Norður-Kórea

Fréttamynd

Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs.

Erlent
Fréttamynd

Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum

Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin.

Erlent
Fréttamynd

Tölvuþrjótar Kim reyndu að stela gögnum um bóluefni

Tölvuþrjótar á vegum Norður-Kóreu hafa reynt að stela upplýsingum um framleiðslu bóluefna og þar á meðal uppskriftinni að bóluefni Pfizer. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustu Suður-Kóreu með þingmönnum í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram

Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna.

Erlent
Fréttamynd

Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska

Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri.

Erlent
Fréttamynd

Kim heitir bættum samskiptum við umheiminn

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir nauðsynlegt að bæta samband ríkisins við umheiminn og heitir því að gera það. Þetta sagði einræðisherrann á flokksþingi Verkamannaflokks Norður-Kóreu í gær en fjórði dagur þingsins er í dag.

Erlent
Fréttamynd

Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt flokksþing í skugga efnahagsvandræða

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnar á nýju ári áttunda flokksþing Verkamannaflokks landsins. Síðasta flokksþing var haldið fyrir fimm árum síðan og þá notaði Kim það til að tryggja yfirráð sín og heita því að koma upp kjarnorkuvopnum og lagði hann fram metnaðarfulla efnahagsáætlun, sem hefur ekki ræst.

Erlent
Fréttamynd

Kim sagður reiður og óskynsamur

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins.

Erlent
Fréttamynd

Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni

Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta her­sýningin í Norður-Kóreu í tvö ár

Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður.

Erlent
Fréttamynd

Lofar að skila líki suður­kóresks manns

Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Covid-berinn grunaður um nauðgun í Suður-Kóreu

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í bæ á landamærum Norður- og Suður-Kóreu eftir að ríkismiðlar sögðu frá því að maður sem laumaðist yfir landamæri ríkjanna sé grunaður um að hafa flutt nýju kórónuveiruna til landsins.

Erlent
Fréttamynd

Grunur um kórónuveirusmit í Norður-Kóreu

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, kallaði til neyðarfundar eftir að einstaklingur sem grunaður erum að vera smitaður af veirunni laumaðist yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu fyrr í mánuðinum.

Erlent
Fréttamynd

Engin áform um að ræða við Washington

Norður-kóresk yfirvöld hafa áréttað að engin áform sé uppi um að hefja viðræður um kjarnorkuvopnamál við yfirvöld í Washington. Ekki nema að Bandaríkjastjórn láti af því sem kallað eru fjandsamlegum stefnum í málefnum Norður-Kóreu.

Erlent