Netflix

Fréttamynd

Tinder Swindlerinn ætlar að segja sína hlið af sögunni

Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut eins og hann heitir í alvörunni kom með yfirlýsingu um að hann muni segja sína hlið af sögunni áður en hann hætti á Instagram. Heimildarmyndin The Tinder Swindler á Netflix hefur fengið gífurleg viðbrögð síðan hún kom út í byrjun mánaðarins og óttast netverjar að Shimon sé að finna leið til þess að nýta sér tækifærið.

Lífið
Fréttamynd

Dómur Joe Exotic styttur í dag

Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn.

Erlent
Fréttamynd

Peloton og Netflix lækka í virði meðan neysla færist í fyrra horf

Virði hlutabréfa þrektækjaframleiðandans Peloton hefur hrunið í verði í dag í kjölfar fréttaflutnings um að forsvarsmenn fyrirtækisins ætli sér að draga úr framleiðslu á þrekhjólum, hlaupabrettum og öðrum vegna minnkandi eftirspurnar. John Foley, forstjóri, neitar þessum fregnum en í senn viðurkenni að verið sé að gera breytingar á framleiðslu Peloton.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Uppáhalds lúkkin okkar úr Emily in Paris

Netflix þættirnir Emily in Paris með Lily Collins hafa vakið mikla athygi og þá sérstaklega þegar kemur að klæðnaði, förðun og hári. Heiður Ósk og Ingunn Sig í HI beauty tóku saman sín uppáhalds lúkk úr þáttunum. Við gefum þeim orðið. 

Lífið
Fréttamynd

Squid Game smyglari dæmdur til dauða

Karlmaður, sem smyglaði afritum af vinsælu Netflix-þáttunum Squid Game til Norður-Kóreu, hefur verið dæmdur til dauða. Upp komst um manninn eftir að stjórnvöld gómuðu gagnfræðiskólanema við að horfa á þættina.

Erlent
Fréttamynd

Baskin-hjónin stefna Net­flix vegna Tiger King 2

Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum.

Lífið
Fréttamynd

Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín

Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni.

Innlent
Fréttamynd

Chappelle sakaður um transfóbíu

Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd.

Erlent
Fréttamynd

Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð

Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina.

Erlent
Fréttamynd

Tiger King-stjarna látin

Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Meg­han sögð hafa boðið Katrínu sam­starf

Samband þeirra Meghan Markle og Katrínar hertogaynju af Cambridge er talið hafa batnað til muna og á Meghan að hafa boðið Katrínu að vinna með sér að nýju sjónvarpsefni. Þetta þykir til tíðinda þar sem lengi hefur verið talið afar stirt á milli þeirra.

Lífið