Kauphöllin

Fréttamynd

Ísland geti orðið fjármálamiðstöð norðurslóða

Arion banki vinnur markvisst að því að auka umsvif sín á norðurslóðum og telja stjórnendur bankans að íslenska fjármálakerfið geti gegnt lykilhlutverki á svæðinu. „Ísland er í einstakri stöðu til að verða fjármálamiðstöð norðurslóða,“ sagði Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, á markaðsdegi bankans sem var haldinn í morgun.

Innherji
Fréttamynd

Nýr hugsunarháttur hefur umbylt rekstri Arion banka

„Skilaboðin okkar árið 2019 voru einföld,“ sagði Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, aðstoðarbankastjóri Arion banka, á markaðsdegi bankans sem var haldinn í morgun. Ásgeir fór yfir árangurinn sem Arion banki hefur náð frá síðasta markaðsdegi bankans fyrir tveimur árum þegar stjórnendur kynntu nýja stefnu til að umbylta fyrirtækjalánabókinni.

Innherji
Fréttamynd

Alþjóðaumhverfið á nýju ári

Það stefnir allt í að 2021 reynist gott ár fyrir innlenda og erlenda hlutabréfamarkaði. Íslenska hlutabréfavísitalan hefur hækkað um tæp 40% frá áramótum samanborið við 19% hækkun heimsvísitölu hlutabréfa.

Umræðan
Fréttamynd

Forstjóri Kviku: „Við erum rétt að byrja“

„Kvika hefur stækkað úr litlu félagi upp í eitt af stærstu félögum landsins. Þrátt fyrir það er markaðshlutdeild okkar lítil víða. Félagið er fjárhagslega sterkt og tækifærin til þess að auka samkeppni eru víða. Við erum rétt að byrja,“ segir Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku.

Innherji
Fréttamynd

Hagnaður Kviku banka sjöfaldaðist

Hagnaður kviku banka sjöfaldaðist á fyrstu 9 mánuðum þessa árs. Fyrir skatta nemur hagnaður bankans tæpum 8 milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist Kvika um 1,3 milljarða á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

5,5 milljarða hagnaður Regins

Fasteignafélagið Reginn hagnaðist um rétt tæpa 5,5 milljarða króna, fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir, á fyrstu níu mánuðum ársins að því er fram kemur í tilkynningu sem fylgir ársfjórðungsuppgjöri félagsins. Þetta er 17% aukning frá sama tímabili í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimila samruna Marels og Völku

Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Marels og Völku. Á annan tug athugasemda bárust eftirlitinu vegna málsins og töldu keppinautar fyrirtækjanna að sameinað fyrirtæki myndi ná mjög sterkri stöðu í Evrópu og einokunarstöðu á vissum mörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn hagnast um 7,5 milljarða

Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2021 var 7,5 milljarðar króna. Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var jákvæð um 21,6 milljarða króna samanborið við 699 milljónir á sama tímabili árið 2020.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rekstrar­af­gangur aldrei verið meiri á einum fjórðungi

Síminn hagnaðist um 1.057 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1.014 milljónir á sama tímabili árið 2020. Um er að ræða 4,2% aukningu milli ára en tekjur drógust saman og námu 6.381 milljónum króna samanborið við 6.420 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Origo hagnaðist um 365 milljónir

Origo hagnaðist um 365 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður fyrirtækisins á árinu er 612 milljónir. Í fyrra var hagnaðurinn 90 milljónir á þriðja ársfjórðungi og 461 milljón á fyrstu níu mánuðum ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Marel hagnaðist um 3,5 milljarða

Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Það samsvarar tæplega þremur og hálfum milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 29,4 milljónir evra. Tekjur Marel voru 331,9 milljónir evra, samanborið við 287,2 á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta sinn í tvö ár sem Icelandair skilar hagnaði

Icelandair hagnaðist um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þess árs. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem regluleg starfsemi félagsins skilar hagnaði. Bogi Nils Bogason, forstjóri, segir í tilkynningu frá Icelandair að heimsfaraldur Covid-19 hafi enn áhrif á starfsemi félagsins en þrátt fyrir það sé það á réttri leið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands

Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allt grænt í Kauphöllinni eftir kosningar

Fjárfestar virðast vera ánægðir með niðurstöðuna í Alþingiskosningunum um helgina ef marka má græna litinn sem er alls ráðandi í Kauphöllinni eftir opnun markaða. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoðana­kannanir fyrir kosningar valdi fjár­festum á­hyggjum

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi

Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út.

Viðskipti innlent