbappé segist treysta Paul Pogba þrátt fyrir orðróm þess efnis að hann hafi leitað til töfralæknis til að leggja bölvun á félaga í franska landsliðinu. Fótbolti 6.9.2022 08:31
Evrópuþingið hættir við nýjan bar í nafni orkusparnaðar Til þess að reyna að spara orkukostnað hefur Evrópuþingið hætt við framkvæmdir og úrbætur á húsnæði í kringum starfsemi þingsins sem nema 6,7 milljónum evra eða um 947,7 milljónum íslenskra króna. Erlent 1.9.2022 19:30
Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. Erlent 30.8.2022 20:25
Yfirvöld nota gervigreind til að finna faldar sundlaugar Yfirvöld í Frakklandi hafa notað gervigreind til að leita að sundlaugum í níu héruðum, sem íbúar hafa ekki gefið upp. Fleiri en 20 þúsund sundlaugar hafa fundist til þessa og fært skattayfirvöldum jafnvirði 1,4 milljarða króna í tekjur. Erlent 30.8.2022 07:45
Nota gervigreind til að finna ótilkynntar sundlaugar Yfirvöld í Frakklandi hafa notað gervigreind til þess að finna sundlaugar í einkaeigu sem eigendur hafa ekki tilkynnt um. Gervigreindin hefur fundið yfir tuttugu þúsund sundlaugar í landinu hingað til. Erlent 29.8.2022 23:37
Flugmenn Air France í straff eftir átök í flugstjórnarklefa Tveimur flugmönnum hjá franska flugfélaginu Air France hefur tímabundið verið vikið frá störfum eftir að til átaka kom milli þeirra inni í flugstjórnarklefanum í miðju flugi. Erlent 29.8.2022 07:27
Paul Pogba kúgaður af bróður sínum í skipulagðri glæpastarfsemi Mathias Pogba, bróðir Paul Pogba, hótar að afhjúpa upplýsingar um bróður sinn sem myndu fá alla stuðningsmenn Pogba til að snúast gegn honum. Fótbolti 29.8.2022 07:00
Frysta verð til að berjast gegn verðbólgunni Franska verslunarkeðjan Carrefour hyggst leggja baráttunni gegn verðbólgu í Frakklandi lið með því að frysta vöruverð á hundrað vörum. Viðskipti erlent 22.8.2022 07:56
Apabóla smitaðist frá manni yfir í mjóhund Nýjustu upplýsingar úr læknatímaritinu „the Lancet“ herma að nú hafi apabóla smitast frá manni yfir í hund. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur fólk til þess að fara varlega í kringum dýr greinist það með apabólu en ekki sé nauðsynlegt að hafa miklar áhyggjur af málinu sem stendur. Erlent 17.8.2022 20:51
Þúsundir manna þurft að flýja heimili sín í Frakklandi Alls hafa um tíu þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Frakklandi vegna mikilla skógarelda. Íbúar Gironde-svæðisins hafa þurft glíma við fjölda elda í ágústmánuði. Erlent 10.8.2022 23:58
Orkuvandræðin í Evrópu hafi áhrif á starfsemi verslana Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað. Viðskipti erlent 10.8.2022 14:34
Mjaldurinn í Signu svæfður eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir Vannærður mjaldur sem fastur var í ánni Signu í rúma viku var fluttur þaðan í gær í umfangsmiklum björgunaraðgerðum. Til stóð að færa hvalinn í saltvatnstank í Normandí til að bjarga lífi hans en í dag var greint frá því að mjaldurinn hafi drepist á leiðinni. Erlent 10.8.2022 08:56
Mjaldurinn í ánni Signu enn í vanda staddur Vannærður mjaldur fannst í ánni Signu nú á þriðjudag en mjaldurinn hefur neitað að borða þá fæðu sem honum hefur verið gefin og hefur vísindafólk á svæðinu miklar áhyggjur af heilsu hans. Líkurnar á því að hann komist aftur á sínar heimaslóðir séu hverfandi. Erlent 7.8.2022 20:28
Hafa áhyggjur af horuðum mjaldri sem er fastur í Signu Yfirvöld í Frakklandi hafa áhyggjur af mjaldri sem fastur er í ánni Signu. Hvalurinn hefur ekki viljað borða neitt síðan hann fannst. Erlent 6.8.2022 15:09
Georg á Kalda bar og Anaïs Barthe: Brúðkaupsdraumur í Suður-Frakklandi George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í síðustu viku við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Lífið á Vísi tók púlsinn á honum og fékk að heyra meira um stóra daginn. Lífið 26.7.2022 15:31
Stinnandi krem og brúðkaupsferð í París Söngdívan Jennifer Lopez er 53 ára í dag og í tilefni þess tilkynnti hún um komu húðlínunnar sinnar en fyrsta kremið í henni er hannað til þess að stinna bossann. Hún segir í tilkynningunni að almennt einbeiti fólk sér að því að huga vel að andlitinu en líkaminn eigi það til að gleymast. Lífið 25.7.2022 15:01
Nýtt nafn á lista sigurvegara í Tour de France Hinn danski Jonas Vingegaard Rasmussen kom fyrstur í mark í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France, en keppni lauk í hjólreiðakeppninni sögufrægu í dag. Sport 24.7.2022 19:10
Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. Erlent 18.7.2022 07:59
Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geisuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. Erlent 17.7.2022 09:18
Frönsk yfirvöld staðfesta tengsl ristilkrabbameins og nítrata í unnum kjötvörum Frönsk yfirvöld hafa staðfest skaðsemi nítrata í unnum kjötvörum og tengsl þeirra við ristilkrabbamein. Matvælaöryggisyfirvöld í Frakklandi (ANSES) hafa hvatt til þess að neysla nítrata verði takmörkuð en nítrötin lengja líftíma ýmissa matvæla. Erlent 13.7.2022 12:24