Icelandair

Fréttamynd

Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega

Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mann­ekla veldur ó­fremdar­á­standi um allan heim

Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim.

Innlent
Fréttamynd

Fátt um svör hjá Icelandair eftir að allur farangurinn týndist

Farþegar flugsins FI506 á vegum Icelandair til Schiphol flugvallar í Hollandi hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan þau lentu um hádegi síðastliðinn mánudag. Farþegar hafa lítil svör fengið frá Icelandair þrátt fyrir að hafa reynt að hafa samband símleiðis og með netspjalli.

Innlent
Fréttamynd

Af­lýsa öllum flug­ferðum frá Brussel í dag

Búið er að aflýsa öllum fyrirhuguðum flugferðum frá Brussel í dag. Ástæðan er sögð vera langar biðraðir á flugvellinum sem hafi leitt til þess að ekki sé hægt að tryggja öryggi farþega.

Erlent
Fréttamynd

Eiga rétt á fullri endur­greiðslu og bótum

Tugir kvartana hafa borist Neyt­enda­­sam­tökunum síðustu daga eftir ó­­­venju­­mikið af af­­lýsingum á flugferðum. For­­maður sam­takanna segir flug­­fé­lögin oft sleppa því að upp­­­lýsa fólk um fullan rétt sinn á skaða­bótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á.

Neytendur
Fréttamynd

Icelandair flýgur á slóðir upphafsmanna flugsins

Ef einhver staður getur gert þá kröfu að teljast sá merkilegasti í flugsögunni, þá er það strandbærinn Kitty Hawk í Norður-Karólínu. Það var þar sem Wright-bræður, þeir Orville og Wilbur, gerðu flugtilraunir sínar í byrjun síðustu aldar og þann 17. desember árið 1903 tókst þeim fyrstum manna að fljúga þar vélknúinni flugvél.

Ferðalög
Fréttamynd

Bandarískur sjóður losar um stóran hluta bréfa sinna í Icelandair

Bandarískur vogunarsjóður, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Icelandair frá því um mitt árið í fyrra, seldi í flugfélaginu fyrir nærri 200 milljónir króna á seinni helmingi síðasta mánaðar. Frá áramótum hefur sjóðurinn, sem er stýringu hjá Stone Forest Capital, losað um þriðjung bréfa sinna í Icelandair.

Innherji
Fréttamynd

Frum­kvöðlar frá fyrsta degi

Í dag fagnar Icelandair 85 ára afmæli. Við þessi tímamót er gaman að staldra við og í senn líta yfir farinn veg og til framtíðar. Að mínu mati er rauði þráðurinn í gegnum alla söguna einstakur kraftur og ástríða starfsfólks og sá mikli frumkvöðlaandi sem einkennt hefur félagið alla tíð og gerir enn.

Skoðun
Fréttamynd

Þarf að selja allt sitt í Icelandair

Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, þarf að selja allan eignarhlut sinn í Icelandair innan tiltekins tíma, vegna kaupa Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum. Hluturinn er metinn á rétt rúmlega einn milljarð króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki lengur grímuskylda í flugi til Bandaríkjanna

Grímuskylda verður valkvæð í flugferðum á vegum Icelandair og Play til Bandaríkjanna. Play og Icelandair slökuðu á sínum reglum varðandi grímuskyldu í ákveðnum ferðum í Evrópu í síðasta mánuði en hafa nú stigið skrefinu lengra í samræmi við úrskurð alríkisdómara í Bandaríkjunum. 

Innlent
Fréttamynd

Bóksal selur í skráðum félögum til að minnka áhættu og skuldsetningu

Fjárfestingafélagið Bóksal, sem er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur og hefur verið afar umsvifamikið á hlutabréfamarkaði undanfarin misseri, seldi í liðnum mánuði hluta bréfa sinna í Icelandair, Arion banka og Kviku banka þar sem það hefur um nokkurt skeið verið á meðal stærstu hluthafa.

Innherji
Fréttamynd

Icelandair hækkar farmiðaverð 1. apríl

Sérstakt eldsneytisálag, sem er hluti af farmiðaverði Icelandair, verður hækkað frá og með 1. apríl. Hækkar það úr 5.100 krónum í 6.900 krónur þegar flogið er til Evrópu og úr 8.900 í 12.300 krónur fyrir þegar flogið er til áfangastaða í Norður-Ameríku.

Neytendur
Fréttamynd

Hæsti­réttur stað­festir úr­skurð Fé­lags­dóms í máli Ólafar Helgu

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms frá í febrúar þar sem hafnað var kröfu Icelandair um frávísun á kröfu ASÍ, fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, þess efnis að viðurkennt yrði með dómi að uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair í ágúst síðastliðinn fæli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og væri af þeim sökum ólögmæt.

Innlent