Aldrei fór ég suður

Fréttamynd

Baráttan um borgina

Lagið Aldrei fór ég suður trónaði vikum saman á toppum vinsældalista fyrir hartnær 20 árum enda yrkisefnið Íslendingum hugleikið þrátt fyrir að því fari fjarri að fólksflutningar af landsbyggðinni séu séríslenskt fyrirbæri.

Bakþankar
Fréttamynd

Tók langan tíma að stíga á svið

Soffía Björg Óðinsdóttir, söngkona, laga- og textahöfundur, nýtur sín best heima í sveitinni þegar hún semur lögin sín. Fyrsta platan er væntanleg í byrjun sumars en Soffía Björg hefur undirbúið hana í heilt ár.

Tónlist
Fréttamynd

Nýliðarnir áttu Aldrei fór ég suður í ár

Rythmatik sló í gegn á Rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði um páskana. Bandið var tvíbókað til þátttöku vegna óvæntrar sigurgöngu á Músíktilraunum viku áður. Agent Fresco hljóp í skarðið sem skapaðist í kjölfarið.

Lífið
Fréttamynd

Nóg að gera eftir að starfsferlinum lauk

Ásthildur Cesil Þórðardóttir er sjötug í dag. Starfsferill hennar var helgaður fegrun Ísafjarðarbæjar. Fyrir skömmu hætti hún störfum en hefur haft nóg fyrir stafni síðan.

Lífið
Fréttamynd

Mugison „beint úr ævintýrunum“

Hann kom, sá og sigraði, undramaður ársins. Oftast tekur það langan tíma að ná inn í hjarta þjóðar sinnar, en Mugison gerði það á einu augabragði. Hann vekur von og kærleika og eitthvað í fari hans hæfir stundinni og linar þá sundrungu sem hefur tröllriðið þjóðinni um nokkurn tíma. Í hrifningu sinni fara menn að ræða um hann sem forseta eða frelsara en málið snýst ekki um það.

Skoðun
Fréttamynd

HAM stækkar punginn

Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í fjórða sinn á Norðfirði helgina 10.-13. júlí. „Pungurinn á hátíðinni stækkaði allverulega þegar HAM skrifaði undir," segir Stefán Magnússon, sundkennari og skipuleggjandi Eistnaflugs. „Þá vöknuðu margir enda er HAM náttúrlega besta hljómsveit í heimi."

Tónlist