Kauphöllin

Fréttamynd

Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis

Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis.

Innherji
Fréttamynd

Allar líkur á mögnuðu ári í sjávarútveginum

Hærri verð, áður vanmetin loðnuúthlutun og örlítið hagstæðari kostnaðarhlutföll eru helstu ástæður þess að greinendafyrirtækið Jakobsson Capital hefur hækkað verðmat sitt á Brim um 17 prósent, eða úr 704 milljónum evra í 825 milljónir evra, jafnvirði um 122 milljarða íslenskra króna.

Innherji
Fréttamynd

Hlutabréfasjóður hjá Íslandssjóðum skaraði fram úr með 60% ávöxtun

Sjóðurinn IS EQUUS Hlutabréf, sem er í rekstri Íslandssjóða, var með hæstu ávöxtun allra hlutabréfasjóða á árinu 2021 en hann skilaði sjóðsfélögum sínum tæplega 60 prósenta ávöxtun. Aðrir hlutabréfasjóðir, sem eru einnig opnir fyrir almenna fjárfesta, voru með ávöxtun á bilinu 35 til 49 prósent á síðasta ári.

Innherji
Fréttamynd

Metár í útgreiðslum gæti skilað fjárfestum nálægt 200 milljörðum

Útlit er fyrir að arðgreiðslur og kaup íslenskra fyrirtækja í Kauphöllinni á eigin bréfum á næsta ári verði sögulega háar og geti samanlagt nálgast hátt í 200 milljarða króna. Það yrði þá tvöfalt meira en áætlað er að slíkar útgreiðslur til hluthafa félaganna hafi numið á árinu 2021, eða rúmlega 80 milljarðar, sem eru engu að síður þær mestu sem sést hafa frá endurreisn hlutabréfamarkaðarins eftir fjármálahrunið 2008.

Innherji
Fréttamynd

Skeljungur stefnir að sölu fast­eigna fyrir 8,8 milljarða

Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orðrómur á fjármálamörkuðum

Það er alkunn staðreynd að fjármálamarkaðir búa öllum stundum við ófullkomnar og óstaðfestar upplýsingar. Oft er vísað til slíkra upplýsinga sem „orðróms“ þó svo að rökréttara væri að lýsa upplýsingunum sem „óstaðfestum“ enda eru þær það í huga fjárfesta.

Umræðan