HAM stækkar punginn 15. maí 2008 00:01 Það er sjaldan lognmolla þegar HAM er á sviðinu. Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í fjórða sinn á Norðfirði helgina 10.-13. júlí. „Pungurinn á hátíðinni stækkaði allverulega þegar HAM skrifaði undir," segir Stefán Magnússon, sundkennari og skipuleggjandi Eistnaflugs. „Þá vöknuðu margir enda er HAM náttúrlega besta hljómsveit í heimi." HAM endar Eistnaflugið en á undan verða Brain Police, Forgarður helvítis, Sagtmóðígur, Mammút, Æla og fjölmargar aðrar hljómsveitir búnar að ljúka sér af. Þetta verða einu tónleikar HAM á þessu ári, en sveitin fer sparlega með sig þessi misserin og lék til að mynda bara einu sinni í fyrra, á Aldrei fór ég suður á Ísafirði. „Svo verður þarna hljómsveitin Contradiction, eldgömul þýsk trash metal-öskurapahljómsveit," segir Stefán. Hann segir hátíðina aldrei hafa verið veglegri en í ár. „Við höldum ótrauð áfram enda verður haldið upp á fimm ára afmæli hátíðarinnar á næsta ári. Við erum farin að finna fyrir áhuga erlendis frá. Norska black metal-sveitin Mayhem hefur til dæmis sýnt áhuga og vill spila að ári. Ég er nú ekki viss um að maður leggi í að fá þá. Þeir eru jú þekktastir fyrir að brenna kirkjur, morð og alls konar rugl." Mikið verður um dýrðir í tónleikahaldi á Austfjörðum í júlí því helgina eftir Eistnaflug er komið að hinni árlegu LungA-hátíð á Seyðisfirði. Einni viku síðar er svo röðin komin að stórtónleikum á Borgarfirði eystri þar sem Damien Rice, Emilíana Torrini og fleiri koma fram. Austfirðir rokka því feitt í júlí. Aldrei fór ég suður Eistnaflug Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í fjórða sinn á Norðfirði helgina 10.-13. júlí. „Pungurinn á hátíðinni stækkaði allverulega þegar HAM skrifaði undir," segir Stefán Magnússon, sundkennari og skipuleggjandi Eistnaflugs. „Þá vöknuðu margir enda er HAM náttúrlega besta hljómsveit í heimi." HAM endar Eistnaflugið en á undan verða Brain Police, Forgarður helvítis, Sagtmóðígur, Mammút, Æla og fjölmargar aðrar hljómsveitir búnar að ljúka sér af. Þetta verða einu tónleikar HAM á þessu ári, en sveitin fer sparlega með sig þessi misserin og lék til að mynda bara einu sinni í fyrra, á Aldrei fór ég suður á Ísafirði. „Svo verður þarna hljómsveitin Contradiction, eldgömul þýsk trash metal-öskurapahljómsveit," segir Stefán. Hann segir hátíðina aldrei hafa verið veglegri en í ár. „Við höldum ótrauð áfram enda verður haldið upp á fimm ára afmæli hátíðarinnar á næsta ári. Við erum farin að finna fyrir áhuga erlendis frá. Norska black metal-sveitin Mayhem hefur til dæmis sýnt áhuga og vill spila að ári. Ég er nú ekki viss um að maður leggi í að fá þá. Þeir eru jú þekktastir fyrir að brenna kirkjur, morð og alls konar rugl." Mikið verður um dýrðir í tónleikahaldi á Austfjörðum í júlí því helgina eftir Eistnaflug er komið að hinni árlegu LungA-hátíð á Seyðisfirði. Einni viku síðar er svo röðin komin að stórtónleikum á Borgarfirði eystri þar sem Damien Rice, Emilíana Torrini og fleiri koma fram. Austfirðir rokka því feitt í júlí.
Aldrei fór ég suður Eistnaflug Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira